Byggðaráð

749. fundur 07. október 2015 kl. 16:00 - 19:26 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019:

Málsnúmer 201505134Vakta málsnúmer

a) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir Dalvíkurskóla og Frístund.



Undir þessum lið vék af fundi Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vegna vanhæfis kl. 16:00 og varaformaður, Kristján Guðmundsson, tók við fundarstjórn.





Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, en Hildur Ösp tók þátt í fundinum í gegnum Skype, kl. 16:05.



Skólastjóri Dalvíkurskóla fylgdi eftir tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir deild 04210 Dalvíkurskóla og deild 04280 Frístund.



Fjárhagsrammi Dalvíkurskóla: kr. 356.700.000. Óskað er eftir kr. 9.000.000 til viðbótar við fjárhagsramma.

Fjárhagsrammi Frístundar: kr. 7.648.000



Gísli og Hildur Ösp viku af fundi kl. 16:54.



b) Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir veitu- og hafnasvið.



Gunnþór kom inn á fundinn að nýju kl. 17:00 undir þessum lið og tók við fundarstjórn að nýju.



Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 17:00 , og fylgdi hann eftir tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir veitu- og hafnasvið.



Málaflokkur 41; Hafnasjóður, rekstur

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. -18.243.000

Málaflokkur 42; Hafnasjóður, fjárfestingar.

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. 16.000.000. Óskað er eftir viðbót við fjárhagsramma að upphæð kr. 4.000.000.

Málaflokkur 43; Vatnsveita, rekstur

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. -6.172.000

Málaflokkur 44; Vatnsveita, fjárfestingar.

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. 12.000.000

Málaflokkur 47; Hitaveita, rekstur

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. -13.677.000

Málaflokkur 48; Hitaveita, fjárfestingar.

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. 13.000.000

Málaflokkur 73; Fráveita, rekstur.

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. -16.364.000

Málaflokkur 74; Fráveita, fjárfestingar.

Fjárhagsrammi samþykktur í sveitarstjórn þann 16.06.2015 kr. 9.000.000.



Þorsteinn vék af fundi kl. 19:04.



Kristján vék af fundi til annarra starfa kl. 19:07.

Fundi slitið - kl. 19:26.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs