Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Uppgjör Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á rekstrargrundvelli

Málsnúmer 201512077

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 763. fundur - 07.01.2016

Tekið fyrir erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, bréf dagsett þann 17. desember 2015, þar sem fram kemur að á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í lok september s.l. kom fram að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefði frá yfirfærslu grunnskólans verið gerður upp bæði á rekstrar- og greiðslugrunni. Á rekstrargrunni hafa verið gerð upp þau framlög sjóðsins er byggja á lögbundnum framlögum frá ríki. Á greiðslugrunni hafa hins vegar verið gerð upp þau framlög sjóðsins er byggja á hlutdeild sjóðsins á álagningarstofni útsvars, þ.e. framlög vegna yfirfærsku grunnskólans og framlög vegna þjónustu við fatlað fólk þegar þau koma til.



Fram kemur að ákveðið var að færa uppgjör þeirra framlaga sjóðsins er tengjst yfirfærslunum báðum á rekstrargrunn til samræmis við færslu sveitarfélaganna á tekjum af staðgreiðslunni. Þetta hefur í för með sér að uppgjör framlaga sjóðsins til sveitarfélaganna vegna ársins 2015 mun ekki liggja fyrir hjá sjóðnum fyrr enn um mánaðarmótin janúar/febrúar 2016.
Lagt fram til kynningar.