Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðstjóra félagsmálasviðs; Ráðning sálfræðings í hlutastarf

Málsnúmer 201709026

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 13:00.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 5. september 2017, þar sem lagt er til að hafinn verði undirbúningur að ráðningu sálfræðings í samráði við HSN og Fjallabyggð í 100% stöðu.

HSN hefur lagt til við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð að auglýst verði 100% staða sálfræðings og að HSN útvegi skrifstofuaðstöðu, tölvu og aðgengi að öðrum sálfræðingum innan stofnunarinnar og að kostnaðarskiptingin verði HSN 45%, Dalvíkurbyggð 27,5% og Fjallabyggð 27,5%.

Áætlað er að kostnaður Dalvíkurbyggðar yrði um 2,5 m.kr. á ári.

Óskað er eftir kr. 2.000.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2017 til að ráða sálfræðing í 27,5% stöðu hjá Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka þátt í ofangreindu verkefni og ráðningu á sálfræðingi. Hvað varðar beiðni um viðauka þá er afgreiðslu frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um útfærslu.

Fræðsluráð - 219. fundur - 13.09.2017

Sviðsstjóri kynnti afgreiðslu byggðaráðs frá fundi þess þann 7. september 2017 þar sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs lagði fram erindi um að ráðinn yrði sálfræðingur í 27,5% stöðu við fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar og félagsmálasvið. Erindið var samþykkt.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð fagnar því að ráðinn verði sálfræðingur að skólunum og leggur til að um aðgengi að þjónustu hans gildi sömu reglur og verið hefur um sálfræðiaðstoð við nemendur, þ.e. að beiðnir um þjónustu fari í gegnum Nemendaverndarráð skólanna.
Guðrún Halldóra, Gunnþór og Guðríður fóru af fundi klukkan 10:45.

Fræðsluráð - 224. fundur - 14.03.2018

Með fundarboði fylgdi minnisblað frá Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs, sem varðar mögulega ráðningu sálfræðings til þjónustu við skólana í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð samþykkir með 4 atkvæðum að fela sviðsstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Guðrún Halldóra fór af fundi kl. 9:30