Byggðaráð

731. fundur 09. apríl 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti í hans stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201503213Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Frá 267. fundi sveitarstjórnar þann 17.03.2015; 185. fundur félagsmálaráðs þann 12.2.2015, tillaga að hækkun og breytingum á gjaldskrá Félagslegra íbúða.

Málsnúmer 201502067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, á fund byggðaráðs kl. 13:30.



Á 267. fundi sveitarstjórnar þann 17. mars 2015 var samþykkt að vísa tillögu félagsmálaráðs frá 185. fundi þann 12. febrúar 2015 um hækkun og breytingu á leigu Félagslegra íbúða til umfjöllunar í byggðaráði.



Tillaga félagsmálaráðs um gjaldskrár 2015 er svo hljóðandi:

"Félagsmálaráð leggur til að hækka gjaldskrár um 3.4% yfir heildina, bæta við fastagjaldi í heimilisþjónustu og hækka húsaleigu um 15% ef einstaklingar eru með tekjur yfir tekju- og eignamörkum leiguíbúða. Einnig að bæta við sektargjaldi í lengdri viðveru og sumarfjöri. Einnig verður framfærslukvarði fjárhagsaðstoðar hækkaður um 3,4%. "





Til umfjöllunar ofangreint.



Eyrún vék af fundi kl. 13:50.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að húsaleiga á leiguíbúðum Félagslegra íbúða hækki um 3,4%. Byggðaráð samþykkir ekki að hækka húsaleigu um 15% ef einstaklingar eru með tekjur yfir tekju - og eignamörkum leiguíbúða.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stofna vinnuhóp til að fara yfir málefni Félagslegra íbúða er varðar leigu og sölu. Vinnuhópinn skipa; Bjarni Th. Bjarnason, Guðmundur St. Jónsson og Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

3.Frá 66. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3.3.2015; Frá Skíðafélagi Dalvíkur og Golfklúbbnum Hamar; ráðning á sameiginlegum framkvæmdastjóra.

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af undi kl. 13:59 vegna vanhæfis og Valdís Guðbrandsdóttir kom á fundinn í hans stað.



Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Snæþór Arnþórsson og Björgvin Hjörleifsson frá Skíðafélagi Dalvíkur og Gísli Bjarnason og Bjarni Jóhann Valdimarsson frá Golfklúbbnum Hamar kl. 14:00.



Á 730. fundi byggðaráðs þann 30. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"Frá 66. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3.3.2015; Skíðafélag Dalvíkur og Golfklúbburinn Hamar; ráðning á sameiginlegum framkvæmdastjóra. - 201403206

Undir þessum lið sat fundinn Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður Guðmundar St. Jónssonar, vegna vanhæfis Guðmundar.



Á 66. fundi íþrótta- og æskulýðsráð þann 3. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri og Skíðafélagi Dalvíkur um sameiginlegan framkvæmdarstjóra félaganna. Félögin ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar hafa fundað undanfarið með það að markmiði að kanna samstarfsmöguleika þessarra félaga. Nú óska GHD og SD formlega eftir því að slíkt samstarf verði að veruleika og kostnaðarskipting verði þannig að félögin greiði 1/3 af kostnaði og Dalvíkurbyggð 2/3 árið 2016. Þegar hefur sveitarfélagið úthlutað fjármagni til Skíðafélagsins til ráðningar á framkvæmdastjóra og myndi því Skíðafélagið greiða kostnaðinn á árinu 2015.

Áætlaður kostnaður Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2016 er 5.336.000 og rúmast það ekki inn í ramma sviðsins og vísar ráðið því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs.

Starf framkvæmdastjóra mun aðallega felast í umsjón og markaðssetningu íþróttasvæðana en ekki í félagsstarfinu. Íþrótta- og æskulýðsráð vill einnig árétta að stefnt er að því að félögin beri í framtíðinni kostnað af stöðugildinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindið með fjórum atkvæðum. Jónína Guðrún Jónsdóttir sat hjá."



Til umfjöllunar ofangreint.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir forsvarsmönnum Skíðafélags Dalvíkur og Golfklúbbsins Hamars á næsta fund, ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni íþrótta- og æskulýðsráðs.

