Frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., Ósk um kaup á Sigtúni, Grundargötu 1.

Málsnúmer 201510140

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 757. fundur - 05.11.2015

Tekinn fyrir rafpóstur frá Gísla, Eiríki og Helga ehf.,Kristínu A. Símonardóttur, dagsettur þann 30. október 2015, þar sem fram kemur að fyrirtækið óskað eftir kaupum á Sigtúni, Grundargötu 1, húsnæði sem undanfarin ár hefur hýst starfsemi Kaffihúss og Sögusetur Bakkabræðra. Einnig er óskað eftir kaupum á skúrbyggingu á baklóð. Fram kemur að áframhaldandi endurbætur munu fram fram á húsnæðinu og því sómi sýndur sem vera ber. Kaup á húseignunum mun ekki hafa áhrif á fyrirliggjandi samning um samstarf við Dalvíkurbyggð og Leikfélag Dalvíkur.



Kristín A. Símonardóttir óskar eftir að fá að mæta á næsta fund byggðráðs til frekari viðræðna og upplýsinga um ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Kristínu A. Símonardóttir um ofangreint erindi með tilliti til gildandi leigusamnings um Sigtún.

Það er vilji byggðaráðs að auglýsa eignina til sölu og óskar eftir verðmati á Sigtúni.

Byggðaráð - 763. fundur - 07.01.2016

Á 757. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2011 var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Kristínu A. Símonardóttir um ofangreint erindi með tilliti til gildandi leigusamnings um Sigtún. Það er vilji byggðaráðs að auglýsa eignina til sölu og óskar eftir verðmati á Sigtúni."



a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samkomulagi um riftun leigusamnings, dagsett þann 21. desember 2015, sem Kristín Aðalheiður Símonardóttir hefur undirritað f.h. Gísla, Eiríks og Helga ehf.



b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig tillaga að auglýsingu vegna sölu á Sigtúni, Grundargötu 1, sem og að fasteignasölunni Hvammi verði falið að auglýsa eignina til sölu.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að samkomulagi um riftun leigusamnings á milli Dalvíkurbyggðar og Gísla, Eiríks og Helga ehf. um húsnæðið við Grundargötu 1, eins og það liggur fyrir.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir en án allra kvaða, ásamt því að fela fasteignasölunni Hvammi að auglýsa eignina til sölu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilboðsfrestur verði til og með 31. janúar 2016.

Byggðaráð - 767. fundur - 04.02.2016

Formaður byggðaráðs kom inn á fundinn að nýju kl. 13:51 undir þessum lið og tók við fundarstjórn.



Á 763. fundi byggðaráðs þann 7. janúar 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað:

"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að samkomulagi um riftun leigusamnings á milli Dalvíkurbyggðar og Gísla, Eiríks og Helga ehf. um húsnæðið við Grundargötu 1, eins og það liggur fyrir.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir en án allra kvaða, ásamt því að fela fasteignasölunni Hvammi að auglýsa eignina til sölu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilboðsfrestur verði til og með 31. janúar 2016. "



Fyrir liggur að eitt kauptilboð barst í Grundargötu 1,frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., að upphæð kr. 12.200.000.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð að upphæð kr. 12.200.000 og samþykkir sölu á eigninni við Grundargötu 1, Sigtún.

Menningarráð - 56. fundur - 18.02.2016

Eins og fram hefur komið var Sigtún auglýst til sölu og kom eitt tilboð í eignina sem gengið var að. Lagt fram til kynningar.



Sviðsstjóra er falið að ræða við aðila um samstarfs- og afnotasamning milli Leikfélags Dalvíkur og Bakkabræðraseturs.