Málsnúmer 201503142Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri kynnti fyrir nefndarmönnum áhugavert erindi sem félagsþjónustan býður upp á, fyrir nemendur í 5. - 10. bekk grunnskólanna næstkomandi fimmtudagsmorgun jafnframt sem foreldrafræðsla verður um sama erindi í hádeginu á fimmtudag. Um er að ræða fræðslu um Sexting sem er enskt orð sem samanstendur af orðunum sexual og texting. Um er að ræða kynferðisleg smáskilaboð, oft ljósmyndir sem sýna nekt eða eru með kynferðislegum undirtóni. Skilaboðin eru yfirleitt ætluð einni manneskju, þótt raunin sé sú að sexting myndir fari í mörgum tilvikum á flakk. Um fræðsluna sér Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur verðlaunamyndanna "Fáðu já" og "Stattu með þér".
Friðjón Árni Sigurvinsson boðaði forföll, hann boðaði varamann sinn Steinunni Jóhannesdóttur sem mætti ekki og lét ekki vita.