Málsnúmer 201707024Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri kynnti afgreiðslu byggðaráðs á erindi sem skólastjóri Dalvíkurskóla sendi byggðaráði 17. júlí 2017 þess efnis að sveitarfélagið greiði ritföng, stílabækur og þess háttar fyrir grunnskólanemendur í sveitarfélaginu. Áætlaður kostnaður á hvern nemanda er 4.500 kr. á skólaárinu. Afgreiðsla byggðaráðs hljóðaði svo:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi til reynslu skólaárið 2017-2018 fyrir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla og Árskógarskóla á deildir 04210 og 04240 sem þessu nemur. Mætt með lækkun á handbæru fé".
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, sat fundinn undir liðum 1-7.
Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna, sat fundinn undir lið 1.
Þuríður Sigurðardóttir, fulltrúi starfsmanna leikskólanna, mætti ekki og enginn kom í hennar stað.