Á 941. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 940. fundi byggðaráðs þann 8. apríl frestaði ráðið skipan í vinnuhóp vegna vinnu við umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar en umhverfisráð leggur til við byggðarráð að stofnaður verði 3 manna vinnuhópur vegna verkefnisins. Ráðið leggur til að þær Helga Íris Ingólfsdóttir og Lilja Bjarnadóttir sitji í vinnuhópnum.Byggðaráð samþykkir tillögu umhverfisráðs um stofnun vinnuhóps við mótun umhverfisstefnu.
Byggðaráð óskar eftir að drög að erindisbréfi og tilnefningum (einn úr umhverfisráði og tveir starfsmenn Dalvíkurbyggðar) verði lögð fyrir og sveitarstjórn."
Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um umhverfisstefnu og tillaga um að vinnuhópurinn verði þannig skipaður:
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
Guðrún Anna Óskarsdóttir, starfsmaður Dalvíkurbyggðar.
Lilja Bjarnadóttir, aðalmaður í umhverfisráði.
Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Ráðið leggur til að þær Helga Íris Ingólfsdóttir og Lilja Bjarnadóttir sitji í vinnuhópnum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum