Byggðaráð

739. fundur 25. júní 2015 kl. 08:15 - 09:44 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans Heiða Hilmarsdóttir hafði ekki tök á að mæta vegna sumarleyfis.

1.Frá bygginganefnd Krílakots; Viðbygging og samningur við Tréverk.

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 8:15.



Á 736. fundi byggðaráðs þann 28. maí s.l. var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:06. Þriðjudaginn 26. maí s.l. kl. 11:00 voru opnuð tilboð í viðbyggingu Krílakots. Eitt tilboð barst í verkið frá Tréverki að upphæð kr. 198.200.282 með virðisaukaskatti. Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir kr. 88.200.000 árið 2015 vegna áfanga 1 og kr. 72.164.000 árið 2016 vegna áfanga 2, eða alls kr. 160.364.000. Í nýrri kostnaðaráætlun AVH er verkið áætlað kr. 167.315.113 með vsk en þá vantar að gera ráð fyrir kostnaði vegna lýsingu kr. 1.500.000 og kostnaði við inntök, byggingarleyfi, gatnagerðargjöld og skipulagsgjald að upphæð kr. 5.364.000 en sá kostnaður var ekki inni kostnaðaráætlun AVH né hluti af tilboði Tréverks. Alls áætlaður kostnaður kr. 174.179.113. Mismunar á upphæðum í fjárhagsáætlun og tilboði með kostnaði að upphæð kr. 5.364.000 er því kr. 43.200.282 eða 26,9% en 16,87% þegar tekið er tillit til nýrrar kostnaðaráætlunar. Til umræðu ofangrient. Börkur Þór vék af fundi kl. 14:19.

Afgreiðslu frestað og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela byggingarnefnd viðbyggingar Krílakots að fara yfir ofangreint og koma með tillögu."





Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti fyrirliggjandi drög að samningi við Tréverk um viðbyggingu við Krílakots á a) grundvelli tilboðs, b) kostnaðaráætlunar og c) þeirra breytingar sem gerðar hafa verið í byggingarnefnd. Samningsfjárhæðin er kr. 166.985.267,-.



Börkur Þór vék af fundi kl. 09:08.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum drög að samningi við Tréverk eins og hann liggur fyrir og veitir heimild til þess að ganga frá samningi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá fyrir næsta fund byggðaráðs nákvæma skiptingu niður ár áhrif á fjárhagsáætlun með tilliti til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

2.Fjárhagsáætlun 2016-2019; Auglýsing - drög.

Málsnúmer 201505134Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að auglýsingu vegna vinuu við gerð fjárhagsáætlunar 2016, sbr. fyrri ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum auglýsinguna eins og hún liggur fyrir.

3.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Flugklasinn Air 66N - samningur.

Málsnúmer 201503018Vakta málsnúmer

Á 731. fundi byggðaráðs þann 9. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 8. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 11. mars 2015 var eftirfarandi bókað: "Flugklasinn Air 66N - erindi til sveitarstjórnar - 201503018 Tekið fyrir erindi frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, sent 2. mars 2015 í tölvupósti, þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við flugklasaverkefnið Air 66N. Markaðsskrifstofa Norðurlands hefur um árabil haft umsjón með starfi Flugklasans Air 66N en markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring. Klasinn var stofnaður árið 2011 og eru stofnaðilar ríflega 20 ferðaþjónustufyrirtæki og 10 sveitarfélög. Meðfylgjandi erindinu er yfirlit yfir starf klasans fram til þessa. Dalvíkurbyggð hefur verið aðili að verkefninu frá upphafi. Óskað er eftir samningi við sveitarfélagið til þriggja ára (2015-2017), að upphæð 300 kr á hvern íbúa árlega í þessi þrjú ár. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði áfram aðili að þessu verkefni og leggur til við byggðaráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2015 við deild 13/41 að upphæð um 560.000.- Atvinnumála- og kynningarráð óskar eftir því að fá verkefnisstjóra flugklasans á næsta fund ráðsins til að fá frekari kynningu á verkefninu. " Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 við deild 13-41 að upphæð kr. 560.000. gegn því skilyrði að öll sveitarfélög á starfssvæðinu taki þátt í þessu verkefni. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá Markaðsstofu Norðurlands drög að samkomulagi um stuðning Dalvíkurbyggðar við Markaðsstofu Norðurlands varðandi flugklasann Air 66N til þriggja ára, 2015-2017. Staðfest er frá MN að skilyrði Dalvíkurbyggðar um að öll sveitarfélög á starfssvæðinu taki þátt í þessu verkefni er uppfyllt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreint samkomulag eins og það liggur fyrir.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201506103Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 09:44.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs