Menningarráð

50. fundur 19. mars 2015 kl. 08:15 - 11:20 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Framtíðarnýting á Ungó og Sigtúni

Málsnúmer 201212038Vakta málsnúmer

Fundarmenn hófu fundinn á heimsókn í Ungó og Sigtún þar sem forsvarsmenn Leikfélags Dalvíkur og Bakkabræðraseturs tóku á móti ráðinu.



Í framhaldinu var haldið í Ráðhús Dalvíkur og rætt um heimsóknina og framtíðarnýtingu á húsnæðinu.



Menningarráð þakkar kærlega fyrir móttökurnar.

2.Viðhald og leigugreiðslur í Sigtúni

Málsnúmer 201503106Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri umhverfissviðs og Ingvar Kristinsson umsjónarmaður fasteigna á fundinn kl 09:40.



Til umræðu var form leigugreiðslna vegna Sigtúns. Börkur og Ingvar lögðu fram minnisblað um framkvæmdir á árunum 2013 og 2014.



Menningarráð samþykkir tillögu þeirra um hlutdeild Dalvíkurbyggðar.



Börkur og Ingvar véku af fundi kl: 10:15.

3.Ársreikningur 2013 og fjárhagsáætlun 2015, vegna Menningarfélagsins Bergs

Málsnúmer 201502211Vakta málsnúmer

Frestað.

4.Minnisvarði um Látra- Björgu

Málsnúmer 201502222Vakta málsnúmer

Frestað en ákveðið var að þiggja boð Sveins Jónssonar um kynningu á næsta fundi ráðsins.

5.17. júní 2015

Málsnúmer 201502096Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi á fundinn, kl: 10:35



Farið var yfir fyrirkomulag við hátíðarhöld á 17. júní. Ræddar voru ýmsar hugmyndir að dagskrá og viðburðum og var m.a. ákveðið að setja upp hugmyndabanka í grunnskólunum.





Gísla og Margréti þökkuð koman á fundinn og véku þau af fundi 11:10

Fundi slitið - kl. 11:20.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs