Byggðaráð

954. fundur 10. september 2020 kl. 13:00 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024; Tillaga að fjárhagsramma

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Á 953. fundi byggðaráðs kynnti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrstu drög að fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2021. Á milli funda hafa ekki verið gerðar tillögur að breytingum en nú liggur fyrir launaáætlun 2021 skv. þarfagreiningum stjórnenda og voru niðurstöður úr þeirri þarfagreiningu kynntar á fundinum í samanburði við rammaáætlun.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2021 með fyrirvara um yfirferð þarfagreiningu launa samkvæmt ábendingum.

2.Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020

Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi fundargerð starfs- og kjaranefndar sveitarfélagsins frá 08.09.2020.
Á fundinum var til umfjöllunar erindi frá stjórnendum vegna launaáætlunar 2021.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun 2021; Frá Árskógarskóla; hjólreiðarstígur á Árskógsströnd

Málsnúmer 202009046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi, dagsett þann 31. ágúst 2020, frá nemendum og starfsfólki Árskógarskóla, ósk um að útbúnir verði hjólastígar á Árskógsströnd þannig að nemendur geti hjólað í skólann og farið á milli byggðakjarna án þess að hjóla á þjóðveginum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

4.Fjárhagsáætlun 2021; Frá Ragnheiði Ýr Guðjónsdóttur; skólalóð við Árskógarskóla

Málsnúmer 202009063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ragnheiði Ýr Guðjónsdóttur, samanber rafpóstur dagsettur þann 7. september 2020, sem óskar eftir því að leikvellir við Árskógarskóla verði teknir í gegn og tæki sem séu úrelt verði endurnýjuð og þeim fjölgað. Einnig bendir hún á hættur á leiksvæði skólans og leikskólans í Árskógi sem þurfi að laga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Eignasjóðs og fræðsluráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

5.Fjárhagsáætlun 2021; erindi frá íbúasamtökum Árskógssandi; ýmis mál

Málsnúmer 202009057Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúaráði á Árskógssandi, samanber rafpóstur dagsettur þann 7. september 2020, þar sem lagðar eru fram tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Tillögurnar eru í 12 liðum og snúa að umhverfis- og tæknisviði, veitu- og hafnasviði og eignasjóði. Efst á lista er göngustígur meðfram Árskógssandsvegi og skjólgarðar og flotbryggja í Árskógssandshöfn.

Einnig er minnt á verkefni sem eru á framkvæmdaáætlun 2020 og er ekki lokið, götulýsingu, uppsetning ærslabelgs, malbikun gatna og fráveitustöð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, veitu- og hafnaráðs, Eignasjóðs og fræðsluráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

6.Fjárhagsáætlun 2021; erindi frá íbúasamtökum Hauganesi

Málsnúmer 202009053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúum á Hauganesi dagsett 6. september 2021, þar sem lagðar eru fram níu tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2021. Efst á blaði eru lagfæring Aðalgötu, gangstéttar og fjölgun bílastæða. Einnig göngu- og hjólastígur meðfram Hauganesvegi.

Einnig eru fyrirspurnir til sveitarfélagsins varðandi deiliskipulag fyrir Hauganes, mokstursmál fyrir veturinn, hreinsistöðina, grjótnámuna,leikvöllinn, dýrahald, slátt og almenna hirðu á Hauganesi.

Þá þakka íbúarnir fyrir allt það sem gert var í
sumar og eru sammála um að alltaf er hægt að gera gott betra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, veitu- og hafnaráðs, Eignasjóðs og íþrótta- og æskulýðsráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

7.Fjárhagsáætlun 2021; vegna hafnaraðstöðu

Málsnúmer 202009059Vakta málsnúmer

Tekin fyrir erindi frá Sólrúnu ehf. dagsett 7. september 2020, annars vegar erindi er varðar hafnaraðstöðu á Árskógssandi, þörf fyrir endurbætur og niðursetning flotbryggju. Bent er á að frekari uppbygging hafnarinnar sé forsenda fyrir útgerð og almennri uppbygginu á Árskógssandi. Hins vegar erindi er varðar viðhald á Sjávargötu á Árskógssandi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindi um hafnaraðstöðu á Árskógssandi til veitu- og hafnaráðs og erindi um Sjávargötu til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

8.Fjárhagsáætlun 2021; vegur í frístundabyggðinni í landi Hamars

Málsnúmer 202008070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi, samanber rafpóstur dagsettur þann 24. ágúst 2020, frá lóðarhöfum á Hamri og sumarhúsalóðum 2-7 í landi Hamars, ósk um að vegurinn í frístundabyggðinni í landi Hamars verði endurbættur. Einnig koma fram ábendingar um snjómokstur og sorpgáma.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

9.Fjárhagsáætlun 2021; Girðingamál - Hafnsstaðakot - Ytra-Holt

Málsnúmer 202009058Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 4. september 2020 frá Berglindi og Magnúsi á Hrafnsstöðum er varðar ósk um þátttöku Dalvíkurbyggðar í girðingum á landamerkjum Hrafnsstaða við Dalvíkurbyggð og Ytra-Holt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til landbúnaðarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

10.Fjárhagsáætlun 2021; umhverfi Böggvisstaða

Málsnúmer 202009056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ellu Völu Ármannsdóttur og íbúum Böggvisstaða dagsett 4. september 2020, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð taki frá fjármagn á fjárhagsáætlun 2021 til að:
1) Laga heimkeyrslu að Böggvisstöðum.
2) Færa inngang í Böggvisstaðaskála.
3) Taka til og ganga frá í kring um Böggvisstaðaskála.

Íbúarnir lýsa ánægju sinni með nýjan göngustíg frá Dalvík að Böggvisstaðaafleggjara og að lokað sé fyrir bílaumferð frá Dalvík stystu leið að Böggvisstöðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og Eignasjóðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

11.Fjárhagsáætlun 2021; Leikvöllur í utanbænum - ábending

Málsnúmer 202009045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Rúnu Kristínu Sigurðardóttur, dagsett 3. september 2020, ábending vegna fjárhagsáætlunargerðar 2021. Óskað er eftir því að leikvöllurinn í utanbænum, norðan við Ægisgötuna verði bættur betri leiktækjum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Eignasjóðs og íþrótta- og æskulýðsráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

12.Fjárhagsáætlun 2021; umhverfismál og ferðaþjónusta

Málsnúmer 202009074Vakta málsnúmer

Tekið fyrir munnlegt erindi frá Myriam Dalstein, dagsett þann 7. september 2020, vegna fjárhagsáætlunar 2021. Erindið snýr að bílastæðum í Svarfaðardal vegna ferðamanna að Skeiðsvatni, sorpmálum í sveitinni á veturna og að staða húsvarðar við Dalvíkurskóla verði endurvakin.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 nema ábendingu um stöðu húsvarðar við Dalvíkurskóla sem er lagt fram til kynningar í byggðaráði.

13.Fjárhagsáætlun 2021; Ungó og ýmis umhverfismál

Málsnúmer 202009072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kristínu Aðalheiði Símonardóttur dagsett 7. september 2020 þar sem vakin er athygli á fimm atriðum sem mætti hafa í huga við gerð fjárhagsáætlunar 2021.
1. Hallandi gólf í Ungó verði fjarlægt.
2. Snyrtingar í Ungó verði lagfærðar.
3. Brú verði sett yfir hitaveiturörið á Svarfaðardalsá.
4. Gilið í Brimnesá verði gert að meira aðdráttarafli fyrir ferðafólk.
5. Miðbær Dalvíkur fái upplyftingu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, Eignasjóðs og menningarráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021

14.Fjárhagsáætlun 2021; salernisaðstaða í Ungó

Málsnúmer 202009071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur dagsett 7. september 2020 þar sem óskað er eftir framkvæmdum og/eða viðbótum við salernisaðstöðu við aðalinngang í Ungó.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Eignasjóðs og menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

15.Fjárhagsáætlun 2021; Efni í girðingu í kringum Upsakirkjugarð

Málsnúmer 202009064Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Dalvíkurkirkju dagsett 26. ágúst 2020, þar sem óskað er eftir að greiðsla frá Dalvíkurbyggð fyrir efni í girðingu í kringum Upsakirkjugarð verði sett á fjárhagsáætlun 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

