Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá Styrktarfélagi barna með einhverfu dags. 30. mars 2015. Félagið hefur það að markmiði að vekja athygli á einhverfu og styðja við málefni er varða einhverf börn með fjáröflunum og frjálsum framlögum. Engin yfirbygging er á rekstri félagsins, allt starf unnið í sjálfboðavinnu og söfnunarfé rennur óskert til málstaðarins. Blár dagur var 10. apríl síðastliðinn. Í upphafi hvers árs velur Styrktarfélag barna með einhverfu eitt málefni til að styrkja með því fjármagni sem safnast það árið en allt styrktarfé rennur óskipt til málefnisins. Í ár mun allt styrktarfé renna óskipt til námskeiðahalda fyrir einhverf börn og aðstandendur í samráði við Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Fyrirtæki eru hvött til að leggja sitt af mörkunum með frjálsum framlögum.