Byggðaráð

941. fundur 15. apríl 2020 kl. 13:00 - 16:18 utan húss
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Dóra Þorsteinsdóttir staðgengill fjármála- og stjórnsýslustjóra
Dagskrá

1.Ársreikningur 2019; endurskoðun og uppgjör

Málsnúmer 202001021Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Arnar Árnason, löggiltur endurskoðandi frá KPMG,sveitarstjórnarfólkið Þórhalla Karlsdóttir, Þórunn Andrésdóttir og Dagbjört Sigurpálsdóttir og sviðsstjórarnir Þorsteinn Björnsson, Eyrún Rafnsdóttir, Gísli Bjarnason og Börkur Þór Ottósson.
Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar fagsviða voru boðaðir á fundinn undir þessum lið.

Arnar Árnason fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings Dalvíkurbyggðar 2019.

Arnar, Þórhalla, Börkur, Þorsteinn, Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 14:03.
Byggðaráð þakkar Arnari Árnasyni fyrir komuna og góða yfirferð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Snjómokstursútboð 2020-2023

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 14.07 vegna vanhæfis.

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar koma inn kl. 14:07 og fylgdu málinu eftir.

Eftir yfirferð byggðaráðs á 940. fundi þann 8. apríl var málinu frestað:

Á 335. fundi umhverfisráðs þann 3. apríl var eftirfarandi bókað: "Umhverfisráð hefur yfirfarið framlögð tilboð, en í verkið snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 bárust tvö gild tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 barst ekkert gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023 bárust 4 gild tilboð.
Umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við G Hjálmarsson hf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógssandi og Hauganesi 2020-2023 og snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023. Ráðið leggur einnig til að gengið verði til samninga við Steypustöðina Dalvík ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023. Þar sem bæði tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 voru ógild leggur ráðið til að gerð verði verðkönnun í þann verkþátt. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Á fundinum voru lögð fram ýmis gögn sem borist hafa vegna málsins.

Börkur og Steinþór véku af fundi kl. 14:31.

Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson bæjarlögmaður kom inn á
fundinn kl 14:41 og vék af fundi aftur kl. 14:57.

Þórunn og Dagbjört véku af fundi kl. 15:06.
Byggðaráð vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn þar sem ný gögn í málinu bárust seint og afla þarf frekari gagna.

3.Skóladagatöl fyrir 2020 - 2021

Málsnúmer 202002018Vakta málsnúmer

Jón Ingi kom aftur inn á fundinn kl. 15.07.

Undir þessum lið mætti Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, á fundinn kl. 15:08.

Á 247. fundi fræðsluráðs þann 11. mars 2020 var m.a. eftirfarandi samþykkt:
"Fræðsluráð vísar skóladagatali Árskógarskóla og Krílakots ásamt fylgiskjali inn í Byggðarráð Dalvíkurbyggðar til umræðu. Sviðsstjóra er falið að kostnaðargreina tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla."

Með fundarboði fylgdi útreikningur sviðsstjóra á kostnaði vegna tillagna á breytingum á starfsumhverfi leikskólanna.

Gísli vék af fundi kl. 15:39.
Byggðaráð samþykkir að bæta við tveim viðbótar skipulagsdögum og að loka leikskólum milli jóla og nýárs á skólaárinu 2020-2021. Jafnframt er óskað eftir minnisblaði frá sviðsstjóra með útreikningum á kostnaði vegna þessarar tillögu.

4.Umsókn um gerð Hvatasamnings

Málsnúmer 201609031Vakta málsnúmer

Þann 8. mars 2018 var undirritaður hvatasamningur til þriggja ára á milli Dalvíkurbyggðar og Bjórbaðanna samkvæmt reglum við stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki sem þá voru í gildi.

Lokagreiðsla samkvæmt samningnum var í mars 2020. Samkvæmt samningnum hefur Dalvíkurbyggð rétt á að halda eftir tryggingarbréfi vegna samningsins í 90 daga eftir að samningstíma lýkur. Bjórböðin hafa óskað eftir að tryggingarbréfið verði fellt úr gildi í ljósi aðstæðna vegna Covid-19.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tryggingabréf Bjórbaðanna ehf, verði fellt úr gildi.

5.Bréf vegna frestunar aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 202004049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett þann 7. apríl 2020. Aðalfundi Lánasjóðsins 2020, sem halda átti 26. mars sl., var frestað vegna aðstæðna á landinu öllu. Nýr fundardagur verður tilkynntur þegar samkomubanni hefur verið aflétt.

Jafnframt er í bréfinu upplýst að stjórn Lánasjóðsins ákvað á fundi sínum 9. mars 2020 að leggja til við aðalfund að ekki verði greiddur út arður til hluthafa vegna afkomu 2019. Þessi ákvörðun var tekin til að styrkja stöðu sjóðsins og tryggja vöxt eigin fjárs. Stjórnin sér fram á að lækkun á eigin fjárstöðu sjóðsins geti orðið takmarkandi þáttur við að þjónusta stærstu hluthafa sína á næstu árum.
Lagt fram til kynningar.

6.Upplýsingar vegna kórónuveirufaraldurs.

Málsnúmer 202003086Vakta málsnúmer

Undir þessum lið voru rædd ýmis mál sem snúa að sveitarfélaginu vegna Covid-19, m.a. átaksverkefnin sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 31. mars að fara í, samtals 12 miljónir króna.

Kynnt var fyrirkomulag um úrvinnslu umsókna vegna gjaldfrests fyrirtækja, staða vegna atvinnumála o.fl.
Byggðaráð samþykkir að fela umhverfisráði að gera tillögur að nánari útfærslu á kr. 12. milljónir sem ákveðið hefur verið að verja í átaksverkefni.


7.Bygging geymslusvæðis á skíðasvæðinu

Málsnúmer 202004057Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur dagsett 13. apríl 2020 vegna fyrirhugaðrar byggingar geymsluhúsnæðis á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli sem er á fjárhagsáætlun 2020-2022.

Óskað er eftir því að byggðaráð skoði hvort hægt sé að flýta framkvæmdinni þannig að hún komi til á árinu 2020, sem aðgerð til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins COVID-19.
Byggðaráð samþykkir að fá fulltrúa Skíðafélags Dalvíkur og byggingarnefndar til viðræðna um málið.

8.Umhverfisstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202004026Vakta málsnúmer

Á 940. fundi byggðaráðs þann 8. apríl frestaði ráðið skipan í vinnuhóp vegna vinnu við umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar en umhverfisráð leggur til við byggðarráð að stofnaður verði 3 manna vinnuhópur vegna verkefnisins. Ráðið leggur til að þær Helga Íris Ingólfsdóttir og Lilja Bjarnadóttir sitji í vinnuhópnum.
Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfisráðs um stofnun vinnuhóps við mótun umhverfisstefnu. Byggðaráð óskar eftir að drög að erindisbréfi og tilnefningum (einn úr umhverfisráði og tveir starfsmenn Dalvíkurbyggðar) verði lögð fyrir og sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 16:18.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Dóra Þorsteinsdóttir staðgengill fjármála- og stjórnsýslustjóra