Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer
Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 14:30 vegna vanhæfis.
Fundi frestað til kl. 15:00.
Steinþór Björnson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar og Ásgeir Örn Blöndal, lögmaður, mættu á fundinn kl. 15:00
Á 335. fundi umhverfisráðs þann 3. apríl var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð hefur yfirfarið framlögð tilboð, en í verkið snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 bárust tvö gild tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 barst ekkert gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023 bárust 4 gild tilboð.
Umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við G Hjálmarsson hf um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 og snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023.
Ráðið leggur einnig til að gengið verði til samninga við Steypustöðina Dalvík ehf um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023.
Þar sem bæði tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 voru ógild leggur ráðið til að gerð verði verðkönnun í þann verkþátt.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Fyrir fundinum lá einnig bréf til byggðaráðs vegna snjómoksturs 2020, frá EB ehf., sem barst 7. apríl.
Byggðaráð fór yfir útboðsferilinn og leitaði svara við þeim spurningum sem borist hafa vegna útboðsins.
Ásgeir Örn vék af fundi kl. 15:40.
Steinþór vék af fundi kl. 15:50.