Byggðaráð

833. fundur 07. september 2017 kl. 12:00 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2017; Vinnuhópur vegna skilta og merkinga; tillögur

Málsnúmer 201602048Vakta málsnúmer

Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps vegna skilta og merkinga í sveitarfélaginu en vinnuhópurinn var settur á laggirnar af byggðaráð við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2020.
Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir góða vinnu."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að vinnuhópurinn uppfæri ofangreinda tillögu.

2.Fjárhagsáætlun; Frá Íslenska gámafélaginu ehf.; Varðar rafhleðslustöð og tengingu á henni

Málsnúmer 201702072Vakta málsnúmer

Á 826. fundi byggðaráðs þann 6. júlí 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 291. fundi umhverfisráðs þann 16. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
'Til umræðu innsent erindi frá Ísorku móttekið 15. febrúar 2017 vegna uppsetningar og tengingar á rafhleðslustöð sem sveitarfélaginu barst að gjöf frá Orkusölunni ehf.
Á 288. fundi umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þann 10. mars síðastliðinn var lagt til að setja hleðslustöðina á bílastæði vestan við Ráðhús Dalvíkurbyggðar. Eftir nánari skoðun er staðsetning talin hentugri við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóra falið að útfæra staðsetningu innan lóðar íþróttamiðstöðvarinnar í samráði við forstöðumann hennar. Ráðið bendir á að ekki var gert ráð fyrir fjármagni til uppsetningar á stöðinni í fjárhagsáætlun 2017. Samþykkt með fimm atkvæðum.'

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 5. júlí 2017, þar sem fram kemur að óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 800.000 vegna þessa verkefnis inn á lið 11410-4396, en tekið skal fram að ekki er séð að hægt verði að finna fjármagn í þetta verkefni annars staðar.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs m.t.t. staðsetningar og kostnaðar sem nú liggur fyrir. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erind til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu.

3.Fjárhagsáætlun; Frá Vistorku ehf,; Innviðir fyrir rafbíla - styrkur Orkusjóðs

Málsnúmer 201706015Vakta málsnúmer

Á 825. fundi byggðaráðs þann 15. júní 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var tekið fyrir erindi frá Vistorku, dagsett þann 29. maí 2017, til sveitarstjórnar sem tengjst umsókn Vistorku í Orkusjóði um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 13:32.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, mæti á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint.

Guðmundur kynnti fyrir ráðinu fyrirtækið Vistorku ehf. sem og vörur frá Vistorku notaðar til endurvinnslu. Einnig kynnti Guðmundur samstarfsverkefni við einn skóla á Akureyri, blævænginn. Vistorka sótti um styrk til Orkusjóðs fyrir Norðurland til að setja upp hraðhleðslustöðvar á Norðurlandi og fengu úthlutun upp á 26 milljónir. Rætt var um rafbíla og hleðslustöðvar á svæðinu. Í dag eru 3 stöðvar á Akureyri. Gert er ráð fyrir að sett verði upp ein millihleðslustöð í Dalvíkurbyggð.

Byggðarráð felur Berki Þór Ottóssyni, sviðsstjóra umhverfisog tæknisviðs í samvinnu við Guðmund Hauk Sigurðsson framkvæmdastjóra Vistorku að vera í samskiptum við Orku náttúrunnar að setja upp hraðhleðslustöð á Dalvík í stað millihleðslustöðvar. "

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu.

4.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Bjórböðunum ehf., Vegagerð að Bjórböðunum

Málsnúmer 201708022Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Bjórböðunum ehf. og Bruggsmiðjunni Kalda ehf., rafbréf dagsett þann 8. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að lokið verði við varanlega vegagerð að Bjórböðunum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð beinir því til umhverfisráðs að huga að því að setja ofangreinda vegagerð á framkvæmdaáætlun 2018.

5.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Herberti Hjálmarssyni og fleirum; endurnýjun og/eða viðhald á stoðvegg á lóðarmörkum við Hafnarbraut 16 og 18

Málsnúmer 201708036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

6.Fjárhagsáætlun 2017; Frá Láru Betty Harðardóttur og fleirum; Ósk um lagningu göngustígs úr Kotunum að vegi yfir Brimnesá

Málsnúmer 201608104Vakta málsnúmer

Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 281. fundi umhverfisráðs þann 16. september 2016 var eftirfarandi bókað:
'Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, Kára Brynjólfssyni, Láru Betty Harðardóttur og Skafta Brynjólfssyni, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem þau óska eftir því við sveitarfélagið að lagður verði göngustígur úr 'kotunum' yfir að nýgerðum vegi yfir Brimnesá. Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfiráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.
Ráðið getur ekki orðið við umræddri beiðni að svö stöddu, en vísar erindinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2018. Samþykkt með þremur atkvæðum. '
Byggðaráð tekur undir afgreiðslu umhverfisráðs en samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til umhverfisráðs að ofangreint erindi verði skoðað í tengslum við heildarskoðun á skipulagi á göngustígum í sveitarfélaginu."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu sem og tímasetta langtímaáætlun um gerð göngustíga og gangstétta í sveitarfélaginu með kostnaðaráætlun.

7.Fjárhagsáætlun 2017; Frá Trausta Þorsteinssyni; Vegur að Framnesi

Málsnúmer 201608088Vakta málsnúmer

Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað:

Á 282. fundi umhverfisráðs þann 20. september 2016 var eftirfarandi bókað:

'Tekið fyrir erindi frá Trausta Þorsteinssyni, dagsett þann 25. ágúst 2016, þar sem vakin er athygli á ástandi vegar að Framnesi sem og að huga þurfi að koma í veg fyrir landbrot á svæðinu.
Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísa til umhverfisráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.
Á 281. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað.
Umhverfisráð samþykkir að gerðar verði lagfæringar á veginum að Framnesi og felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.
Samþykkið er gert með fyrirvara um að legu veganna á svæðinu verði ekki breytt í tengslum við umferðaöryggisáætlun.
Samþykkt með þremur atkvæðum'.
Byggðaráð vekur athygli umhverfisráðs á að ef ofangreind afgreiðsla umhverfisráð er tillaga til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020 þá er ekki hægt að afgreiða og samþykkja einstakar tillögur. Frumvarp að fjárhagsáætlun sem byggðaráð afgreiðir frá sér til sveitarstjórnar hverju sinni er tekið til umfjöllunar og afgreiðslu í heild sinni.

Lagt fram til kynningar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu.

8.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Stefáni Friðgeirssyni og fleirum; Varðar bundið slitlag á heimreið að Melum og að Dalbæ.

Málsnúmer 201708092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá húseigendum að Melum og Karlsrauðatorgi 21, dagsett þann 3. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að lagt verði bundið slitlag á heimæð að Melum og Dalbæ.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu.

9.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur og Ara Jóni Kjartanssyni; Kantsteinar og sandfok

Málsnúmer 201708068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur og Ara Jóni Kjartanssyni, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst 2017, er varðar kantsteina í Grundargötu og Sandskeiði. Einnig óska þau eftir að fundin verði varanleg lausn á sandfoki úr fjörunni við Grundargötu 15.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

10.Fjárhagsáætlun; Frá framkvæmdastjórn Fiskidagsins mikla; Uppfylling á lóð Samherja fyrir neðan kaupfélagsbakkann

Málsnúmer 201704091Vakta málsnúmer

Á 820. fundi byggðaráðs þann 4. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 12:25

Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla Júlíusi Júlíusarsyni dags. 15.12.2016 þar sem óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar við að búa til stalla eða sæti í brekkuna neðan við kaupfélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn Fiskidagsins mikla dags. 13.04.2017 sem fjallar um sama erindi. Einnig var lagt fram bréf frá Gesti Geirssyni fyrir hönd Samherja sem gefur leyfi fyrir þessari framkvæmd en samþykkið felur ekki í sér neinar fjárhagsskuldbindingar af hálfu Samherja.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu og frekari útfærslu hjá umhverfissráði."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

11.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar; Ósk um viðræður vegna viðbyggingar við Stekkjarhús

Málsnúmer 201702092Vakta málsnúmer

Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 814. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
'Undir þessum lið kom á fund Atli Þór Friðriksson fyrir hönd Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar, kl. 13:00. Á 813. fundi byggðaráðs þann 2. mars 2017 var eftirfarandi bókað: 'Tekið fyrir erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðarafréttar, dagsett þann 5. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir viðræðum um framtíð Stekkjarhús. Fram kemur m.a. að árið 2011 var gerður samningur milli Gangnamannafélagsins og sveitarfélagsins þess efnis að félagið sæi um viðhald og rekstur á húsinu og hefur því verið sinnt af félagsmönnum. Með auknum fjölda ferðamanna undanfarin ár og þá sérstaklega göngu og fjallafólks hefur notkun á húsinu aukist. Hugmynd félagsins er að reist verði viðbygging við norðvestur hlið hússins. Gerð hefur verið efniskostnaðaráætlun sem hljóðar upp á um kr. 2.200.000. Hugmynd félagsins er að sveitarfélagið leggi til 50% af efniskostnaði og Gangnamannafélagið greiði hin 50% og að auki munu félagsmenn Gangnamannafélagsins leggja til alla vinnu, verkfæri og önnur tæki sem til þarf við framkvæmdina. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Gangnamannafélagsins á fund.' Til umræðu ofangreint. Atli Þór vék af fundi kl. 13:16.
Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar þar sem óskað var eftir frekari upplýsingum frá Gangnamannafélaginu. '

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársuppgjör Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar fyrir árið 2016.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2018 og 2019-2021.
Byggðaráð tekur jákvætt í málið en vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar 2018."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

12.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Guðmundi Geir Jónssyni og fleirum; fjallgirðing á Árskógsströnd

Málsnúmer 201708041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Geir Jónssyni, Freydísi Ingu Bóasdóttur, Jónasi Þór Leifssyni og Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 17. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjármagni frá Dalvíkurbyggð til að viðhalda fjallgirðingum á Árskógsströnd.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar landbúnaðarráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

13.Fjárhagsáætlun; Frá Markaðsstofu Norðurlands;Erindi til sveitarstjóra frá flugklasanum Air66

Málsnúmer 201703134Vakta málsnúmer

Á 817. fundi byggðaráðs þann 6. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, bréf dagsett þann 29. mars 2017, þar sem óskað er eftir áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins með þátttöku í flugklasanum Air 66N til að fjármagna starf verkefnastjóra með framlagi sem nemur kr. 300 á hvern íbúa í árí í 2 ár, árin 2018-2019.

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar atvinnumála- og kynningaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

14.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Birni Daníelssyni og fleirum; Varðar vegi í Laugahlíðarhverfi í Svarfaðardal.

Málsnúmer 201708091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúum í Laugarhlíðarhverfi í Svarfaðardal, dagsett þann 27. ágúst 2017, þar sem þess er óskað að vegir upp í hverfið verði lagfærðir, sett verði bundið slitlag ásamt lýsingu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.
Byggðaráð óskar jafnframt eftir heildstæðri áætlun hvað varðar nýframkvæmdir og viðhald gatna, tímasett áætlun ásamt kostnaðaráætlun þar sem framkvæmdum er forgangsraðað.

15.Fjárhagsáætlun; Frá Whales Hauganes ehf.; Erindi vegna flotbryggju á Hauganesi

Málsnúmer 201707003Vakta málsnúmer

Á 64. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað:

"Með rafpósti sem dagsettur er 3. júlí 2017, óskar Whales Hauganes ehf. eftir því að fá flotbryggju í höfnina á Hauganesi fyrir tímabilið apríl 2018

Í rafpóstinum kemur fram að það þarf að byrja á því að kanna dýpið og ákveða staðsetningu og lengd bryggjunnar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

16.Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021

Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer

Til viðbótar þeim erindum sem hafa verið tekin fyrir vegna fjárhagsáætunar þá er minnt á neðangreindar afgreiðslur:

1)
201504045 - Málefni er varðar sölu og leigu á Félagslegum íbúðum: vinnuhópur



b) Hvað varðar Víkurröst þá er spurning hvort hægt væri að markaðssetja húsið og ná fram meiri nýtingu með því að gera húsið að Frístundahúsi. Hvað með t.d. klifurvegginn, nýtingu og ábyrgð á honum? Hægt er að skoða að markaðssetja afþreyingarpakka; t.d. golfhermir, klifurveggur. Vísað er til íþrótta- og æskulýðsráðs að haldið verði áfram með vinnu vinnuhóps um Frístundahús og eftirfarandi er hugmynd að vinnuhópi; íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður barna- og unglingaráðs Golfklúbbsins, upplýsingafulltrúi ‚ einn aðili t.d. úr ferðaþjónustunni, s.s. starfsmaður frá Bergmönnum vegna tengingar við ferðaþjónustu og klifur.





2)



Bókun og afgreiðsla byggðaráðs þann 20.10.2016 er varðar framkvæmdir frá umhverfis- og tæknisviði:









Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við veginn að Framnesi sem og framkvæmdum  á frístundasvæðinu á Hamri.  Vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021.  





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja um sjóvörn til ríkisins vegna vegar að Framnesi.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kr. 4.209.000 sem eftir standa fari þá í gatnakerfi og/eða gangstéttar þar sem brýnast er talin þörf á.     






1) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.
2) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

17.Frá Eyþingi; fundargerð stjórnar nr. 298

Málsnúmer 201701030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 298 frá 22. ágúst 2017.
Lagt fram til kynningar.

18.Fjárhagsáætlun 2018; Frá framkvæmdastjórn Fiskidagsins mikla; Hækkun á framlagi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201708083Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:39 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá stjórn Fiksidagsins mikla, ódagsett en mótttekið þann 29. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir hækkun á framlagi Dalvíkurbyggðar til Fiskidagsins mikla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við gerð fjárhagsáætlunar 2018 að beinn styrkur verði hækkaður úr 3,5 m.kr. og í 5,5 m.kr.

19.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Golfklúbbnum Hamar; aukið fjárframlag

Málsnúmer 201709012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir auknu fjárframlagi til nokkurra verkefna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfisráðs vegna skipulagsmála og að ráðin komi með tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

20.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðstjóra félagsmálasviðs; Ráðning sálfræðings í hlutastarf

Málsnúmer 201709026Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 13:00.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 5. september 2017, þar sem lagt er til að hafinn verði undirbúningur að ráðningu sálfræðings í samráði við HSN og Fjallabyggð í 100% stöðu.

HSN hefur lagt til við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð að auglýst verði 100% staða sálfræðings og að HSN útvegi skrifstofuaðstöðu, tölvu og aðgengi að öðrum sálfræðingum innan stofnunarinnar og að kostnaðarskiptingin verði HSN 45%, Dalvíkurbyggð 27,5% og Fjallabyggð 27,5%.

Áætlað er að kostnaður Dalvíkurbyggðar yrði um 2,5 m.kr. á ári.

Óskað er eftir kr. 2.000.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2017 til að ráða sálfræðing í 27,5% stöðu hjá Dalvíkurbyggð.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka þátt í ofangreindu verkefni og ráðningu á sálfræðingi. Hvað varðar beiðni um viðauka þá er afgreiðslu frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um útfærslu.

21.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201709036Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

22.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201709025Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

Hlynur vék af fundi kl. 13:48.

23.Fjárhagsáætlun; Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201510077Vakta málsnúmer

Á 823. fundi byggðaráðs þann 1. júní 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað:

'Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: 'Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017.' Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með fyrirmynd að erindisbréfi fyrir væntanlega ritnefnd.'

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ritnefndina.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Jóhann Antonsson og menningaráð á fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint verkefni."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá Jóhann Antonsson á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri.

24.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Ragnari Þ. Þóroddssyni; Málverkasafn Brimars

Málsnúmer 201707021Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, dagsettur þann 16. júlí 2017, þar sem vakin er athygli á listaverkasafni JSBrimars í eigu Dalvíkurbyggðar og því beint til sveitarfélagsins að það setji fjármagn í "Listasafn Dalvíkurbyggðar".
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu til byggðaráðs að afgreiðslu.

25.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Dalvíkurkirkju; styrkur á móti fasteignagjöldum.

Málsnúmer 201709008Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Dalvíkurkirkju um styrk á móti fasteignagjöldum vegna ársins 2018 vegna safnaðarheimilis, móttekin 1. september 2017.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til fjárhagsáætlunargerðar 2018.

26.Fjárhagsáætlun 2017; Frá Gísla, Eiríki og Helga ehf; Sigtún og Ungó.

Málsnúmer 201609017Vakta málsnúmer

Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið.

Á 58. fundi byggðaráðs þann 27. september 2016 var eftirfarandi bókað:
'Með fundarboði liggur fyrir tvíþætt beiðni frá forsvarsmönnum Kaffihússins Bakkabræðra. Endurnýjun á salernisaðstöðu í Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra og að settur verði sýningargluggi á vegginn úr setustofu á 2. hæð kaffihússins yfir í rýmið þar sem sýningarvélarnar í Ungó standa.
Beiðni um endurnýjun á klósettaðstöðu í Ungó. Niðurstaðan menningarráðs er að endurnýjunar á klósettaðstöðu sé þörf. Lagt er til að eignarsjóður leggi fram kostnaðaráætlun vegna viðhalds og endurnýjunar á klósettaðstöðu og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Hvað varðar beiðni Kaffihússins með sýningarglugga inn í rými þar sem nú eru sýningarvélar í Ungó, er Menningarráð hlynnt því að skoða þessa hugmynd og leggur til að eignasjóði verði falið að vinna ítarlega kostnaðaráætlun og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.'
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríkar og Helga ehf. á fund."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Leikfélags Dalvíkur á fund sem og að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. á fund.
Byggðaráð óskar eftir að fá áætlun frá Eignasjóði um kostnað vegna endurnýjunar á klósettaðstöðu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingafulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf.

27.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., snyrting í Ungó og gluggi

Málsnúmer 201709004Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsett þann 1. september 2017, þar sem minnt er á ofangreint erindi frá árinu 2016 vegna fjárhagsáætlunar 2017.
Sjá lið 8 hér að ofan.

28.Heimsóknir byggðaráðs í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar; Víkurröst- Félagsmiðstöð, Tónlistarskólinn á Tröllaskaga, Símey, kl. 12:00

Málsnúmer 201510117Vakta málsnúmer

Byggðaráð fór ásamt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í Víkurröst til að skoða húsnæði Félagsmiðstöðvar, Tónlistarskólans á Tröllaskaga og SÍMEY eftir breytingar sem og kynna sér starfsemina.

Eftirtalin tóku á móti byggðaráði:
Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT.
Svanfríður Inga Jónasdóttir, verkefnastjóri/ráðgjafi hjá SÍMEY
Lagt fram til kynningar.

29.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201709001Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn UMFS, dagsett þann 30. ágúst 2017, er varðar uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík, en stjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning og framkvæmdir á endurbyggingu á íþróttasvæði félagsins á næsta ári.
Samþykkt stjórnar UMFS byggir á aðkomu Dalvíkurbygðar um fjármögnun á framkvæmdakostnaði og árlegs rekstrarstyrks til að reka svæðið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og til umhverfisráðs hvað varðar skipulagsmál og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

30.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Blakfélaginu Rimum; aukið framlag vegna strandblaksvallar

Málsnúmer 201709013Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Blakfélaginu Rimum, ódagsett, þar sem óskað er eftir auka fjárveitingu vegna uppbyggingar á strandblakvelli í Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

31.Fjárhagsáætlun 2017; Frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, umsókn um styrk

Málsnúmer 201608108Vakta málsnúmer

Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað:
"Á 283. fundi umhverfisráðs þann 14. október 2016 var eftirfarandi bókað:
'Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.
Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskað eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.
Á 281 fundi umhverfisráðs var afgreiðslu frestað og sviðsstjóra falið að kalla forsvarmenn/fulltrúa frá mótorsportfélagi Dalvíkur til fundar með ráðinu.
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningasviðs ásamt formanni umhverfisráðs funduðu með forsvarmönnum félagsins 13.10.2016 og minnisblað frá þeim fundi til umræðu á fundinum.Minnisblað lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað þar til afmörkun svæðisins berst frá Mótorsportfélagi Dalvíkur.
Samþykkt með fimm atkvæðum.'
Lagt fram til kynningar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs vegna skipulagsmála og óskar eftir tillögu að afgreiðslu.

32.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Björgunarsveitinni á Dalvík; umsókn um áframhaldandi styrk

Málsnúmer 201708076Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 14:34.

Tekið fyrir erindi frá Björgunarsveitinni á Dalvík, dagsett þann 28. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi og áframhaldandi styrk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

33.Fjárhagsáætlun 2018; Frá íbúasamtökum á Árskógssandi; göngustígur á Árskógssandi

Málsnúmer 201709006Vakta málsnúmer

Kritján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:39.

Tekið fyrir erindi frá Íbúasamtökunum á Árskógssandi, dagsett þann 1. september 2018, þar sem óskað er eftir fjárveitingu í gerð göngustígs með lýsingu og gróðursetningu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í umhverfisráði og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

34.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Dóróþeu Guðrúnu Reimarsdóttur; umhverfismál

Málsnúmer 201709003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Dóróþeu Guðrúnu Reimardóttur, dagsett þann 31. ágúst 2017, þar sem bent er á og minnt á nokkur umhverfismál; svæðið við enda Grundargötu, umhirða meðfram gangstígum sem liggja frá Böggvisbraut að Íþróttamiðstöð, erindi frá íbúum Túnahverfis haustið 2015.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu.

35.Fjárhagsáætlun 2018; Frá Hafþóri Gunnarssyni; frágangur á svæðum í kringum lóð

Málsnúmer 201709007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hafþóri Gunnarssyni, rafpóstur dagsettur þann 31. ágúst 2017, er varðar frágang og umhirðu á svæðum er liggja að lóð hans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu að afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs