Málsnúmer 201703138Vakta málsnúmer
Á 299. fundi sveitarstjórnar þann 16. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir rafpóstur frá Brú lífeyrissjóði, dagsettur þann 4. janúar 2018, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að uppgjöri fyrir sveitarfélagið vegna breytinga á A-deildinni. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggðar fari yfir drögin og komi með ábendingar og athugasemdir. Samkvæmt uppgjörsdrögunum þarf Dalvíkurbyggð að greiða um 62,9 m.kr. í jafnvægissjóð, um 190,9 m.kr. í lífeyrisaukasjóð, og um 20,5 m.kr í varúðarsjóð, eða alls um 274 m.kr. Greiðslur eiga að berast eigi síðar en 31. janúar 2018. Einnig liggja fyrir drög að uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar, sem slitið var árið 2007. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð lýsir furðu sinni á skömmum afgreiðslufresti Brúar lífeyrissjóðs en uppgjörinu og stjórnsýslulegri meðferð skal vera lokið eigi síðar en 31. janúar 2018." Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu: „Sveitarstjórn felur byggðaráði heimild til fullnaðarafgreiðslu á uppgjöri sveitarfélagsins við Brú lífeyrissjóð og uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar við Brú lífeyrissjóð. Jafnframt felur sveitarstjórn byggðaráði heimild til fullnaðarafgreiðslu vegna lántöku allt að 214.500.000,- til að mæta þessu uppgjöri fyrir 15. febrúar 2018.“
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar."
Til upplýsingar:
a) Sveitarfélagið hefur fengið sent gögn sem eru forsendur að uppgjörinu.
b) Hlutdeild Dalvikurbyggðar í uppgjöri vegna Hafnasamlag Eyjafjarðar, er 63,49% eða kr. 506.081.
c) Sótt hefur verið um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að forsenda samnings við Gísla, Eirík og Helga ehf. er að fyrir liggi skriflegt samkomulag á milli Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. um möguleg afnot af búnaði og eignum leikfélagsins.
Drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Gísla, Eiríks og Helga ehf. komi síðan fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.