Málsnúmer 201707025Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 13:00.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi dagsett þann 18. júlí 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að fjölga stöðugildum á Krílakoti frá 1. september til 31. desember 2017. Fram kemur að fyrir liggi að mikið álag hefur verið á starfsfólki Krílakots í vetur. Kemur það til af of fáum stöðugildum, miklum veikindum starfsmanna og barna þeirra sem og að samruni tveggja stofnana í eina krefst vinnu og orku. Þetta sé niðurstaðan þrátt fyrir að í mars var samþykkt að auka um tvö tímabundin 100% stöðugildi vegna veikinda, nýja 90% stöðu þroskaþjálfa og að stöðuhlutfall fyrir nýjan deildarstjóra verði aukið úr 90% í 100%. Ein aðal ástæða þess að um undirmönnun er að ræða er fjölgun barngilda úr 117 árið 2016 í 135 árið 2017 og í grunninn er lengri dvalartími barna á deildum ástæða þess að barngildin hækka svo mikið. Veikindi á skólaárinu sem er að líða eru 2,5 stöðugildi vegna veikinda starfsmanna og barna þeirra. Óskað er eftir 3,65 nýjum stöðugildum í 4 mánuði og áætlaður kostnaður vegna þessa er 5,8 m.kr.
Til umræðu ofangreint.
Guðrún Halldóra vék af fundi kl. 08:45
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans Heiða Hilmarsdóttir mætti í hans stað.
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans Valdís Guðbrandsdóttir mætti í hans stað.
Þar sem bæði formaður og varaformaður eru fjarverandi þá var kosið úr hópi kjörinna fulltrúa hver á að stýra fundinum. Niðurstaðan var að Heiða Hilmarsdóttir stýrði fundinum.