Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.
Á 762. fundi byggðaráðs þann 17. desember 2015 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Hugmynd að samkomulagi við Húsabakka ehf. var send til stjórnar Húsabakka í bréfi dagsettu þann 18. nóvember 2015. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafbréf dagsett þann 14. desember 2015 sem er svar Húsabakka ehf. við ofangreindu erindi Dalvíkurbyggðar. Fram kemur meðal annars að almennur hluthafafundur Húsabakka ehf. samþykkti að fela stjórn og framkvæmdarstjóra að ganga til samninga við Dalvíkurbyggð á grundvelli erindis frá 18/11 2015. Börkur Þór vék af fundi kl. 13:58. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að vinna drög að samkomulagi við Húsabakka ehf. Stefnt skuli að því að drögin verði tekin fyrir á fundi byggðaráðs 7. janúar 2016."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samkomulagi við Húsabakka ehf. um lok leigusamnings um húsnæði að Húsabakka, Svarfaðardal.
Í 5. gr. samkomulagsins kemur fram að samhliða lokum leigusamnings þessa skal fara fram uppgjör milli aðila á grundvelli 4. gr. leigusamningsins vegna varanlegra breytinga innandyra sem gerðar hafa verið með samþykki leigusala og leigutaki hefur greitt fyrir, sem og vegna lausafjár sbr. 10. gr. leigusamningsins, ef við á. Gert er ráð fyrir að með samkomulaginu fylgi skjal sem er tæmandi yfirlit yfir breytingar og endurbætur sem leigusali greiðir leigutaka fyrir, ásamt sundurliðun.
Börkur Þór og Þorsteinn kynntu yfirferð þeirra á þeim breytingum og endurbótum sem gerðar hafa verið á húsnæði Húsabakka á leigutíma og í drögum að fylgiskjali kemur fram mat þeirra á hvaða viðhaldsframkvæmdir falla undir skilgreiningu 4. gr. leigusamningsins og fjárhæðir.
Til umræðu ofangreint.
Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:22
Stefnt skuli að því að málið verði tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.