Fjárhagsáætlun 2018; Frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., snyrting í Ungó og gluggi

Málsnúmer 201709004

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsett þann 1. september 2017, þar sem minnt er á ofangreint erindi frá árinu 2016 vegna fjárhagsáætlunar 2017.
Sjá lið 8 hér að ofan.

Byggðaráð - 839. fundur - 12.10.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 13:00.

Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 samþykkti byggðaráð eftirfarandi:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Leikfélags Dalvíkur á fund sem og að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. á fund.
Byggðaráð óskar eftir að fá áætlun frá Eignasjóði um kostnað vegna endurnýjunar á klósettaðstöðu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingafulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf."

Fulltrúar Leikfélags Dalvíkur komu á fund byggðaráðs 14. september s.l.

Tekinn fyrir rafpóstur frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsettur þann 1. september 2017, þar sem fram kemur að óskað er eftir að tekið verði tillit til eftirfarandi tillagna vegna fjárhagsáætlunar 2018. Um er að ræða sömu tillögur og árið áður, sbr. málsnr. 201609017.

Tillögur frá forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf.;
1. Farið verði í endurnýjun snyrtinga í andyri Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra. Undirrituð lýsa sig tilbúin til þátttöku í kostnaði/vinnu gegn áframhaldandi samningi um afnot af andyri/snyrtingum.


2. Undirrituð hafa áður viðrað hugmyndir um að búa til glugga milli sýningarrýmis Ungo (bíósýningarsals) yfir í setustofu Bakkabræðra á efri hæð kaffihúss Bakkabræðra. Óskað er eftir þvi að farið verði í þessa framkvæmd og eru untirrituð tilbúin til viðræðna um útfærslu og þáttöku í kostnaði.

Til umræðu ofangreint.

Kristín Aðalheiður, Bjarni, Ingvar, Börkur Þór og Hlynur viku af fundi kl.13:40.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að funda með forsvarmönnum Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. og ræða meðal annars nýtingu á Ungó og samningamál.

Byggðaráð - 844. fundur - 09.11.2017

Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum lið, kl. 13:23.

Á 839. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 13:00. Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 samþykkti byggðaráð eftirfarandi: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Leikfélags Dalvíkur á fund sem og að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. á fund. Byggðaráð óskar eftir að fá áætlun frá Eignasjóði um kostnað vegna endurnýjunar á klósettaðstöðu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingafulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf." Fulltrúar Leikfélags Dalvíkur komu á fund byggðaráðs 14. september s.l. Tekinn fyrir rafpóstur frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsettur þann 1. september 2017, þar sem fram kemur að óskað er eftir að tekið verði tillit til eftirfarandi tillagna vegna fjárhagsáætlunar 2018. Um er að ræða sömu tillögur og árið áður, sbr. málsnr. 201609017. Tillögur frá forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf.; 1. Farið verði í endurnýjun snyrtinga í andyri Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra. Undirrituð lýsa sig tilbúin til þátttöku í kostnaði/vinnu gegn áframhaldandi samningi um afnot af andyri/snyrtingum. 2. Undirrituð hafa áður viðrað hugmyndir um að búa til glugga milli sýningarrýmis Ungo (bíósýningarsals) yfir í setustofu Bakkabræðra á efri hæð kaffihúss Bakkabræðra. Óskað er eftir þvi að farið verði í þessa framkvæmd og eru untirrituð tilbúin til viðræðna um útfærslu og þáttöku í kostnaði. Til umræðu ofangreint. Kristín Aðalheiður, Bjarni, Ingvar, Börkur Þór og Hlynur viku af fundi kl.13:40.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að funda með forsvarmönnum Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. og ræða meðal annars nýtingu á Ungó og samningamál."

Sveitarstjóri og sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerðu grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leggja fyrir byggðaráð drög að auglýsingu varðandi útleigu á Ungó utan starfstíma Leikfélags Dalvíkur sem og drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur og drög að samningi við mögulegan leigutaka að Ungó fyrir utan starfstíma Leikfélagsins.

Byggðaráð - 846. fundur - 23.11.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl.13:00.

Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leggja fyrir byggðaráð drög að auglýsingu varðandi útleigu á Ungó utan starfstíma Leikfélags Dalvíkur sem og drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur og drög að samningi við mögulegan leigutaka að Ungó fyrir utan starfstíma Leikfélagsins."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að auglýsingu og drög að samningi um útleigu á Ungó við Leikfélag Dalvíkur.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur vék af fundi kl. 13:34.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að ofangreindri auglýsingu með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Byggðaráð - 850. fundur - 04.01.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:46.

Á 846. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leggja fyrir byggðaráð drög að auglýsingu varðandi útleigu á Ungó utan starfstíma Leikfélags Dalvíkur sem og drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur og drög að samningi við mögulegan leigutaka að Ungó fyrir utan starfstíma Leikfélagsins. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að auglýsingu og drög að samningi um útleigu á Ungó við Leikfélag Dalvíkur. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að ofangreindri auglýsingu með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum."

Tilboðsfrestur varðandi rekstur á Ungó frá 1. maí til 30. september 2018 var til og með 15. desember s.l., sbr. auglýsing á vef sveitarfélagsins
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/tilbod-i-rekstur-a-ungo-fra-1-mai-til-30-september-2018

Eitt tilboð barst og er það frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., Kaffihúsi Bakkabræðra, dagsett þann 12. desember 2017.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur vék af fundi kl. 14:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum og fá svör og upplýsingar frá Leikfélagi Dalvíkur og forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf.

Byggðaráð - 853. fundur - 25.01.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Á 850. fundi byggðaráðs var m.a. eftirfarandi samþykkt og bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum og fá svör og upplýsingar frá Leikfélagi Dalvíkur og forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsettur þann 19. janúar 2018, þar sem fram kemur fyrirtækið býður kr. 30.000 á mánuði í leigu vegna Ungó og er tilbúið að endurskoða þá upphæð eftir fyrsta sumarið, ef um framhald verður að ræða, þegar reynsla er komin á þetta verkefni.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Leikfélags Dalvíkur þar sem fram kom að félagið er ekki tilbúið að gefa eftir októbermánuð.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur vék af fundi kl. 13:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að gera samkomulag við Gísla, Eirík og Helga ehf. þar sem leiguverðið á mánuði verði kr. 30.000 fyrir utan rafmagn og hita. Byggðaráð undirstrikar að um tilraun er að ræða árið 2018.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að forsenda samnings við Gísla, Eirík og Helga ehf. er að fyrir liggi skriflegt samkomulag á milli Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. um möguleg afnot af búnaði og eignum leikfélagsins.
Drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Gísla, Eiríks og Helga ehf. komi síðan fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.

Byggðaráð - 869. fundur - 22.06.2018

Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað;

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að gera samkomulag við Gísla, Eirík og Helga ehf. þar sem leiguverðið á mánuði verði kr. 30.000 fyrir utan rafmagn og hita. Byggðaráð undirstrikar að um tilraun er að ræða árið 2018. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að forsenda samnings við Gísla, Eirík og Helga ehf. er að fyrir liggi skriflegt samkomulag á milli Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. um möguleg afnot af búnaði og eignum leikfélagsins. Drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Gísla, Eiríks og Helga ehf. komi síðan fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritaður samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Gísla, Eiríks og Helga ehf. um afnot, umráð og útleigu á menningarhúsinu Ungó. Samningstíminn er frá 17. maí 2018 og til og með 30. september 2018, dagsettur þann 18. febrúar 2018.
Lagt fram til kynningar.