Umhverfisráð

341. fundur 17. september 2020 kl. 08:15 - 12:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Ritun fundargerða og erindisbréf

Málsnúmer 202009002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræðu leiðbeiningar um ritun fundagerða og fundarsköp ásamt erindisbréfi umhverfisráðs.
Lagt fram til kynningar.

2.Deiliskipulag í landi Kóngsstaða

Málsnúmer 202007004Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 08. ágúst 2020 óskar Anna Bragadóttir fyrir hönd landeigenda að Birkiflöt í Skíðadal eftir að samhliða deiliskipulagi fyrir svæðið verði einnig gerð breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar til samræmis.
Reitur 629-F stækkaður til suðurs um 100 metra og tvær vegtengingar verði á svæðinu.
Umhverfisráð samþykkir að Dalvíkurbyggð fari í umbeðna breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbygggðar samhliða deiliskipulagsvinnunni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Til kynningar leyfisbréf frá UST vegna hjólastíga í fólkvanginum.
Lagt fram til kynningar

4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005110Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu fundargerð samráðsfundar með íbúum við Bjarkarbraut sem haldin var miðvikudaginn 9. september síðastliðinn.

Eftir grenndarkynningu og samráðsfund með íbúum tekur umhverfisráð undir áhyggjur íbúa varðandi hugsanleg neikvæð áhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum og getur því ekki fallist á umsókn Mílu um byggingarleyfi.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir því við Mílu að aðrar leiðir verði skoðaðar.
Samþykkt samljóða með fimm atkvæðum.

5.Förgun úrgangs og malarnám í landi Hrísa

Málsnúmer 202005056Vakta málsnúmer

Til umræðu innsent erindi frá Hjörleifi Hjartarssyni dags. 03. september 2020 vegna Friðlands Svarfdæla þar sem hann óskar eftir að allri losun á úrgangi verði hætt í Hrísahöfða.
Umhverfisráð leggur til að bannað verði að losa allan úrgang í Hrísahöfða nema garðaúrgang og að sett verði upp skilti til leiðbeininga.
Samkvæmt upplýsingum ráðsins er verndaráætlun Friðlands Svarfdæla langt komin og gert ráð fyrir að hún verði tilbúin í vetur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

6.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf. dagsett 26. ágúst 2020, þar sem farið er yfir stöðu verkefnis vegna fyrirhugaðs seiðaeldis á Árskógssandi. Óskað er eftir nánari upplýsingum um tvennt:
1. Hvort leyfi muni fást til að lengja fyrirhugaða landfyllingu á Árskógssandi til austurs.
2. Hvort sveitarfélagið muni geta afhent það magn af vatni sem félagið þarf í framtíðinni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og umhverfisráðs, eftir því sem við á.
Umhverfisráð getur ekki tekið afstöðu til stækkunar landfyllingar út frá fyrirliggjandi gögnum og minnir á að framkvæmdin þurfi að fara í formlegt skipulagsferli þar sem sú afstaða mun liggja fyrir.
Ráðið óskar eftir frekari gögnum svo hægt sé að taka afstöðu til lengingar á landfyllingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Fjárhagsáætlun 2021; hjólreiðarstígur á Árskógsströnd

Málsnúmer 202009046Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekið fyrir erindi, dagsett þann 31. ágúst 2020, frá nemendum og starfsfólki Árskógarskóla, ósk um að útbúnir verði hjólastígar á Árskógsströnd þannig að nemendur geti hjólað í skólann og farið á milli byggðakjarna án þess að hjóla á þjóðveginum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í malarborinn hjóla- og göngustíg frá Árkógarskóla að brúnni yfir Þorvaldsdalsá og að stígurinn frá brú að Árskógssandi verði lagfærður. Stígur frá Árskógarskóla að Hauganesi verði settur á 3 ára áætlun og stígur að sveitarfélagsmörkum að sunnan verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags Dalvíkurbyggðar.
Ráðið felur sviðsstjóra að kostnaðarmeta verkið fyrir næsta fund ráðsins.
Fylgiskjöl:

8.Fjárhagsáætlun 2021; vegur í frístundabyggðinni í landi Hamars

Málsnúmer 202008070Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekið fyrir erindi, samanber rafpóstur dagsettur þann 24. ágúst 2020, frá lóðarhöfum á Hamri og sumarhúsalóðum 2-7 í landi Hamars, ósk um að vegurinn í frístundabyggðinni í landi Hamars verði endurbættur. Einnig koma fram ábendingar um snjómokstur og sorpgáma.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfisráð leggur til að umræddur vegur í frístundabyggðinni í landi Hamars verði endurbættur sumarið 2021 ásamt aðgengi að sorpgámi.
Umhverfisráð bendir á að snjómokstur í frístundabyggð er ekki á vegum sveitarfélagsins, en gera má ráð fyrir að snjósöfnun muni minnka við endurbætur á veginum.
Sviðsstjóra falið að kostnaðarmeta verkið fyrir næsta fund ráðsins.

9.Ársreikningur og fundargerðir stjórnar- og aðalfundar

Málsnúmer 202009047Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Flokkun Eyjafjörður ehf. ásamt fundargerð stjórnarfundar 28. ágúst 2020 og fundargerð aðalfundar 28. ágúst 2020.
Lagt fram til kynningar

10.Fjárhagsáætlun 2021; erindi frá íbúasamtökum Hauganesi

Málsnúmer 202009053Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekið fyrir erindi frá íbúum á Hauganesi dagsett 6. september 2021, þar sem lagðar eru fram níu tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2021. Efst á blaði eru lagfæring Aðalgötu, gangstéttar og fjölgun bílastæða. Einnig göngu- og hjólastígur meðfram Hauganesvegi.

Einnig eru fyrirspurnir til sveitarfélagsins varðandi deiliskipulag fyrir Hauganes, mokstursmál fyrir veturinn, hreinsistöðina, grjótnámuna,leikvöllinn, dýrahald, slátt og almenna hirðu á Hauganesi.

Þá þakka íbúarnir fyrir allt það sem gert var í
sumar og eru sammála um að alltaf er hægt að gera gott betra.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, veitu- og hafnaráðs, Eignasjóðs og íþrótta- og æskulýðsráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í þær framkvæmdir sem lagt er til á meðfylgjaldi minnisblaði og felur sviðsstjóra að kostnaðarmeta verkefnin fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Fjárhagsáætlun 2021; umhverfi Böggvisstaða

Málsnúmer 202009056Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi vísað til umhverfisráðs

Tekið fyrir erindi frá Ellu Völu Ármannsdóttur og íbúum Böggvisstaða dagsett 4. september 2020, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð taki frá fjármagn á fjárhagsáætlun 2021 til að:
1) Laga heimkeyrslu að Böggvisstöðum.
2) Færa inngang í Böggvisstaðaskála.
3) Taka til og ganga frá í kring um Böggvisstaðaskála.

Íbúarnir lýsa ánægju sinni með nýjan göngustíg frá Dalvík að Böggvisstaðaafleggjara og að lokað sé fyrir bílaumferð frá Dalvík stystu leið að Böggvisstöðum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og Eignasjóðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfiráð leggur til að liður 1. verði settur á 3 ára áætlun.
Lið 2. er vísað til Eignasjóðs.
Liður 3. Ráðið tekur undir mikilvægi þess að sveitarfélagið sýni gott fordæmi þegar kemur að umgengni og felur sviðsstjóra að koma því í framkvæmd sem fyrst.

12.Fjárhagsáætlun 2021; erindi frá íbúasamtökum Árskógssandi

Málsnúmer 202009057Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekið fyrir erindi frá íbúaráði á Árskógssandi, samanber rafpóstur dagsettur þann 7. september 2020, þar sem lagðar eru fram tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Tillögurnar eru í 12 liðum og snúa að umhverfis- og tæknisviði, veitu- og hafnasviði og eignasjóði. Efst á lista er göngustígur meðfram Árskógssandsvegi og skjólgarðar og flotbryggja í Árskógssandshöfn.

