Erindi frá 954. Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar, þar sem eftirfarandi var fært til bókar: "Tekin fyrir erindi frá Sólrúnu ehf. dagsett 7. september 2020, annars vegar erindi er varðar hafnaraðstöðu á Árskógssandi, þörf fyrir endurbætur og niðursetning flotbryggju. Bent er á að frekari uppbygging hafnarinnar sé forsenda fyrir útgerð og almennri uppbygginu á Árskógssandi. Hins vegar erindi er varðar viðhald á Sjávargötu á Árskógssandi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindi um hafnaraðstöðu á Árskógssandi til veitu- og hafnaráðs og erindi um Sjávargötu til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021."
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins er unnið samkvæmt þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2023 sem er endurskoðuð á fjögurra ára fresti. Þar er ekki gert ráð fyrir framkvæmdum sem snúa að ytri mannvirkjum hafnarinnar á Árskógssandi. Hafnadeild Vegagerðar ríkisins sér um frumrannsóknir vegna nauðsynlegra breytinga á ytri mannvirkjum hafna. Slík rannsókn er forsenda þess að framkvæmdin njóti ríkisframlags og verði sett á samgönguáætlun.