16.Frá Dalvíkurkirkju vegna fjárhagsáætlunar 2021; styrkur á móti fasteignagjöldum

Málsnúmer 202006119Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Dalvíkursóknar dagsett 29. júní 2020, þar sem óskað er eftir fjárstyrk á fjárhagsáætlun 2021 á móti fasteignagjöldum Dalvíkurkirkju.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

17.Fjárhagsáætlun 2021; bílastæði við Stærri- Árskógskirkju

Málsnúmer 202009073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Stærri-Árskógskirkju, samanber rafpóstur dagsettur þann 7. september 2020, þar sem óskað er eftir því að lagfæring og malbikun bílastæðis við kirkjuna verði sett inn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Jafnframt óskar sóknarnefndin eftir því að Dalvíkurbyggð aðstoði við að þrýsta á Vegagerðina að lagfæra og leggja klæðningu á heimreiðina að kirkjunni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

18.Fjárhagsáætlun 2021; beiðni um aukið fjármagn

Málsnúmer 202009075Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 15:02 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá Fiskideginum Mikla, samanber rafpóstur dagsettur þann 8. september (tilkynning um erindi barst 7. september 2020), þar sem óskað er eftir auknu fjármagni á fjárhagsáætlun 2021 sem yrði sérmerkt vegna 20 ára afmælis Fiskidagsins Mikla.

Einnig er mælt með að sveitarfélagið geri ráð fyrir auknum kostnaði vegna gæslu og til að efla svæðið í kringum tjaldstæðin.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

19.Fjárhagsáætlun 2021; uppbygging og endurbætur á golfvelli

Málsnúmer 202009070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri dagsett 7. september 2020, þar sem raktar eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Arnarholtsvöll árin 2021-2024 ásamt kostnaðartölum. Til þess að geta farið í framkvæmdir og uppbyggingu á vellinum ásamt endurnýjun á vélakosti og byggingu á vélageymslu þá er óskað eftir auknu fjármagni frá Dalvíkurbyggð frá því sem var í þriggja ára áætlun 2021-2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

20.Fjárhagsáætlun 2021; endurskoðun á samningi frá 2014

Málsnúmer 202009049Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:04.

Tekin fyrir fundargerð Öldungaráðs frá 25. júní 2020 en í fundargerðinni kemur fram ósk frá Félagi eldri borgara um að endurskoða samning frá 2014 í tengslum við fjárhagsáætlun 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

21.Saga Dags á Akureyri 1918-1996

Málsnúmer 202009048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Jóhanns Karls Sigurðssonar og Braga V. Bergmanns fh. fyrrum starfsmanna blaðsins Dags á Akureyri, dags. 20.08.2020 þar sem óskað er eftir fjárhagsstuðningi vegna ritunar og útgáfu bókar um Sögu Dags á Akureyri 1918-1996. Áætlað er að bókin komi út haustið 2021.
Byggaráð getur því miður ekki orðið við ofangreindu erindi en óskar verkefninu góðs gengis.

22.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202009062Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

23.Selárland-Verðmat

Málsnúmer 201707019Vakta málsnúmer

Á 953. fundi byggðaráðs þann 3. september 2020 var tekinn fyrir kaupsamingur / afsal um jörðina Selá, frá Ríkiseignum, en afgreiðslu var frestað með vísan í upplýsingar frá sveitarstjóra um atriði sem standa enn út af. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að kaupasamningi / afsali sem barst 9. september 2020 og minnisblað sveitarstjóra dagsett þann 10. september 2020.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samræmi við minnisblað sveitarstjóra.

24.Stöðumat janúar - júní 2020 - framhald yfirferðar

Málsnúmer 202008010Vakta málsnúmer

Á 953. fundi byggðaráðs þann 3. september s.l. var til umfjöllunar stöðumat stjórnenda vegna stöðu bókhalds í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun 2020. Frekari yfirferð var frestað.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsusviðs gerði grein fyrir mati stjórnenda samkvæmt framlögðu minnisblaði.
Lagt fram til kynningar.

25.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; viðaukabeiðni vegna niðurgreiðsl skólagjalda við Tónlistarskólann á Akureyri.

Málsnúmer 202007034Vakta málsnúmer

Á 951. fundi byggðráðs þann 20. ágúst s.l. samþykkti byggðaráðs að greiða kennslukostnað umfram skólagjöld vegna nemenda við Tónlistarskólann á Akureyri og fól sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma inn með erindi vegna viðauka þegar bréf frá skólanum lægi fyrir um málið.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf Tónlistarskólans á Akureyri sem og beiðni sviðsstjóra um viðauka við fjárhagsáætlun 2020, dagsett þann 1. september 2020, að upphæð kr. 353.820 fyrir árið 2020 en heildarkostnaður skólaárið 2020-2021 yrði kr. 707.640.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 353.820, nr. 28 við fjárhagsáætlun 2020 við deild 04530, lykill 4380 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

26.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Snjómokstur 2020; viðaukabeiðni

Málsnúmer 202002053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 8. september 2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna snjómoksturs. Fram kemur að fjármagn vegna snjómoksturs fyrir árið 2020 er uppurið og rúmlega það. Staða á 10600-4949 er nú kr. 49.912.892 og óskað er eftir kr. 11.905.540 til viðbótar út árið.

Með fundarboði fylgdi einnig svar frá Jöfnunarsjóði, dagsett þann 4. september 2020, sem hafnar beiðni Dalvíkurbyggðar um viðbótarframlag vegna íþyngjandi snjómoksturs veturinn 2020 í ljósi tekjufalls sjóðsins og áhrif þess á framlög sjóðsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 12.000.000 á lið 10600-4949 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

27.Frá Guðmundi Vali Stefánssyni f.h. Laxós ehf., Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf. dagsett 26. ágúst 2020, þar sem farið er yfir stöðu verkefnis vegna fyrirhugaðs seiðaeldis á Árskógssandi. Óskað er eftir nánari upplýsingum um tvennt:
1. Hvort leyfi muni fást til að lengja fyrirhugaða landfyllingu á Árskógssandi til austurs.
2. Hvort sveitarfélagið muni geta afhent það magn af vatni sem félagið þarf í framtíðinni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og umhverfisráðs, eftir því sem við á.

28.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Endurskoðun á erindisbréfi UT-teymis

Málsnúmer 202009042Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að breytingum á erindisbréfi UT-teymis sveitarfélagsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á erindisbréfi UT-teymis og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

29.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Stytting vinnuvikunnar skv. kjarasamningum

Málsnúmer 202009078Vakta málsnúmer

Teknar fyrir til kynningar leiðbeiningar innleiðingarhóps Samband íslenskra sveitarfélga um betri vinnutíma, samanber rafpóstur dagsettur þann 25. ágúst 2020, styttingu vinnuviku samkvæmt kjarasamningum. Gert er ráð fyrir að niðurstaða samtals á vinnustað um breytt skipulag á vinnutíma liggi fyrir 1. október 2020 og að nýtt fyrirkomulag vinnutíma taki gildi eigi síðar en 1. janúar 2021.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi ofangreint hjá Dalvíkurbyggð.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að starfs- og kjaranefnd fái umboð til að fara yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta þær séu þær innan ramma kjarasamninga.

30.Frá Flokkun Eyjafjörður ehf., Ársreikningur og fundargerðir stjórnar- og aðalfundar

Málsnúmer 202009047Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Flokkun Eyjafjörður ehf. ásamt fundargerð stjórnarfundar 28. ágúst 2020 og fundargerð aðalfundar 28. ágúst 2020.
Lagt fram til kynningar.

31.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020; fundargerð stjórnar nr. 886,

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.08.2020, nr. 886.
Lagt fram til kynningar.

32.Starfslýsingar sviðsstjóra a) fjármála- og stjórnsýslusviðs og b) veitu- og hafnasviðs.

Málsnúmer 202009077Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu starfslýsingar sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs til yfirferðar í byggðaráði.
Ekki komu fram athugasemdir og lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs