Byggðaráð

757. fundur 05. nóvember 2015 kl. 16:15 - 20:21 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Málefni Húsabakka

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Húsabakka ehf., Sigurjóna Ólöf Högnadóttir, og Elín Gísladóttir, stjórnarmaður í Húsabakka ehf., kl. 16:20,



Á 756. fundi byggðaráðs þann 29. október 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 740. fundi byggðaráðs þann 9. júlí 2015 var minnisblað sveitarstjóra og framkvæmdastjóra Húsabakka ehf. dagsett þann 8. júlí 2015 lagt fram til kynningar. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda inn erindi til ríkisins er varðar eignarhluta þess í byggingum á Húsabakka. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hefur verið aflað á milli funda. Lagt fram til kynningar. "



Til umræðu ofangreint.



Framkvæmdastjóri Húsabakka ehf. lagði fram samantekt til byggðaráðs, dagsett þann 5. nóvember 2015.



Auðunn Bjarni, Sigurjóna og Elín viku af fundi kl. 16:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda hluthafafundi Húsabakka ehf. erindi fyrir hönd byggðaráðs í samræmi við umræður á fundinum.

2.Frá 54. fundi menningarráðs; Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201510077Vakta málsnúmer

Á 54. fundi menningaráðs þann 28. október 2015 var eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á 775. fundi sínum að leggja til við menningaráð að koma þessu verkefni af stað árið 2016 með fyrstu áherslu á öflun munnlegra heimilda sem og gera heildstæða áætlun um verkefnið. Byggðaráð samþykkti einnig að leggja til við menningaráð að ofangreindu verkefni verði fundið svigrúm innan fjárhagsramma málaflokks 05 á árinu 2016.

Menningarráð telur ekki vera svigrúm innan fjárhagsramma ársins 2016 til að bæta þessu verkefni við þau verkefni sem nú þegar hafa verið ákveðin, nema að mjög litlu leyti. Ráðið telur einnig mikilvægt að skipuð verði ritnefnd og strax verði gengið frá því hver eigi að rita verkið þannig að heimildaöflun geti hafist. Ráðið telur verkefnið áhugavert en ítrekar að það þurfi að fylgja því aukið fjármagn. "

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða, á milli funda, ofangreint við fulltrúa menningaráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

3.Frá 273. fundi sveitarstjórnar þann 27.10.2015; Fjárhagsáætlun 2016-2019, á milli umræðna í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201505134Vakta málsnúmer

Á 273. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 27. október 2015 var starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019 tekin til fyrri umræðu og samþykkt var samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn og til byggðaráðs á milli umræðna.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., Ósk um kaup á Sigtúni, Grundargötu 1.

Málsnúmer 201510140Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Gísla, Eiríki og Helga ehf.,Kristínu A. Símonardóttur, dagsettur þann 30. október 2015, þar sem fram kemur að fyrirtækið óskað eftir kaupum á Sigtúni, Grundargötu 1, húsnæði sem undanfarin ár hefur hýst starfsemi Kaffihúss og Sögusetur Bakkabræðra. Einnig er óskað eftir kaupum á skúrbyggingu á baklóð. Fram kemur að áframhaldandi endurbætur munu fram fram á húsnæðinu og því sómi sýndur sem vera ber. Kaup á húseignunum mun ekki hafa áhrif á fyrirliggjandi samning um samstarf við Dalvíkurbyggð og Leikfélag Dalvíkur.



Kristín A. Símonardóttir óskar eftir að fá að mæta á næsta fund byggðráðs til frekari viðræðna og upplýsinga um ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Kristínu A. Símonardóttir um ofangreint erindi með tilliti til gildandi leigusamnings um Sigtún.

Það er vilji byggðaráðs að auglýsa eignina til sölu og óskar eftir verðmati á Sigtúni.

5.Frá Hildi Ösp Gylfadóttur; Uppsögn á starfi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Málsnúmer 201511012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hildi Ösp Gylfadóttur, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, rafpóstur dagsettur þann 19. október 2015, þar sem hún segir starfi sínu lausu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að auglýsa starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs laust til umsóknar.

Byggðaráð þakkar Hildi Ösp fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar.

6.Stöðumat janúar - september 2015.

Málsnúmer 201510057Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðumat stjórnenda Dalvíkurbyggðar hvað varðar starfs- og fjárhagsáætlun 2015, staða bókhalds janúar - september í samanburði við fjárhagsáætlun.
Byggðaráð felur sviðsstjóra að óska nánari skýringa á nokkrum atriðum.

Lagt fram til kynningar.

7.Vegna samruna Sp.Norðurlands og Landsbanka; Viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201509139Vakta málsnúmer

Á 748. fundi byggðaráðs þann 1. október 2015 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri og Jónas M. Pétursson, útibússtjóri á Dalvík. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf dagsett þann 18. september 2015 frá Landsbankanum til Dalvíkurbyggðar sem viðskiptavinar Sparisjóðs Norðurlands þar sem fram kemur að þann 4. september 2015 tók samruni Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands formlega gildi, eftir að hann var samþykktur af eftirlitsaðilum. Bankaráð Landsbankans samþykkti sama dag samrunann fyrir hönd bankans en áður hafði fundur stofnfjárhafa Sparisjóðsins veitt samþykki sitt. Fram kemur að sameinað fyrirtæki hefur verið rekið undir nafni Landsbankans frá og með mánudeginum 7. september 2015. Starfsmenn sjóðsins eru nú starfsmenn Landsbankans, allar eignir og skuldbindingar sparisjóðsins hafa runnið inn í bankann og hann tekið við rekstri allra útibúa sjóðsins. Til umræðu ofangreint. Arnar Páll og Jónas viku af fundi kl. 13:20.

Lagt fram til kynningar. Byggðaráð fagnar því að útibú verði áfram starfandi með óbreyttu sniði og störf haldist í sveitarfélaginu. Byggðaráð óskar Landsbankanum velfarnaðar með nýtt útibú í Dalvíkurbyggð. "

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að útibú Landsbankans á Dalvík verði viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar.

8.Frá Félagi íslenskra kraftamanna; Norðurlands Jakinn 2016

Málsnúmer 201510113Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagi íslenskra kraftamanna, rafpóstur dagsettur þann 27. október 2015, þar sem fram kemur að stefnt er á að halda aflraunamótið Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins daganna 15. - 17. ágúst 2016 víðsvegar um Norðurland.



Óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna þessa sem og vegna sjónvarpsþáttar sem gerður verður um keppnina.

Byggðaráð býður Norðurlands Jakann 2016 velkominn í Dalvíkurbyggð og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að finna svigrúm innan fjárhagsramma 2016, deild 21-50.

Fundi slitið - kl. 20:21.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs