Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Bjarnason, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.
Tekið fyrir minnisblað, dagsett þann 14. ágúst 2020, frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem óskað er eftir heimild til að niðurgreiða námskostnað vegna tónlistarnáms við Tónlistarskólann á Akureyri samkvæmt fyrirliggjandi umsókn frá nemenda. Kostnaður er kr. 182.488.
Í fjárhagsáætlun 2020 er ekki gert ráð fyrir niðurgreiðslu námskostnaðar vegna tónlistarnáms.
Gögn til upplýsingar;
Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.
Umsókn um niðurgreiðslu námskostnaðar.
Reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlög úr Jöfnunarsjóði til stuðnings við tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.
Til umræðu ofangreint.