Undir þessum lið kom Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, á fund byggðaráðs kl. 13:30.
Á 267. fundi sveitarstjórnar þann 17. mars 2015 var samþykkt að vísa tillögu félagsmálaráðs frá 185. fundi þann 12. febrúar 2015 um hækkun og breytingu á leigu Félagslegra íbúða til umfjöllunar í byggðaráði.
Tillaga félagsmálaráðs um gjaldskrár 2015 er svo hljóðandi:
"Félagsmálaráð leggur til að hækka gjaldskrár um 3.4% yfir heildina, bæta við fastagjaldi í heimilisþjónustu og hækka húsaleigu um 15% ef einstaklingar eru með tekjur yfir tekju- og eignamörkum leiguíbúða. Einnig að bæta við sektargjaldi í lengdri viðveru og sumarfjöri. Einnig verður framfærslukvarði fjárhagsaðstoðar hækkaður um 3,4%. "
Til umfjöllunar ofangreint.
Eyrún vék af fundi kl. 13:50.