Menningarráð

51. fundur 22. apríl 2015 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Gísli Rúnar Gylfason sat jafnframt fundinn, en hann mun leysa Hildi Ösp af sem starfsmaður ráðsins seinni hluta ársins.

1.Minnisvarði um Látra- Björgu

Málsnúmer 201502222Vakta málsnúmer

Menningarráð hóf fundinn á heimsókn til Sveins Jónssonar en hann er áhugasamur um að koma upp minnisvarða um Látra-Björgu. Á næsta ári eru 300 ár frá fæðingu hennar.

Gengið var um svæðið og skoðaðar staðsetningar sem gætu komið til greina fyrir slíkan minnisvarða. Rætt var um kostnað, aðgengi, hver myndi stjórna verkefninu og næstu skref. Menningarráð þakkar Sveini kærlega fyrir mótttökurnar.



Menningarráð telur mikilvægt að sagan um Látra Björgu verði kynnt betur og yrði minnnisvarði um hana góð viðbót við ferðaþjónustu á svæðinu. Hvetur Menningarráð Svein til að stofna hollvinafélag í kringum verkefnið sem og mögulega athöfn til minningar um afmæli hennar á næsta ári. Menningarráð er tilbúið að taka þátt í að auglýsa slíkt félag og aðstoða við annað sem tengist stjórnsýslu sveitarfélagsins og getur orðið verkefninu til framdráttar.

2.Tékklisti og ferlar vegna verkefna

Málsnúmer 201503058Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi ferill vegna verkefna og tékklisti sem atvinnu- og kynningarmálaráð óskaði eftir tekið yrði fyrir í öllum ráðum sveitarfélagsins.
Lagt fram.

3.Framtíðarnýting á Ungó og Sigtúni

Málsnúmer 201212038Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi ráðsins fór menningarráð og skoðaði húsakynni í Ungó og Sigtúni.



Með fundaboði fylgdi bréf frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur, forsvarsmanni Bakkabræðrasetursins, þar sem hún óskar eftir heimild til framkvæmda m.a. til að auðvelda aðgengi að fyrirhugaðri sýningu um Bakkabræður.



Menningarráð leggur til að settur verði á stofn vinnuhópur með eftirfarandi verkefni:



1. Skoða hver nýtingin á húsnæðinu er, hvort önnur eða meiri starfsemi verði í húsinu/húsunum. Skoðað verði möguleiki á að ná í meiri sértekjur og að rekstrarkostnaður sveitarfélagsins vegna hússins verði því minni.



2. Hvaða framkvæmdir eru nauðsynlegar til skamms tíma. Jafnframt verði gerð áætlun um hvaða viðhald er talið æskilegt til lengri tíma litið.



3. Nefndin taki afstöðu til annarra mála, s.s. slétt eða hallandi gólf í salnum, hvort sýningarvélarnar frá dögum bíósins eiga heima þarna, geri tillögu um nýtingu skúrs á baklóð og fleira því upp kann að koma þessu tengt.



4. Óskað verði eftir frekari hugmyndum frá almenningi og haft verði samráð við helstu hagsmunaðila.



Menningarráð óskar eftir að vinnuhópurinn skili skýrslu til sín eigi síðar en 1. september 2015 og hefji störf hið fyrsta.



Menningarráð leggur til að vinnuhópurinn verði skipaður eftirfarandi aðilum:



Fulltrúa úr menningarráði

Fulltrúa skipaðan af byggðaráði

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs

Atvinnu- og kynningarmálafulltrúa

Fulltrúa völdum af sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.



Menningarráð samþykkir að Valdemar Viðarsson, verði fulltrúi menningarráðs í hópnum og boði hann til fyrsta fundar vinnuhópsins og í framhaldinu skipti hópurinn með sér verkum. Menningarráð gerir ráð fyrir að 4-6 fundi þurfi til verkefsins en ekki var gert ráð fyrir kostnaði vegna hópinn við fjárhagsáætlanagerð. Reynt verður að láta kostnað vegna hans rúmast innan ramma sviðsins.



Menningarráð vísar erindi Kristínar til vinnuhópsins og mun menningarráð taka afstöðu til þess er niðurstaðan liggur fyrir.

4.Leikfélag Dalvíkur, samningur

Málsnúmer 201502057Vakta málsnúmer

Til umræðu var áherslur samnings við Leikfélag Dalvíkur sem nú er útrunninn.



Menningarráð samþykkir að styrkja Leikfélag Dalvíkur um óbreytta fjárhæð, kr. 750.000 sbr. fjárhagsáætlun 2015 og mun vinna að gerð samnings hefjast um leið og niðurstaða um framtíðarnýtingu Ungó og Sigtúns liggur fyrir.

5.Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Svarfdæla 2014

Málsnúmer 201503219Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi ársskýrsla Héraðsskjalasafns Svarfdæla vegna ársins 2014.



Skýrslan var lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs