Fræðsluráð

219. fundur 13. september 2017 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Þórunn Andrésdóttir varaformaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots, Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla og Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, sátu fundinn undir liðum 1-6.
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, sat fundinn undir liðum 1-7.
Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna, sat fundinn undir lið 1.
Þuríður Sigurðardóttir, fulltrúi starfsmanna leikskólanna, mætti ekki og enginn kom í hennar stað.

1.Skólanámskrár og starfsáætlanir skólaárið 2017-2018

Málsnúmer 201706109Vakta málsnúmer

Skólastjórar Krílakots, Dalvíkurskóla og Árskógarskóla lögðu fram og kynntu uppfærðar skólnámskrár og starfsáætlanir fyrir skólaárið 2017 - 2018.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi námskrár- og starfsáætlanir en fram kom ábending um að hnykkja betur á fjármálalæsi í skólanámskrá Dalvíkurskóla. Frekari vinna mun fara fram á Krílakoti í vetur við að endurskoða skólanámskrá og starfsáætlun en námskráin eins og hún er núna mun gilda þetta skólaár.
Freyr fór af fundi 8:45.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2018

Málsnúmer 201709045Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og skólastjórar Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Krílakots, kynntu þann hluta starfsáætlunar fræðslu- og menningarsviðs sem heyrir undir fræðsluráð. Sviðsstjóri kynnti drög að fjárhagsramma fyrir málaflokk 04 fyrir árið 2018.
Stjórnendur Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Krílakots gerðu grein fyrir starfsáætlunum og framkvæmdaáætlun sinna skóla. Umræður urðu um lóð Dalvíkurskóla, hönnun hennar og mikilvægi þess að frágangur lóðar skólans verði forgangsmál. Fjárhagsramminn fyrir málaflokk 04 lagður fram til kynningar.

3.Fjárhagslegt stöðumat - 04

Málsnúmer 201709049Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu fræðslusviðs eftir fyrstu sjö mánuði ársins 2017.
Lagt fram til kynningar.

4.2018 Gjaldskrá - Fræðslusvið

Málsnúmer 201709043Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri lagði fram tillögu að gjaldskrám fræðslusviðs ársins 2018. Tillagan felur í sér 1,003% hækkun á gjaldskrám ársins 2017.
Fræðsluráð samþykkir, með fimm atkvæðum, gjaldskrána fyrir árið 2018 þegar félagsheimilið Árskógur hefur verið tekið út úr gjaldskránni og skerpt hefur verið á ákvæði um afturvirka endurgreiðslu leikskólagjalda til foreldra í námi.

5.Endurgjaldslaus námsgögn fyrir grunnskólanemendur

Málsnúmer 201707024Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti afgreiðslu byggðaráðs á erindi sem skólastjóri Dalvíkurskóla sendi byggðaráði 17. júlí 2017 þess efnis að sveitarfélagið greiði ritföng, stílabækur og þess háttar fyrir grunnskólanemendur í sveitarfélaginu. Áætlaður kostnaður á hvern nemanda er 4.500 kr. á skólaárinu. Afgreiðsla byggðaráðs hljóðaði svo:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi til reynslu skólaárið 2017-2018 fyrir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla og Árskógarskóla á deildir 04210 og 04240 sem þessu nemur. Mætt með lækkun á handbæru fé".
Fræðsluráð fagnar samþykktinni og þakkar Gísla Bjarnasyni fyrir frumkvæði hans í málinu.

6.Ráðning sálfræðings í hlutastarf

Málsnúmer 201709026Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti afgreiðslu byggðaráðs frá fundi þess þann 7. september 2017 þar sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs lagði fram erindi um að ráðinn yrði sálfræðingur í 27,5% stöðu við fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar og félagsmálasvið. Erindið var samþykkt.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð fagnar því að ráðinn verði sálfræðingur að skólunum og leggur til að um aðgengi að þjónustu hans gildi sömu reglur og verið hefur um sálfræðiaðstoð við nemendur, þ.e. að beiðnir um þjónustu fari í gegnum Nemendaverndarráð skólanna.
Guðrún Halldóra, Gunnþór og Guðríður fóru af fundi klukkan 10:45.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201709050Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál bókað í trúnaðarmálabók.
Gísli fór af fundi klukkan 10:50.

8.Umsókn um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2017

Málsnúmer 201704088Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs þann 4. maí var tekin fyrir umsókn frá Háskólanum á Akureyri um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2017. Byggðaráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar í fræðsluráði.
Fræðsluráð hefur vilja til að bregðast jákvætt við erindinu og vísar málinu til byggðaráðs til endanlegrar afgreiðslu.

9.Sæplast - Námsgögn 1. bekkjar nemenda

Málsnúmer 201709042Vakta málsnúmer

Undanfarin ár hefur Sæplast Iceland ehf. gefið 1. bekkingum í Dalvíkurbyggð veglegar skólatöskur og ýmis námsgögn. Í ár gaf fyrirtækið skólatöskur og pennaveski til allra nemenda í 1. bekk í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð vill koma á framfæri þakklæti til Sæplast Iceland ehf. fyrir þessa veglegu gjöf sem skiptir heimilin í sveitarfélaginu miklu máli.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Þórunn Andrésdóttir varaformaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður fræðslu- og menningarsviðs