Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 17. júlí 2017, þar sem fram kemur að eins fram hefur komið í fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum upp á síðkastið þá hafa nokkur sveitarfélög tekið þá ákvörðun að bjóða upp á ritföng, stílabækur og þess háttar nemendum að kostnaðarlausu. Sú viðmiðunartala sem sveitarfélög hafa verið að nota er 4500 kr. pr. nemenda sem gæti verið ca. 1.080.000 kr. fyrir hvert skólaár ef reiknað er með 240 nemendum í Dalvíkurbyggð.
Undirritaður óskar eftir því að þetta verði tekið fyrir í Byggðarráði til afgreiðslu þrátt fyrir að engin umræða hafi farið fram í fræðsluráði um þetta mál og að fyrirvari sé mjög stuttur þar sem stutt er í að næsta skólaár hefjist.
Til umræðu ofangreint.