Selárland-Verðmat

Málsnúmer 201707019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Dalvíkurbyggð hefur verið í viðræðum við Ríkið reglulega frá því 2006 um kaup á landi Selár. Á íbúafundi um deiliskipulag Hauganess í vor var rætt um að Dalvíkurbyggð ætti að falast eftir kaupum á landi Selár. Skv. tölvupósti frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 5. júlí 2017 þarf það að fá ítarlegri upplýsingar frá Dalvíkurbyggð um áform sveitarfélagsins á Selárlandinu.
Beðið er um greinagerð, samantekt á nýtingar- og uppbyggingaráformum ásamt rökstuðningi á þörf sveitarfélagsins að eignast landið.

Með fundarboði fylgdi samantekt sveitarstjóra á nýtingarkostum og röksemdarfærsla.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda ráðuneytinu ofangreindan rökstuðning og jafnframt að óska eftir viðræðum um verðmat.

Byggðaráð - 920. fundur - 27.09.2019

Á 911. fundi byggðaráðs þann 27. júní 2019 var til umræðu áform Dalvíkurbyggðar um kaup á landi Selár. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda Efnahagsráðuneytinu samantekt á nýtingar- og uppbyggingaráformum ásamt rökstuðningi sveitarfélagsins að eignast landið og jafnframt að óska eftir viðræðum um verðmat.

Sveitarstjóri upplýsti um framgang máls en Efnahagsráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir verðmati á landinu frá fasteignasala.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, að landið verði verðmetið af fasteignasölu.

Byggðaráð - 924. fundur - 17.10.2019

Vegna áforma Dalvíkurbyggðar um kaup á landi Selár samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum á 920. fundi sínum þann 27. september 2019 að óska eftir, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, að landið verði verðmetið af fasteignasölu.

Þá lágu fyrir upplýsingar um að Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggðist leita verðmats af sinni hálfu.

Á fundinum var lögð fram yfirlitsgreining um landið með upplýsingum frá Ríkiseignum.

Málið rætt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til fjárhagsáætlunar 2020-2023.

Byggðaráð - 928. fundur - 05.12.2019

Lagt fram verðmat á landi Selár af hendi Ríkisins sem barst frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 25. nóvember 2019.

Einnig lagt fram verðmat sem unnið var fyrir Dalvíkurbyggð og barst þann 16. október 2019.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna tilboð með rökstuðningi til Ríkisins í Selárlandið og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Byggðaráð - 929. fundur - 16.12.2019

Sveitarstjóri lagði fram drög að tilboði til Ríkisins í Selárlandið, með rökstuðningi, skv. bókun byggðaráðs á 928. fundi þann 5. desember sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð drög og felur sveitarstjóra að senda inn formlegt tilboð til Ríkisins í Selárlandið.

Sveitarstjórn - 319. fundur - 19.12.2019

Frá 929. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2019.

"Sveitarstjóri lagði fram drög að tilboði til Ríkisins í Selárlandið, með rökstuðningi, skv. bókun byggðaráðs á 928. fundi þann 5. desember sl.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð drög og felur sveitarstjóra að senda inn formlegt tilboð til Ríkisins í Selárlandið."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs, að sent verði inn formlegt tilboð til Ríkisins í Selárlandið.

Byggðaráð - 936. fundur - 05.03.2020

Þann 2. janúar 2020 sendi Dalvíkurbyggð Ríkinu formlegt tilboð í Selárlandið á Árskógsströnd.

Þann 2. mars 2020 barst svar frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem tilboði sveitarfélagsins er hafnað. Óskað er eftir öðru verðmati frá óháðum aðila á verðmæti Selárlandsins.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að fá verðmat frá óháðum aðila.

Byggðaráð - 940. fundur - 07.04.2020

Á 936. fundi byggðaráðs þann 5. mars 2020 fól byggðaráð sveitarstjóra að fá verðmat á Selárlandinu frá óháðum aðila vegna tilboðs til Ríkisins í kaup á landinu og liggur það nú fyrir.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda inn tilboð í Selárlandið á grundvelli fyrirliggjandi verðmats.

Byggðaráð - 942. fundur - 30.04.2020

Teknir fyrir tölvupóstar frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu dagsettir 20. og 29. apríl 2020, svar við tilboði Dalvíkurbyggðar í Selárlandið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða gagntilboð Ríkisins í Selárlandið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum þar um.

Byggðaráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 16 við fjáhagsáætlun 2020, 10 miljónir króna, hækkun á fjárfestingu í eignasjóði 32200-11500 vegna kaupa á Selárlandinu. Fjárhæðin komi til lækkunar á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 325. fundur - 12.05.2020

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Teknir fyrir tölvupóstar frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu dagsettir 20. og 29. apríl 2020, svar við tilboði Dalvíkurbyggðar í Selárlandið.

Byggðaráð samþykkir samhljóða gagntilboð Ríkisins í Selárlandið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum þar um.

Byggðaráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 16 við fjáhagsáætlun 2020, 10 miljónir króna, hækkun á fjárfestingu í eignasjóði 32200-11500 vegna kaupa á Selárlandinu. Fjárhæðin komi til lækkunar á handbæru fé."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, gagntilboð í Selárlandið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun 2020.

Byggðaráð - 953. fundur - 03.09.2020

Á 325. fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað: "Teknir fyrir tölvupóstar frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu dagsettir 20. og 29. apríl 2020, svar við tilboði Dalvíkurbyggðar í Selárlandið. Byggðaráð samþykkir samhljóða gagntilboð Ríkisins í Selárlandið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum þar um. Byggðaráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 16 við fjáhagsáætlun 2020, 10 miljónir króna, hækkun á fjárfestingu í eignasjóði 32200-11500 vegna kaupa á Selárlandinu. Fjárhæðin komi til lækkunar á handbæru fé."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, gagntilboð í Selárlandið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun 2020."

Með fundarboði fylgdi drög að kaupsamingi / afsali til um jörðina Selá, Dalvíkurbyggð til yfirferðar.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað með vísan í upplýsingar frá sveitarstjóra um atriði sem standa enn út af.

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Á 953. fundi byggðaráðs þann 3. september 2020 var tekinn fyrir kaupsamingur / afsal um jörðina Selá, frá Ríkiseignum, en afgreiðslu var frestað með vísan í upplýsingar frá sveitarstjóra um atriði sem standa enn út af. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að kaupasamningi / afsali sem barst 9. september 2020 og minnisblað sveitarstjóra dagsett þann 10. september 2020.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samræmi við minnisblað sveitarstjóra.

Byggðaráð - 956. fundur - 24.09.2020

Á 954. fundi byggðaráðs var til umfjöllunar kaupsamningur / afsal um jörðina Selá frá Ríkiseignum og um þau atriði sem út af standa enn. Byggðaráð fól sveitarstjóra að svara fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samræmi við minnisblað sveitarstjóra.

Sveitarsjóri gerði grein fyrir svarbréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dagsett þann 17. september 2020, við erindi Dalvíkurbyggðar frá 15. september s.l. þar sem sveitarfélagið fer fram á að ákvæði sem undanskilur auðlindir við sölu landsins verði fellt úr fyrirliggjandi samningsdrögum. Fram kemur í svarbréfi ráðuneytisins að ekki verði fallist á að undanskilja auðlindir, t.d. vatnsréttindi, jarhitaréttindi og jarðefni, sölu jarðarinnar né að gefið verði frekar eftir hvað varðar endanlegt kaupverð landsins.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við ráðuneyti og ráðherra í framhaldi af ofangreindu svarbréfi ráðuneytisins.

Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 15:05.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og meðal annars sé síðasta málsgreinin í svarbréfi ráðuneytisins sérstaklega skoðuð út frá hagsmunum sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 957. fundur - 08.10.2020

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:15.
Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn kl. 13:30 í gegnum fjarfund.

Á 956. fundi byggðaráðs þann 24. september s.l. var sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu hvað varðar áformuð kaup Dalvíkurbyggðar á jörðinni Selá sem er í eigu ríkisins. Byggðaráð óskaði eftir að málið yrði meðal annars skoðað út frá síðustu málsgreininni í svarbréfi ráðuneytisins, dagsett þann 17.09.2020, út frá hagsmunum sveitarfélagsins.

Sveitarstjóri, Börkur Þór og Þorsteinn gerður grein fyrir símafundi sem þau áttu með fulltrúum ráðuneytisins þann 5. október s.l.

Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:35.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi / afsali um jörðina Selá samkvæmt fyrirliggjandi drögum frá fjármála - og efnhagsráðuneytinu. Kaupsamningurinn fari síðan til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl.17:17.

Á 957. fundi byggðaráðs þann 08.10.2020 var samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi / afsali um jörðina Selá samkvæmt fyrirliggjandi drögum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu samningsdrög um sölu Ríkissjóðs Íslands á eignarhluta ríkisins í jörðinni Selá til Dalvíkurbyggðar, landnúmer L152170, ásamt öllum þeim gögnum og gæðum sem eignarhlutunum fylgir og fylgja ber samkvæmt jarðalögum nr. 81/2004 og nánar greinir í kaupsamningi/afsali þessu. Undanskilin í sölu þessari eru námuréttur og réttur til efnistöku umfram heimils- og búsþarfir ábúnda jarðarinnar. Kaupverðið er kr. 40.000.000.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan kaupsamning / afsal á jörðinni Selá eins og hann liggur fyrir og kaupverðið að upphæð kr. 40.000.000 og felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamninginn.

Ofangreind kaup er m.a. gerð til að tryggja sveitarfélaginu aukið landrými kringum Hauganes og umráð vegna vinnu við deiliskipulag á Hauganesi.