Málsnúmer 202009103Vakta málsnúmer
Á 955. fundi byggðaráðs þann 17. september 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, bréf dagsett þann 08.09.2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 til að færa á milli liða þannig að liður 02110-9150, fjárhagsaðstoð lækkar um kr. 2.280.000 en fer yfir á liði 02180-9165, sérstakar húsaleigubætur kr. 1.280.000, á 02010-4390, önnur sérfræðiþjónusta, kr. 500.000 og á lið 02010-4311 lögfræðiþjónusta kr. 500.000. Nettóáhrifin eru 0.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka um millifærslur á milli deilda og liða í málaflokki 02 vegna fjárhagsáætlunar 2020, viðauki nr. 30."
Enginn tók til máls.
Þórhalla Franklín Karlsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar Felix Rafn Felixsson mætti á fundinn í hennar stað.
Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.
Fundurinn fór fram í gegnum TEAMS.