Einnig er minnt á verkefni sem eru á framkvæmdaáætlun 2020 og er ekki lokið, götulýsingu, uppsetning ærslabelgs, malbikun gatna og fráveitustöð.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, veitu- og hafnaráðs, Eignasjóðs og fræðsluráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfisráð leggur til að farið verði í þær framkvæmdir sem lagt er til á meðfylgjaldi minnisblaði og felur sviðsstjóra að kostnaðarmeta verkefnin fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Fjárhagsáætlun 2021; vegna hafnaraðstöðu

Málsnúmer 202009059Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekin fyrir erindi frá Sólrúnu ehf. dagsett 7. september 2020, annars vegar erindi er varðar hafnaraðstöðu á Árskógssandi, þörf fyrir endurbætur og niðursetning flotbryggju. Bent er á að frekari uppbygging hafnarinnar sé forsenda fyrir útgerð og almennri uppbygginu á Árskógssandi. Hins vegar erindi er varðar viðhald á Sjávargötu á Árskógssandi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindi um hafnaraðstöðu á Árskógssandi til veitu- og hafnaráðs og erindi um Sjávargötu til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfisráð vísar í fyrri bókun undir máli nr. 202009057 þar sem malbikun á Sjávargötu er sett á 3 ára áætlun.

14.Fjárhagsáætlun 2021; Efni í girðingu í kringum Upsakirkjugarð

Málsnúmer 202009064Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfisráð leggur til að framlag sveitarfélagsins til girðingar við Upsakirkjugarð verði kr. 950.817,- samkvæmt kosnaðaráætlun og upphæðin sett á lið 11020-9145.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

15.Fjárhagsáætlun 2021; Ungó og ýmis umhverfismál

Málsnúmer 202009072Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarndi bókað.

Tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur dagsett 7. september 2020 þar sem vakin er athygli á fimm atriðum sem mætti hafa í huga við gerð fjárhagsáætlunar 2021. 1. Hallandi gólf í Ungó verði fjarlægt. 2. Snyrtingar í Ungó verði lagfærðar. 3. Brú verði sett yfir hitaveiturörið á Svarfaðardalsá. 4. Gilið í Brimnesá verði gert að meira aðdráttarafli fyrir ferðafólk. 5. Miðbær Dalvíkur fái upplyftingu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, Eignasjóðs og menningarráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021
Umhverfisráð leggur eftirfarandi til.

3. Brú verði sett yfir hitaveiturörið á Svarfaðardalsá.
Ráðið leggur til að sótt verði um styrk í Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða til verkefnisins og að sett verði á fjárhagsáætlun 2021 20% framlag sveitarfélagsins til framkvæmdarinnar kr. 9.500.000,-

4. Gilið í Brimnesá verði gert að meira aðdráttarafli fyrir ferðafólk.
Umhverfisráð þakkar ábendinguna en telur að uppbygging á áningarstað í Brimnesgili sé ekki raunhæfur kostur sem stendur.

5. Miðbær Dalvíkur fái upplyftingu.
Umhverfisráð er sammála ábendingu bréfritara og telur að með fyrirhugaðri deiliskipulagningu þjóðvegarins í gegnum Dalvík muni miðbær Dalvíkur taka jákvæðum breytingum.

16.Fjárhagsáætlun 2021; bílastæði við Stærri- Árskógskirkju

Málsnúmer 202009073Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Stærri-Árskógskirkju, samanber rafpóstur dagsettur þann 7. september 2020, þar sem óskað er eftir því að lagfæring og malbikun bílastæðis við kirkjuna verði sett inn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Jafnframt óskar sóknarnefndin eftir því að Dalvíkurbyggð aðstoði við að þrýsta á Vegagerðina að lagfæra og leggja klæðningu á heimreiðina að kirkjunni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfisráð getur ekki tekið afstöðu til þessa liðar og felur sviðsstjóra að afla upplýsinga fyrir næsta fund ráðsins 2. október.

17.Fjárhagsáætlun 2021; umhverfismál og ferðaþjónusta

Málsnúmer 202009074Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekið fyrir munnlegt erindi frá Myriam Dalstein, dagsett þann 7. september 2020, vegna fjárhagsáætlunar 2021. Erindið snýr að bílastæðum í Svarfaðardal vegna ferðamanna að Skeiðsvatni, sorpmálum í sveitinni á veturna og að staða húsvarðar við Dalvíkurskóla verði endurvakin.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 nema ábendingu um stöðu húsvarðar við Dalvíkurskóla sem er lagt fram til kynningar í byggðaráði.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar ráðsins.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs