Fjárhagsáætlun 2016-2019; tillaga að fjárhagsramma 2016

Málsnúmer 201505134

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 737. fundur - 11.06.2015

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu tillögu að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2016 og helstu forsendur þar að baki.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsramma 2016 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Byggðaráð - 739. fundur - 25.06.2015

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að auglýsingu vegna vinuu við gerð fjárhagsáætlunar 2016, sbr. fyrri ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum auglýsinguna eins og hún liggur fyrir.

Byggðaráð - 747. fundur - 30.09.2015

a) Fræðslu- og menningarsvið.

a.1. Málaflokkur 04, frá kl. 16:30 - kl. 17:10.



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 16:30 vegna vanhæfis og varaformaður, Kristján Guðmundsson, tók við fundarstjórn.



Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum Skype Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 16:30.

Hildur Ösp fylgdi eftir tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 04; fræðslumál.



Fjárhagsrammi málaflokks 04, samþykktur af sveitarstjórn 16.06.2015, er kr. 680.677.000



Á 196. fundi fræðsluráðs þann 9. septmber s.l. var óskað eftir eftirtöldum viðbótarfjárveitingum þar sem ekki var unnt að koma öllum kostnaði við rekstur málaflokksins fyrir innan samþykkts fjárhagsramma:

Vegna leikskóla kr. 3.500.000

Vegna Dalvíkurskóla kr. 9.000.000

Vegna Tónlistarskóla kr. 2.500.000

Vegna Árskógarskóla kr. 884.000.

Alls kr. 15.884.000.



a.2. Málaflokkur 05, frá kl. 17:10 - kl. 17:25



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom á fundinn að nýju kl. 17:30 undir þessum lið og tók aftur við fundarstjórn.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 17:30, til að fylgja eftir tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05; menningarmál, ásamt sviðsstjóra.



Fjárhagsrammi málaflokks 05, samþykktur af sveitarstjórn 16.06.2015, er kr. 92.079.000.



Á 53. fundi menningaráðs þann 7. september s.l. var óskað eftir viðbótarfjárveitingu við fjárhagsramma að upphæð kr. 5.000.000 vegna búnaðarkaupa fyrir Héraðsskjalasafn Svarfdæla.



a.3 Málaflokkur 06, frá kl. 17:25 - kl. 17:50.



Gísli Rúnar og Hildur Ösp kynntu tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06; íþrótta- og æskulýðsmál.



Fjárhagsrammi málaflokks 06, samþykktur af sveitarstjórn 16.06.2015, er kr. 290.260.000.

Vegna breytinga á bókuðum kostnaði Vinnuskóla þá lækkar ramminn um kr. 8.629.000 og verður kr. 281.969.000



Gísli Rúnar og Hildur Ösp viku af fundi kl. 18:28.



b) Önnur mál; næstu fundir um fjárhagsáætlun og skipulag við vinnuna.



Til umræðu næstu skref varðandi vinnu við fjárhagsáætlun 2016-2019 og fundir.



Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 748. fundur - 01.10.2015

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:20 til að fylgja eftir tillögu að starfs - og fjárhagsáætlun 2016-2019 fyrir umhverfis- og tæknisvið.

Málaflokkur 07; Brunamál- og almannavarnir.

Fjárhagsrammi samþykktur af sveitarstjórn þann 16.06.2015; kr. 33.270.000.

Málaflokkur 08; Hreinlætismál.

Fjárhagsrammi samþykktur af sveitarstjórn þann 16.06.2015; kr. 16.996.000

Málaflokkur 09; Skipulags- og byggingamál.

Fjárhagsrammi samþykktur af sveitarstjórn þann 16.06.2015; kr. 22.313.000

Málaflokkur 10; Samgöngumál.

Fjárhagsrammi samþykktur af sveitarstjórn þann 16.06.2015; kr. 55.943.000

Málaflokkur 11; Umhverfismál.

Fjárhagsrammi samþykktur af sveitarstjórn þann 16.06.2015; kr. 23.734.000. Bætt við fjárhagsrammann af málaflokki 06 kr. 7.614.000 vegna vinnu Vinnuskóla sem færð verður á stofnanir og deildir eftir því sem við á.

Málaflokkur 13; Atvinnumál að hluta; landbúnaðarmál.

Fjárhagsarammi samþykktur af sveitarstjórn þann 16.06.2015; kr. 19.675.000 fyrir allan málaflokkinn.

Málaflokkur 31; Eignasjóður.

Fjárhagsrammi samþykktur af sveitarstjórn þann 16.06.2015; kr. -40.108.000.

Málaflokkur 32; Eignasjóður að hluta.

Fjárhagsrammi samþykktur af sveitarstjórn þann 16.06.2015; kr. 113.304.000 fyrir allan málaflokkinn.



Til umræðu ofangreint.



Lagt fram til kynningar.

Yfirferð yfir viðhald og framkvæmdir Eignasjóðs frestað.

Byggðaráð - 749. fundur - 07.10.2015

a) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir Dalvíkurskóla og Frístund.



Undir þessum lið vék af fundi Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vegna vanhæfis kl. 16:00 og varaformaður, Kristján Guðmundsson, tók við fundarstjórn.





Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, en Hildur Ösp tók þátt í fundinum í gegnum Skype, kl. 16:05.



Skólastjóri Dalvíkurskóla fylgdi eftir tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir deild 04210 Dalvíkurskóla og deild 04280 Frístund.



Fjárhagsrammi Dalvíkurskóla: kr. 356.700.000. Óskað er eftir kr. 9.000.000 til viðbótar við fjárhagsramma.

Fjárhagsrammi Frístundar: kr. 7.648.000



Gísli og Hildur Ösp viku af fundi kl. 16:54.



b) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir veitu- og hafnasvið.



Gunnþór kom inn á fundinn að nýju kl. 17:00 undir þessum lið og tók við fundarstjórn að nýju.



Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 17:00 , og fylgdi hann eftir tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir veitu- og hafnasvið.



Málaflokkur 41; Hafnasjóður, rekstur

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. -18.243.000

Málaflokkur 42; Hafnasjóður, fjárfestingar.

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. 16.000.000. Óskað er eftir viðbót við fjárhagsramma að upphæð kr. 4.000.000.

Málaflokkur 43; Vatnsveita, rekstur

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. -6.172.000

Málaflokkur 44; Vatnsveita, fjárfestingar.

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. 12.000.000

Málaflokkur 47; Hitaveita, rekstur

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. -13.677.000

Málaflokkur 48; Hitaveita, fjárfestingar.

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. 13.000.000

Málaflokkur 73; Fráveita, rekstur.

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. -16.364.000

Málaflokkur 74; Fráveita, fjárfestingar.

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. 9.000.000.



Þorsteinn vék af fundi kl. 19:04.



Kristján vék af fundi til annarra starfa kl. 19:07.

Byggðaráð - 750. fundur - 08.10.2015

a) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs.



Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, til að fylgja eftir tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir félagsmálasvið, kl. 13:00.





Málaflokkur 02; Félagsþjónusta.

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. 106.847.000

Á 191. fundi félagsmálaráðs þann 21. september s.l. kom fram beiðni um viðbót við fjárhagsrammann að upphæð kr. 18.000.000.



Málaflokkur 57; Félagslegar íbúðir.

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. 1.681.000



Eyrún vék af fundi kl.14:04.



b) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs - framhald. Viðhald og fjárfestingar Eignasjóðs.



Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:20.



Til umfjöllunar tillögur að viðhaldsáætlun Eignasjóðs og framkvæmdaráætlun Eignasjóðs.



Börkur Þór vék af fundi kl. 16:00.
a) Lagt fram

b) Lagt fram og frekari umfjöllun um viðhald og framkvæmdir Eignasjóðs frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 751. fundur - 12.10.2015

a) Viðhald og framkvæmdir Eignasjóðs.



Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 13:43.



Til umræðu áætlun um viðhald Eignasjóðs 2016 og framkvæmdaáætlun Eignasjóðs 2016-2019.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 752. fundur - 12.10.2015

a) Fjármála- og stjórnsýslusvið



Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir sviðið ásamt starfsáætlun upplýsingafulltrúa og fylgigögnum.



Farið var yfir á fundinum drög að áætlun málaflokks 00; Skatttekjur og forsendur þar að baki.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 753. fundur - 15.10.2015

a) Fjárfestingar 2016-2019.



Farið yfir tillögur að fjárfestingum Eignasjóðs, Hafnasjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu vegna áranna 2016-2019.