Byggðarráð óskar eftir upplýsingum hvaða forsendur eru á bak við upphæðina kr. 5.336.000 og hver er staðan á komandi samningum við íþrótta- og æskulýðsfélögin"



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem svör við spurningum byggðaráðs.



Til umræðu ofangreint.



Kristinn Ingi, Hildur Ösp, Gísli Rúnar, Snæþór, Björgvin, Gísli og Bjarni Jóhann viku af fundi kl. 14:25.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og samþykkir að gert verði ráð fyrir kr. 5.336.000 í fjárhagsramma fyrir árið 2016 inn á málaflokk 06 vegna starfs sameiginlegs framkvæmdastjóra.

4.Frá Fiskideginum mikla; Vegna minnisstöpla Fiskidagsins mikla við Byggðasafnið Hvol

Málsnúmer 201503172Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson sat ekki fundinn undir þessum lið vegna vanhæfis, Valdís Guðbrandsdóttir sat fundinn undir þessum lið í hans stað.



Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri og Júlíus Júliusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, kl. 14:37.



Á 730. fundi byggðaráðs þann 30. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"Frá Fiskideginum mikla: Vegna minnisstöpla Fiskidagsins mikla við Byggðasafnið Hvol - 201503172

Undir þessum lið sat fundinn Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður Guðmundar St. Jónssonar, vegna vanhæfis Guðmundar.



Tekið fyrir erindi frá Fiskideginum mikla, bréf dagsett þann 23. mars 2015, þar sem fram kemur ósk um að Dalvíkurbyggð formlega taki við og sjái um minnisstöpla við Byggðasafnið Hvol vegna heiðrunar Fiskidagsins mikla.



Einnig er óskað eftir að minnisstöplunum verði breytt í samræmi við fyrri umræðu og er vísað í meðfylgjandi teikningu frá fyrrverandi garðyrkjustjóra frá tveimur árum. Einnig kemur fram sú beiðni um að nýtt fyrirkomulag minnisstöpla yrði vígt á 15 ára afmæli Fiskidagsins mikla í ár.



Til umræðu ofangreint.

Afgreiðslu frestað.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Júlíus Júlíussoo, umhverfisstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund byggðaráðs. "





Til umfjöllunar ofangreint.



Valur Þór og Júlíus viku af fundi kl. 14:57.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umhverfisstjóra, Valdísi Guðbrandsdóttur og Heiðu Hilmarsdóttur ásamt 2 - 3 fulltrúum frá Fiskideginum mikla að skoða hugmyndir að nýrri staðsetningu á hafnarsvæðinu, í samráði við Hafnarstjóra.



Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:01.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201404010Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Frá 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs frá 11.03.2015; Flugklasinn Air 66N - viðauki 2015 vegna aðildar Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201503018Vakta málsnúmer

Á 8. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 11. mars 2015 var eftirfarandi bókað:



"Flugklasinn Air 66N - erindi til sveitarstjórnar - 201503018

Tekið fyrir erindi frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, sent 2. mars 2015 í tölvupósti, þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við flugklasaverkefnið Air 66N.



Markaðsskrifstofa Norðurlands hefur um árabil haft umsjón með starfi Flugklasans Air 66N en markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring. Klasinn var stofnaður árið 2011 og eru stofnaðilar ríflega 20 ferðaþjónustufyrirtæki og 10 sveitarfélög. Meðfylgjandi erindinu er yfirlit yfir starf klasans fram til þessa.



Dalvíkurbyggð hefur verið aðili að verkefninu frá upphafi. Óskað er eftir samningi við sveitarfélagið til þriggja ára (2015-2017), að upphæð 300 kr á hvern íbúa árlega í þessi þrjú ár.





Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði áfram aðili að þessu verkefni og leggur til við byggðaráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2015 við deild 13/41 að upphæð um 560.000.-



Atvinnumála- og kynningarráð óskar eftir því að fá verkefnisstjóra flugklasans á næsta fund ráðsins til að fá frekari kynningu á verkefninu. "



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 við deild 13-41 að upphæð kr. 560.000. gegn því skilyrði að öll sveitarfélög á starfssvæðinu taki þátt í þessu verkefni. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna uppfærslu á NAV.

