Á 765. fundi byggðaráðs þann 21. janúar 2015 var eftirfarandi bókað:
"757. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað: "Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðumat stjórnenda Dalvíkurbyggðar hvað varðar starfs- og fjárhagsáætlun 2015, staða bókhalds janúar - september í samanburði við fjárhagsáætlun. Byggðaráð felur sviðsstjóra að óska nánari skýringa á nokkrum atriðum. Lagt fram til kynningar." Á fundinum voru til upplýsingar eftirfarandi gögn: Frá umsjónarmanni fasteigna; sundurliðun á viðhaldi í Sundskála Svarfdæla og Byggðasafninu Hvoli árið 2015. Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; sundurliðun á viðhaldi vatnsveitu, fráveitu og Hitaveitu Dalvíkur árið 2015. Upplýsingar um sundurliðun fjárfestinga fyrir málaflokka 44, 48 og 74 koma síðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um sundurliðun viðhalds og framkvæmda fyrir vatnsveitu, fráveitu,hitaveitu og hafnasjóð fyrir árið 2015.
Sveitarstjóri kom að nýju á fundinn undir þessum lið kl. 10:29.
Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:30.
Lagt fram til kynningar.