Minnisvarði um Látra- Björgu

Málsnúmer 201502222

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 48. fundur - 05.03.2015

Með fundarboði fylgdi rafbréf, dagsett 24.2.2015 frá Sveini Jónssyni til sviðsstjóra þar sem hann fjallar um sögu Látra Björgu og mikilvægi þess að vekja athygli á sögu hennar.


Menningarráð þakkar Sveini fyrir erindið og samþykkir að bjóða honum til næsta fundar ráðsins.

Menningarráð - 50. fundur - 19.03.2015

Frestað en ákveðið var að þiggja boð Sveins Jónssonar um kynningu á næsta fundi ráðsins.

Menningarráð - 51. fundur - 22.04.2015

Menningarráð hóf fundinn á heimsókn til Sveins Jónssonar en hann er áhugasamur um að koma upp minnisvarða um Látra-Björgu. Á næsta ári eru 300 ár frá fæðingu hennar.

Gengið var um svæðið og skoðaðar staðsetningar sem gætu komið til greina fyrir slíkan minnisvarða. Rætt var um kostnað, aðgengi, hver myndi stjórna verkefninu og næstu skref. Menningarráð þakkar Sveini kærlega fyrir mótttökurnar.



Menningarráð telur mikilvægt að sagan um Látra Björgu verði kynnt betur og yrði minnnisvarði um hana góð viðbót við ferðaþjónustu á svæðinu. Hvetur Menningarráð Svein til að stofna hollvinafélag í kringum verkefnið sem og mögulega athöfn til minningar um afmæli hennar á næsta ári. Menningarráð er tilbúið að taka þátt í að auglýsa slíkt félag og aðstoða við annað sem tengist stjórnsýslu sveitarfélagsins og getur orðið verkefninu til framdráttar.