Gerðar voru nokkrar breytingar á fundinum á fyrirliggjandi tillögum.



b) Viðhald Eignasjóðs



Farið yfir tillögur að viðhaldi Eignasjóðs frá umhverfis- og tæknisviði.



Gerðar voru nokkrar breytingar á fundinum á fyrirliggjandi tillögum.



c) Málaflokkur 00; skattekjur.



Frestað til næsta fundar.



d) Beiðnir um búnaðarkaup.



Farið yfir beiðnir um búnaðarkaup stofnana, deilda og fyrirtækja Dalvíkurbyggðar.

Gerðar nokkrar breytingar á fundinum. Frestað til næsta fundar.



e) Þriggja ára áætlun; rekstur og fjárfestingar.



Frestað til næsta fundar.



f) Beiðnir um viðauka við fjárhagsramma.



Frestað til næsta fundar.



g) Annað.





g) Annað



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beiðnir um aukin stöðugildi verði ekki teknar inn á árin 2016 - 2019, sbr. beiðni um heilt stöðugildi í Hafnasjóði, þar sem framundan er úttekt KPMG á rekstri og þjónustu sveitarfélagsins í samanburði við önnur sveitarfélög.



Umfjöllun um fleiri önnur atriði frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 754. fundur - 16.10.2015

a) Beiðnir um búnaðarkaup.



Áframhald yfirferðar yfir beiðnir um búnaðarkaup.



b) Málaflokkur 00; Skatttekjur.



Farið yfir tillögu að áætlun skatttekna í Málaflokki 00.



c) Þriggja ára áætlun; rekstur og fjárfestingar.



Farið yfir þær tillögur og hugmyndir sem fram koma í starfsáætlunum fagsviða vegna áranna 2017-2019.



d) Beiðnir um viðauka við fjárhagsramma.



Farið yfir þær beiðnir um viðauka við fjárhagsramma sem liggja fyrir.



e) Annað sem út af stendur.



e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að settar verði kr. 150.000 inn á fjárhagsáætlun 2016 vegna vinnuhóps vegna merkinga og skilta.



Byggðaráð - 755. fundur - 22.10.2015

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóri kynntu tillögu að fjárhagsáætlun 2016-2019; fjárhagsáætlunarlíkan.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Byggðaráð - 757. fundur - 05.11.2015

Á 273. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 27. október 2015 var starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019 tekin til fyrri umræðu og samþykkt var samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn og til byggðaráðs á milli umræðna.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 758. fundur - 12.11.2015

Á 757. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 273. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 27. október 2015 var starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019 tekin til fyrri umræðu og samþykkt var samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn og til byggðaráðs á milli umræðna.

Lagt fram til kynningar. "



Til umræðu ofangreint. Síðari umræða fer fram í sveitarstjórn þriðjudaginn 24. nóvember n.k. í stað 17. nóvember 2015 þar sem freista á þess að ná inn nýjum upplýsingum, til dæmis um framlög úr Jöfnunarsjóði og Þjóðhagsspá sem birt verður á morgun.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 759. fundur - 19.11.2015

Á 758. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 757. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað: "Á 273. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 27. október 2015 var starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019 tekin til fyrri umræðu og samþykkt var samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn og til byggðaráðs á milli umræðna. Lagt fram til kynningar. " Til umræðu ofangreint. Síðari umræða fer fram í sveitarstjórn þriðjudaginn 24. nóvember n.k. í stað 17. nóvember 2015 þar sem freista á þess að ná inn nýjum upplýsingum, til dæmis um framlög úr Jöfnunarsjóði og Þjóðhagsspá sem birt verður á morgun.

Lagt fram til kynningar."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtalin gögn:

a) Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna þjóðhagsspár í nóvember 2015.

b) Minnisblað vegna gerðar viðlegu í Dalvíkurhöfn, unnið af sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs í nóvember 2015.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða að nota verðbólguspá 3,2% í fjárhagsáætlunarlíkani skv. Þjóðhagsspá í nóvember 2015.

Atvinnumála- og kynningarráð - 17. fundur - 02.03.2016

Með fundarboði atvinnumála- og kynningaráðs fylgdi starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2016, sem er hluti af starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs.



Farið var á fundinum yfir helstu verkefni er snúa að atvinnu- og kynningarmálum.
Lagt fram til kynningar.