Málsnúmer 201502067Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri lagði fram bókum byggðarráðs frá dags. 9. apríl 2015.
Á 267. fundi sveitarstjórnar þann 17. mars 2015 var samþykkt að vísa tillögu félagsmálaráðs frá 185. fundi þann 12. febrúar 2015 um hækkun og breytingu á leigu Félagslegra íbúða til umfjöllunar í byggðaráði.
Tillaga félagsmálaráðs um gjaldskrár 2015 er svo hljóðandi:
"Félagsmálaráð leggur til að hækka gjaldskrár um 3.4% yfir heildina, bæta við fastagjaldi í heimilisþjónustu og hækka húsaleigu um 15% ef einstaklingar eru með tekjur yfir tekju- og eignamörkum leiguíbúða. Einnig að bæta við sektargjaldi í lengdri viðveru og sumarfjöri. Einnig verður framfærslukvarði fjárhagsaðstoðar hækkaður um 3,4%. "
Til umfjöllunar ofangreint.
Eyrún vék af fundi kl. 13:50.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að húsaleiga á leiguíbúðum Félagslegra íbúða hækki um 3,4%. Byggðaráð samþykkir ekki að hækka húsaleigu um 15% ef einstaklingar eru með tekjur yfir tekju - og eignamörkum leiguíbúða.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stofna vinnuhóp til að fara yfir málefni Félagslegra íbúða er varðar leigu og sölu. Vinnuhópinn skipa; Bjarni Th. Bjarnason, Guðmundur St. Jónsson og Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.