Umsókn um gerð Hvatasamnings

Málsnúmer 201609031

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 21. fundur - 14.09.2016

Bára Höskuldsdóttir vék af fundi kl. 15:15 undir þessum lið vegna vanhæfis.



Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Agnesar Önnu Sigurðardóttur, fyrir hönd Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 og Dalvíkurbyggðar, móttekin þann 5. september 2016.



Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í umsóknina en frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Atvinnumála- og kynningarráð - 25. fundur - 03.05.2017

Á 21. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað:



" Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Agnesar Önnu Sigurðardóttur, fyrir hönd Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 og Dalvíkurbyggðar, móttekin þann 5. september 2016.

Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í umsóknina en frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir. "
Upplýsingafulltrúi upplýsir um stöðu málsins.

Atvinnumála- og kynningarráð - 30. fundur - 17.01.2018

Bára Höskuldsdóttir víkur af fundi kl. 14:07 vegna vanhæfis.

Á 25. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:

,,Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Agnesar Önnu Sigurðardóttur, fyrir hönd Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 og Dalvíkurbyggðar, móttekin þann 5. september 2016.
Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í umsóknina en frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.'


Á 28. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:

,,Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu fram að næsta fundi."
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Bjórböðin ehf.

Heildarupphæð þriggja ára samnings er kr. 7.755.971.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögunum og afgreiðslunni til byggðaráðs.

Bára Höskuldsdóttir kemur aftur inn á fund kl. 14:18.

Byggðaráð - 853. fundur - 25.01.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.

Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Bára Höskuldsdóttir víkur af fundi kl. 14:07 vegna vanhæfis. Á 25. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Agnesar Önnu Sigurðardóttur, fyrir hönd Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 og Dalvíkurbyggðar, móttekin þann 5. september 2016. Atvinnumála- og kynningarráð tekur jákvætt í umsóknina en frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.' Á 28. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu fram að næsta fundi."
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Bjórböðin ehf. Heildarupphæð þriggja ára samnings er kr. 7.755.971. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögunum og afgreiðslunni til byggðaráðs. Bára Höskuldsdóttir kemur aftur inn á fund kl. 14:18."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og felur upplýsingafulltrúa að ganga frá samningsdrögum og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.

Byggðaráð - 855. fundur - 08.02.2018

Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:

"Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Bjórböðin ehf. Heildarupphæð þriggja ára samnings er kr. 7.755.971. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögunum og afgreiðslunni til byggðaráðs.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og felur upplýsingafulltrúa að ganga frá samningsdrögum og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög til umfjöllunar og afgreiðslu á milli Dalvíkurbyggðar og Bjórböðin ehf. sem er hvatasamningur til 3ja ára og heildar styrkfjárhæðin er kr. 7.755.971, fyrst kr. 4.123.600 árið 2018.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki 2/2018, að upphæð kr. 4.123.600 á deild 13810, lykill 9145. Viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:

" Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Bjórböðin ehf. Heildarupphæð þriggja ára samnings er kr. 7.755.971. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögunum og afgreiðslunni til byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og felur upplýsingafulltrúa að ganga frá samningsdrögum og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög til umfjöllunar og afgreiðslu á milli Dalvíkurbyggðar og Bjórböðin ehf. sem er hvatasamningur til 3ja ára og heildar styrkfjárhæðin er kr. 7.755.971, fyrst kr. 4.123.600 árið 2018.
Niðurstaða a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki 2/2018, að upphæð kr. 4.123.600 á deild 13810, lykill 9145. Viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.


Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 4.123.600 á deild 13810, lykil 9145. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð - 941. fundur - 15.04.2020

Þann 8. mars 2018 var undirritaður hvatasamningur til þriggja ára á milli Dalvíkurbyggðar og Bjórbaðanna samkvæmt reglum við stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki sem þá voru í gildi.

Lokagreiðsla samkvæmt samningnum var í mars 2020. Samkvæmt samningnum hefur Dalvíkurbyggð rétt á að halda eftir tryggingarbréfi vegna samningsins í 90 daga eftir að samningstíma lýkur. Bjórböðin hafa óskað eftir að tryggingarbréfið verði fellt úr gildi í ljósi aðstæðna vegna Covid-19.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tryggingabréf Bjórbaðanna ehf, verði fellt úr gildi.

Sveitarstjórn - 324. fundur - 21.04.2020

Á 941. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Þann 8. mars 2018 var undirritaður hvatasamningur til þriggja ára á milli Dalvíkurbyggðar og Bjórbaðanna samkvæmt reglum við stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki sem þá voru í gildi. Lokagreiðsla samkvæmt samningnum var í mars 2020. Samkvæmt samningnum hefur Dalvíkurbyggð rétt á að halda eftir tryggingarbréfi vegna samningsins í 90 daga eftir að samningstíma lýkur. Bjórböðin hafa óskað eftir að tryggingarbréfið verði fellt úr gildi í ljósi aðstæðna vegna Covid-19.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tryggingabréf Bjórbaðanna ehf, verði fellt úr gildi."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.