Málsnúmer 201503224Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, bréf dagsett þann 8. apríl 2015, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2015 að upphæð kr. 350.000 á deild 32-19 vegna uppfærslu á NAV bókhalds - og upplýsingakerfi þar sem forsendubreytingar hafa orðið frá því í september í fyrra þegar unnið var að starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.

Fram kemur að reynt verður að finna svigrúm á móti eins og hægt er en ekki liggur fyrir enn að svo gæti orðið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 350.000 á deild 32-19. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé- nema að hægt verði að finna svigrúm á móti eins og fram kemur í erindinu.

8.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Vinnureglur um tilkynningu slysa í vinnu og utan vinnu - drög.

Málsnúmer 201501031Vakta málsnúmer

Tekið fyrir frá sviðssjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs drög að vinnureglum um tilkynningu slysa í vinnu og utan vinnu. Fram kom á fundinum að drögin hafa verið send öllum stjórnendum sveitarfélagsins og launafulltrúa til umsagnar.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreindar vinnureglur verði hluti af stjórnendahandbók, eins og þær liggja fyrir.

9.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsögn um leyfi að Karlsá.

Málsnúmer 201503199Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 27. mars 2015, þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um umsókn frá Jökli Bergmann, kt. 110876-3199, fyrir hönd Tröllaskaga ehf. kt. 640203-2930, til sölu gistingar og veitingu veitinga í Karlsá gistiheimili. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki III.



Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

10.Frá Umhverfisstofnun; Stjórnunar- og verndaráætlun Friðlands Svarfdæla

Málsnúmer 201503196Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 24. mars 2015, þar sem fram kemur að hagsmunaaðilum er tilkynnt með bréfi þessu að stefnt er að gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir Friðland Svarfdæla og mun vinnan hefjast á vormánuðum 2015.



Lagt fram til kynningar.

11.Frá forsætisráðuneytinu; Fundur um málefni þjóðlendna.

Málsnúmer 201503201Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu, bréf dagsett þann 25. mars 2015, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 21. maí 2015 kl.14.00 á Akureyri. Efni fundarins eru málefni þjóðlenda og er nú haldinn í þriðja sinn.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá Lánasjóði sveitarfélaga; Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2015

Málsnúmer 201503210Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. dagsettur þann 30. mars 2015, þar sem boðað er til aðalfundar vegna ársins 2014 föstudaginn 17. apríl 2014 kl. 15:30 í Kópavogi. Allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn svo og fulltrúar fjölmiðla.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 827. fundur stjórnar Sambandsins.

Málsnúmer 201502032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 827. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. mars 2015, sbr. rafpóstur frá 1. apríl 2015.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá Kvenfélaginu Tilraun; Ósk um styrk vegna 100 ára afmælis Tilraunar

Málsnúmer 201503137Vakta málsnúmer

Á 729. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2015 var eftirfarandi bókað:



"Frá Kvenfélaginu Tilraun; Ósk um styrk vegna 100 ára afmælis Tilraunar. - 201503137

Tekið fyrir erindi frá Kvenfélaginu Tilraun, bréf dagsett þann 16. mars 2015, þar sem félagið fer þess á leit við byggðarráð að það leggi fram kostnað við umbrot og prentun á 100 ára afmælisriti félagsins, allt að kr. 600.000. Kostnaðaráætlun frá 2013 hljóðar upp á kr. 2.170.000, auglýsingatekjur eru kr. 345.000, styrkir kr. 700.000 og félagið hefur lagt út kr. 1.225.000.



Til umræðu ofangreint.

Byggðarráð frestar afgreiðslu á erindinu og óskar eftir nánari upplýsingar um tekjur og gjöld vegna verkefnisins sem og óskað er eftir ársreikningi félagsins"



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Þóru Rósu Geirsdóttur, dagsettur þann 8. apríl 2015, til sveitarstjóra þar sem fram kemur að tilgangur erindis Kvenfélagsins Tilraunar dagsettu þann 16. mars s.l. hafi verið að minna á 100 ára afmæli félagsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi, Heiða Hilmarsdóttir situr hjá.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að gefa Kvenfélaginu Tilraun afmælisgjöf í tilefni af 100 ára afmæli félagsins, Heiða Hilmarsdóttir situr hjá. Vísað á lið 21-50-4924.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs