Frá formanni byggðaráðs; Úttekt og samanburður á tekjum og þjónustu sveitarfélaga.

Málsnúmer 201507012

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 740. fundur - 09.07.2015

Gert var fundarhlé kl. 10:25 vegna skóflustungu viðbyggingar við Krílakot og fundið áframhaldið kl. 10:51.





Breytingar hafa verið gerðar á hitaveitumálum þannig að nú er greitt orkugjald í stað rúmmetragjalds. Lagt er til að tekið verði saman áhrif þessa fyrir notendur Hitaveitu Dalvíkur. Skoðað verði hver hitaveitugjöldin eru í samanburði við önnur sveitarfélög.



Einnig er lagt til að gerður verði samanburður á því hvað kostar að búa í Dalvíkurbyggð miðað við önnur sveitarfélög og hvert þjónustustigið er t.d. útgjöld til íþróttamál og fleira. Farið verði ofan í saumana á öllum gjöldum s.s. útsvari, fasteignagjöldum, lóðarleigu, veitugjöldum, sorphirðugjöldum, ÆskuRækt o.fl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að setja ofangreinda vinnu af stað í samræmi við umræður á fundinum en ætlunin er að nota þessa upplýsingar í vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019.

Byggðaráð - 745. fundur - 10.09.2015

Á 740. fundi byggðaráðs þann 9. júlí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Breytingar hafa verið gerðar á hitaveitumálum þannig að nú er greitt orkugjald í stað rúmmetragjalds. Lagt er til að tekið verði saman áhrif þessa fyrir notendur Hitaveitu Dalvíkur. Skoðað verði hver hitaveitugjöldin eru í samanburði við önnur sveitarfélög. Einnig er lagt til að gerður verði samanburður á því hvað kostar að búa í Dalvíkurbyggð miðað við önnur sveitarfélög og hvert þjónustustigið er t.d. útgjöld til íþróttamál og fleira. Farið verði ofan í saumana á öllum gjöldum s.s. útsvari, fasteignagjöldum, lóðarleigu, veitugjöldum, sorphirðugjöldum, ÆskuRækt o.fl.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að setja ofangreinda vinnu af stað í samræmi við umræður á fundinum en ætlunin er að nota þessa upplýsingar í vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá KPMG drög að lýsingu vegna mögulegs verkefnis ; úttekt og samanburður á tekjum og þjónustu sveitarfélaga, skipt í tvo áfanga og annars vegar unnið á tímabilinu september 2015 - október 2015 og hins vegar frá október 2015 til mars 2016. Kostnaður við áfanga eitt er áætlaður kr. 700.000 - kr. 1.000.000 án vsk og kostnaður við áfanga tvö er áætlaður kr. 1.900.000 til kr. 2.900.000 án vsk.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í áfanga 1 í samræmi við það sem fram kemur í drögum að lýsingu frá KPMG. Áfanga 2 og frekari vinnu er vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að finna svigrúm innan fjárhagsáætlunar 2015 fyrir áfanga 1.

Byggðaráð - 759. fundur - 19.11.2015

Á 745. fundi byggðaráðs þann 10. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 740. fundi byggðaráðs þann 9. júlí 2015 var eftirfarandi bókað: "Breytingar hafa verið gerðar á hitaveitumálum þannig að nú er greitt orkugjald í stað rúmmetragjalds. Lagt er til að tekið verði saman áhrif þessa fyrir notendur Hitaveitu Dalvíkur. Skoðað verði hver hitaveitugjöldin eru í samanburði við önnur sveitarfélög. Einnig er lagt til að gerður verði samanburður á því hvað kostar að búa í Dalvíkurbyggð miðað við önnur sveitarfélög og hvert þjónustustigið er t.d. útgjöld til íþróttamál og fleira. Farið verði ofan í saumana á öllum gjöldum s.s. útsvari, fasteignagjöldum, lóðarleigu, veitugjöldum, sorphirðugjöldum, ÆskuRækt o.fl. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að setja ofangreinda vinnu af stað í samræmi við umræður á fundinum en ætlunin er að nota þessa upplýsingar í vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá KPMG drög að lýsingu vegna mögulegs verkefnis ; úttekt og samanburður á tekjum og þjónustu sveitarfélaga, skipt í tvo áfanga og annars vegar unnið á tímabilinu september 2015 - október 2015 og hins vegar frá október 2015 til mars 2016. Kostnaður við áfanga eitt er áætlaður kr. 700.000 - kr. 1.000.000 án vsk og kostnaður við áfanga tvö er áætlaður kr. 1.900.000 til kr. 2.900.000 án vsk. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í áfanga 1 í samræmi við það sem fram kemur í drögum að lýsingu frá KPMG. Áfanga 2 og frekari vinnu er vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að finna svigrúm innan fjárhagsáætlunar 2015 fyrir áfanga 1. "



Upplýst var á fundinum að fyrir liggja frumdrög frá KPMG.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 763. fundur - 07.01.2016

Á 759. fundi byggðaráðs þann 20. nóvember 2015 var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í áfanga 1 í samræmi við það sem fram kemur í drögum að lýsingu frá KPMG. Áfanga 2 og frekari vinnu er vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að finna svigrúm innan fjárhagsáætlunar 2015 fyrir áfanga 1. Upplýst var á fundinum að fyrir liggja frumdrög frá KPMG. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi:

a) Skýrsla KPMG um greiningu og samanburð á tekjum og kostnaði sveitarfélaga, skil desember 2015, áfangi #1.

b) Tillaga frá KPMG um næstu skref hvað varðar áfanga #2.

Áfangi 2





Til umræðu ofangreint.
a) Rætt var um ferli kynningar á skýrslunni.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að áfanga #2 eins og hann liggur fyrir.

c) Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kynna næstu skref, áfanga #2, í framkvæmdastjórn.

Byggðaráð - 770. fundur - 10.03.2016

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð - 771. fundur - 17.03.2016

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs sveitarstjórnarmennirnir Valdís Guðbrandsdóttir, Valdemar Þór Viðarsson og Heiða Hilmarsdóttir, kl. 15:00.



Bókað í trúnaðarmálabók.



Byggðaráð - 774. fundur - 28.04.2016

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð - 827. fundur - 20.07.2017

Bókað í trúnaðarmálabók.