Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.
Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Bára Höskuldsdóttir víkur af fundi kl. 14:07 vegna vanhæfis. Á 25. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Agnesar Önnu Sigurðardóttur, fyrir hönd Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 og Dalvíkurbyggðar, móttekin þann 5. september 2016. Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í umsóknina en frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.' Á 28. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu fram að næsta fundi."
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Bjórböðin ehf. Heildarupphæð þriggja ára samnings er kr. 7.755.971. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögunum og afgreiðslunni til byggðaráðs. Bára Höskuldsdóttir kemur aftur inn á fund kl. 14:18."
Til umræðu ofangreint.