Félagsmálaráð

186. fundur 25. mars 2015 kl. 12:00 - 15:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Viktor Már Jónasson boðaði forföll og varmaður hans Rúna Kristín Sigurðardóttir mætti í hans stað.
Friðjón Árni Sigurvinsson boðaði forföll, hann boðaði varamann sinn Steinunni Jóhannesdóttur sem mætti ekki og lét ekki vita.

1.Heimilisofbeldi og samvinna við lögreglu

Málsnúmer 201503155Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fyrir nefnd til kynningar samstarfsyfirlýsingu lögreglunnar á Akureyri og Akureyrarkaupstaðar um verklagsreglur vegna heimilisofbeldis.
Lagt fram til kynningar.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201503184Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201503184
Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201503183Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201503183
Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201503168Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201503168
Bókað í trúnaðarmálabók

5.Fundargerðir þjónustuhóps

Málsnúmer 201410285Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram fundargerðir þjónustuhóps Róta bs.
Lagt fram til kynningar.

6.Sumarvinna 2015

Málsnúmer 201503139Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201503139
Bókað í trúnaðarmálabók

7.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 201502067Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá sveitarstjórn fundi nr. 267 sem vísaði hækkun á gjaldskrám sviðsins aftur til ráðsins
Félagsmálaráð furðar sig á afgreiðslu málsins þar sem eina athugasemdin frá Sveitastjórn var um eina gjaldskrá en ekki allar í heild sinni.

8.Tékklisti og ferlar vegna verkefna

Málsnúmer 201503058Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Atvinnu- og kynningarmálanefnd um tékklista vegna erinda sem þarfnast samvinnu sviða.
Lagt fram til kynningar.

9.Virkjum hæfileikana

Málsnúmer 201503157Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi dags. 26. febrúar 2015 frá Vinnumálastofnun Norðurlands eystra þar sem kynnt er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálp, sem hefur það að markmiði að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Verkefnið er byggt upp með svipuðum hætti og önnur slík sem Vinnumálastofnun hefur staðið fyrir undanfarin ár s.s. Liðsstyrkur og sumarstörf fyrir námsmenn. Í verkefninu felast möguleikar á stuðningi við ráðningu á starfsfólki frá starfsráðgjöfum Vinnumálastofnunar. Með hverjum ráðningarsamningi geta launagreiðendur fengið endurgreiddan hluta af launum og launatengdum gjöldum í samræmi við vinnusamninga öryrkja.
Lagt fram til kynningar.

10.Leiðbeiningar um gerð siðareglana og hlutverk siðanefndar

Málsnúmer 201501161Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi dags. 30. janúar 2015 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar.
Lagt fram til kynningar.

11.Sexting - forvarnir

Málsnúmer 201503142Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti fyrir nefndarmönnum áhugavert erindi sem félagsþjónustan býður upp á, fyrir nemendur í 5. - 10. bekk grunnskólanna næstkomandi fimmtudagsmorgun jafnframt sem foreldrafræðsla verður um sama erindi í hádeginu á fimmtudag. Um er að ræða fræðslu um Sexting sem er enskt orð sem samanstendur af orðunum sexual og texting. Um er að ræða kynferðisleg smáskilaboð, oft ljósmyndir sem sýna nekt eða eru með kynferðislegum undirtóni. Skilaboðin eru yfirleitt ætluð einni manneskju, þótt raunin sé sú að sexting myndir fari í mörgum tilvikum á flakk. Um fræðsluna sér Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur verðlaunamyndanna "Fáðu já" og "Stattu með þér".
Félagsmálaráð fagnar framtakinu og hvetur foreldra og aðra sem áhuga hafa að mæta á fyrirlesturinn.

12.Hvernig þak yfir höfuðið- ráðstefna

Málsnúmer 201503156Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi dags. 12. mars 2015 frá Þroskahjálp þar sem kynnt er ráðstefna með yfirskriftinni Hvernig þak yfir höfuðið. Ráðstefnan er haldin 14. apríl n.k. og er ætlað að benda á fjölbreyttar leiðir við uppbyggingu og rekstur húsnæðis ætluðu fötluðu fólki.
Lagt fram til kynningar.

13.Rannsókn á aðstæðum innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði

Málsnúmer 201503023Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi dags 10. mars 2015 frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Símey stendur að rannsókn á aðstæðum erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði. Tilgangur með rannsókninni er að skoða ástæður þess að hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisbótum er mun hærra en hlutfall þeirra sem íbúa. Vonast er eftir því að niðurstöður þessarar rannsóknar muni gera aðilum vinnumarkaðarins kleift að bregðast við þessu ástandi með það að markmiði að sú þekking og hæfni sem til staðar er í landinu nýtist samfélaginu til framdráttar.
Lagt fram til kynningar.

14.Aldursdreifing í sveitarfélögum

Málsnúmer 201503154Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi dags. 18. mars 2015 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hag- og upplýsingarsvið sambandsins hefur útbúið excel-líkan sem sýnir á myndrænu formi aldursdreifingu hjá sveitarfélögunum fyrir árin 1998 og 2015.
Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum yfir þessari þróun í aldursdreifingu.

15.Ofbeldi gegn fötluðum konum - bæklingur

Málsnúmer 201503160Vakta málsnúmer

Erindi barst 19. mars 2015 frá Þroskahjálp, landssamtökunum þar sem þeir kynna bæklinginn: Ofbeldi gegn fötluðum konum en hann var unninn í tengslum við rannsóknina Ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum. Í bæklingum er stutt samantekt um niðurstöður rannsóknarinnar og upplýsingar um hvert fatlaðar konur geta leitað ef þær verða fyrir ofbeldi.
Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju sinni með þetta vandaða og þarfa framtak hjá Þroskahjálp.

16.Hjólasöfnun

Málsnúmer 201503159Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri leggur fram erindi dags 19. mars 2015 frá Barnaheill-Save the Children á Íslandi sem áætlar að hefja von bráðar hjólasöfnun sína í fjórða sinn. Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Almenningur er hvattur til að gefa reiðhjól sín til söfnunarinnar. Öllum félagsþjónustum sem og barnaverndarnefndum á landinu er boðið að taka þátt í verkefninu með því að fá send til sín umsóknareyðublöð og gera þannig skjólstæðingum allra sveitarfélaga kleift að sækja um hjól úr söfnuninni.
Lagt fram til kynningar.

17.Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SMAN-hópsins á árinu 2015

Málsnúmer 201503138Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Saman hópnum dags. 15. mars 2015 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við forvarnarstarf SAMAN hópsins á árinu 2015. SAMAN hópurinn er samstarfsvettvangur frjálsra félagasamtaka, stofnana og sveitarfélaga sem láta sig varða forvarnir og velferð barna. Leiðarljós í starfi hópsins eru niðurstöður rannsókna sem sýna mikilvægi og áhrifamátt foreldra í forvörnum.
Félagsmálaráð leggur til að keyptir verði seglar um útivistareglur og þeim dreift til grunnskólabarna í 1. og 6. bekk. Einnig að styrkja samtökin um 20.000,- krónur tekið af lið 02-80-9145.

18.Frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 339. mál.

Málsnúmer 201502170Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi dags. 20. febrúar 2015 frá nefndarsviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 339. mál.
Félagsmálaráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi