Málsnúmer 201709026Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 13:00.
Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 5. september 2017, þar sem lagt er til að hafinn verði undirbúningur að ráðningu sálfræðings í samráði við HSN og Fjallabyggð í 100% stöðu.
HSN hefur lagt til við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð að auglýst verði 100% staða sálfræðings og að HSN útvegi skrifstofuaðstöðu, tölvu og aðgengi að öðrum sálfræðingum innan stofnunarinnar og að kostnaðarskiptingin verði HSN 45%, Dalvíkurbyggð 27,5% og Fjallabyggð 27,5%.
Áætlað er að kostnaður Dalvíkurbyggðar yrði um 2,5 m.kr. á ári.
Óskað er eftir kr. 2.000.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2017 til að ráða sálfræðing í 27,5% stöðu hjá Dalvíkurbyggð.
Til umræðu ofangreint.