Flugklasinn Air 66N - erindi til sveitarstjórnar

Málsnúmer 201503018

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 8. fundur - 11.03.2015

Tekið fyrir erindi frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, sent 2. mars 2015 í tölvupósti, þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við flugklasaverkefnið Air 66N.



Markaðsskrifstofa Norðurlands hefur um árabil haft umsjón með starfi Flugklasans Air 66N en markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring. Klasinn var stofnaður árið 2011 og eru stofnaðilar ríflega 20 ferðaþjónustufyrirtæki og 10 sveitarfélög. Meðfylgjandi erindinu er yfirlit yfir starf klasans fram til þessa.



Dalvíkurbyggð hefur verið aðili að verkefninu frá upphafi. Óskað er eftir samningi við sveitarfélagið til þriggja ára (2015-2017), að upphæð 300 kr á hvern íbúa árlega í þessi þrjú ár.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði áfram aðili að þessu verkefni og leggur til við byggðaráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2015 við deild 13/41 að upphæð um 560.000.-



Atvinnumála- og kynningarráð óskar eftir því að fá verkefnisstjóra flugklasans á næsta fund ráðsins til að fá frekari kynningu á verkefninu.



Atvinnumála- og kynningarráð - 9. fundur - 01.04.2015

Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:



"Tekið fyrir erindi frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, sent 2. mars 2015 í tölvupósti, þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við flugklasaverkefnið Air 66N.



Markaðsskrifstofa Norðurlands hefur um árabil haft umsjón með starfi Flugklasans Air 66N en markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring. Klasinn var stofnaður árið 2011 og eru stofnaðilar ríflega 20 ferðaþjónustufyrirtæki og 10 sveitarfélög. Meðfylgjandi erindinu er yfirlit yfir starf klasans fram til þessa.



Dalvíkurbyggð hefur verið aðili að verkefninu frá upphafi. Óskað er eftir samningi við sveitarfélagið til þriggja ára (2015-2017), að upphæð 300 kr á hvern íbúa árlega í þessi þrjú ár.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði áfram aðili að þessu verkefni og leggur til við byggðaráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2015 við deild 13/41 að upphæð um 560.000.-



Atvinnumála- og kynningarráð óskar eftir því að fá verkefnisstjóra flugklasans á næsta fund ráðsins til að fá frekari kynningu á verkefninu."



Í tölvupósti sem barst 26. mars 2015 frá Markaðsskrifstofu Norðurlands er boðað til fundar vegna millilandaflugs um Akureyrar -og Egilsstaðaflugvöll. Að fundinum standa Markaðsskrifstofa Norðurlands, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Eyþing, Austurbrú og Fjórðungssamband Vestfirðinga.



Í fundarboðinu kemur fram að opnun nýrrar gáttar inn í landið er eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar.



Á fundinum er upplýst að sveitarstjóri, sviðsstjórar og upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar munu fara á fundinn.
Atvinnumála- og kynningarráð fagnar því að þessi fundur verði haldinn og þar með samráðsvettvangur um málefni millilandaflugs um Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll.



Ennfremur fagnar ráðið skipun starfshóps á vegum forsætisráðuneytisins en hans hlutverk er að kanna möguleikann á því að koma á reglubundnu millilandaflugi um Akureyri og Egilsstaði.



Beint millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði kæmi til með að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækja og efla atvinnulíf í þessum landshlutum.

Byggðaráð - 731. fundur - 09.04.2015

Á 8. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 11. mars 2015 var eftirfarandi bókað:



"Flugklasinn Air 66N - erindi til sveitarstjórnar - 201503018

Tekið fyrir erindi frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, sent 2. mars 2015 í tölvupósti, þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við flugklasaverkefnið Air 66N.



Markaðsskrifstofa Norðurlands hefur um árabil haft umsjón með starfi Flugklasans Air 66N en markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring. Klasinn var stofnaður árið 2011 og eru stofnaðilar ríflega 20 ferðaþjónustufyrirtæki og 10 sveitarfélög. Meðfylgjandi erindinu er yfirlit yfir starf klasans fram til þessa.



Dalvíkurbyggð hefur verið aðili að verkefninu frá upphafi. Óskað er eftir samningi við sveitarfélagið til þriggja ára (2015-2017), að upphæð 300 kr á hvern íbúa árlega í þessi þrjú ár.





Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði áfram aðili að þessu verkefni og leggur til við byggðaráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2015 við deild 13/41 að upphæð um 560.000.-



Atvinnumála- og kynningarráð óskar eftir því að fá verkefnisstjóra flugklasans á næsta fund ráðsins til að fá frekari kynningu á verkefninu. "



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 við deild 13-41 að upphæð kr. 560.000. gegn því skilyrði að öll sveitarfélög á starfssvæðinu taki þátt í þessu verkefni. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð - 739. fundur - 25.06.2015

Á 731. fundi byggðaráðs þann 9. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 8. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 11. mars 2015 var eftirfarandi bókað: "Flugklasinn Air 66N - erindi til sveitarstjórnar - 201503018 Tekið fyrir erindi frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, sent 2. mars 2015 í tölvupósti, þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við flugklasaverkefnið Air 66N. Markaðsskrifstofa Norðurlands hefur um árabil haft umsjón með starfi Flugklasans Air 66N en markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring. Klasinn var stofnaður árið 2011 og eru stofnaðilar ríflega 20 ferðaþjónustufyrirtæki og 10 sveitarfélög. Meðfylgjandi erindinu er yfirlit yfir starf klasans fram til þessa. Dalvíkurbyggð hefur verið aðili að verkefninu frá upphafi. Óskað er eftir samningi við sveitarfélagið til þriggja ára (2015-2017), að upphæð 300 kr á hvern íbúa árlega í þessi þrjú ár. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði áfram aðili að þessu verkefni og leggur til við byggðaráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2015 við deild 13/41 að upphæð um 560.000.- Atvinnumála- og kynningarráð óskar eftir því að fá verkefnisstjóra flugklasans á næsta fund ráðsins til að fá frekari kynningu á verkefninu. " Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 við deild 13-41 að upphæð kr. 560.000. gegn því skilyrði að öll sveitarfélög á starfssvæðinu taki þátt í þessu verkefni. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá Markaðsstofu Norðurlands drög að samkomulagi um stuðning Dalvíkurbyggðar við Markaðsstofu Norðurlands varðandi flugklasann Air 66N til þriggja ára, 2015-2017. Staðfest er frá MN að skilyrði Dalvíkurbyggðar um að öll sveitarfélög á starfssvæðinu taki þátt í þessu verkefni er uppfyllt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreint samkomulag eins og það liggur fyrir.