Byggðaráð

951. fundur 20. ágúst 2020 kl. 13:00 - 15:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs; Umsókn um niðurgreiðslu skólagjalda við Tónlistarskólann á Akureyri

Málsnúmer 202007034Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Bjarnason, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Tekið fyrir minnisblað, dagsett þann 14. ágúst 2020, frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þar sem óskað er eftir heimild til að niðurgreiða námskostnað vegna tónlistarnáms við Tónlistarskólann á Akureyri samkvæmt fyrirliggjandi umsókn frá nemenda. Kostnaður er kr. 182.488.

Í fjárhagsáætlun 2020 er ekki gert ráð fyrir niðurgreiðslu námskostnaðar vegna tónlistarnáms.

Gögn til upplýsingar;
Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.
Umsókn um niðurgreiðslu námskostnaðar.
Reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlög úr Jöfnunarsjóði til stuðnings við tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að greiða kennslukostnað umfram skólagjöld vegna nemandands og felur sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs að koma inn með erindi vegna viðauka þegar bréf frá Tónlistarskóla Akueyrar liggur fyrir um málið.

2.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Samstarf íþróttamiðstöðvar og CDalvík

Málsnúmer 202008026Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kl. 13:20. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn áfram.

íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ásamt fulltrúum Þröster ehf (líkamsræktaraðstaðan að Hafnarbraut 5) hafa unnið drög að samkomulagi um afslátt af árskortum í líkamsræktina hjá íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar og aðstöðunnar í Hafnarbraut 5 ef keypt eru kort á báða staði í einu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að samkomulagi með þeim breytingum að samningurinn verði til eins árs til reynslu og sé háð því að öðrum sambærilegum aðilum með lögheimili í sveitarfélaginu sé gefinn kostur á sams konar samkomulagi. Byggðaráð leggur áherslu á að fyrirkomulag innheimtu verði eins skilvirkt og einfalt og hægt er.

3.Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur; staða mála

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl.13:38. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sátu fundinn áfram.

Á 950. fundi byggðaráðs þann 21. júlí 2020 gerði sveitarstjóri grein fyrir framvindu málsins og á fundinum var farið yfir kostnaðaráætlun frá verktaka vegna viðgerðar á bláa lóninu. Byggðaráð samþykkti að fresta umfjöllun og afgreiðslu þar til frekari upplýsingar lægju fyrir um málið.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir framvindu málsins frá síðasta fundi byggðaráðs þar sem málið var til umfjöllunar og kynnti kostnaðaráætlun frá AVH, dagsett 18. ágúst 2020, fyrir viðgerð á sundlaugarkanti og sundlaugarstétt annars vegar og hins vegar vegna viðgerðar á "Bláa lóninu".

Til umræðu ofangreint.

Gísli Rúnar og Börkur Þór viku af fundi kl. 13:59.










Lagt fram til kynningar.

4.Frá vinnuhópi um endurskoðun mannauðsstefnu

Málsnúmer 202008027Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 13:50 sem fulltrúi vinnuhóps vegna endurskoðunar á Mannauðsstefnu handbókum. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn áfram.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að endurskoðaðri Mannauðsstefnu. Fulltrúar vinnuhóps vegna endurskoðunar á Mannauðsstefnu og handbókum, Gísli Bjarnason og Rúna Kristín, gerðu grein fyrir stefnunni ásamt uppbyggingu handbóka.

Til umræðu ofangreint.

Rúna Kristín og Gísli viku af fundi kl. 14:24.
Byggðaráð felur vinnuhópnum áframhaldandi vinnu við Mannauðsstefnuna og handbækur.

5.Frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála; Tilkynning um kærur vegna breytingu á deiliskipulagi í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík

Málsnúmer 202008005Vakta málsnúmer

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 14:25.

Tekið fyrir erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem upplýst er um tvær stjórnsýslukærur þar sem kærð er ákvörðun og afgreiðsla sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfi á Dalvík. Vegna fram kominna krafna er farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varða og er stjórnvaldi gefið kostur á að tjá sig um kröfuna, 30 dagar frá dagsetningu þessarar tilkynningar, sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Börkur Þór upplýsti að viðbrögð sveitarfélagsins við ofangreindum kærum eru í vinnslu hjá lögmanni Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar.

6.Kvörtun til Heilbrigðiseftirlitsins vegna hausaþurrkunar Samherja

Málsnúmer 202008029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir til upplýsingar afrit af kvörtun sem borist hefur Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra vegna hausaþurrkunar Samherja á Dalvík.

Til umræðu ofangreint.

Börkur Þór vék af fundi kl.15:03.

Lagt fram til kynningar og byggðaráð felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara.

7.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Leiðbeiningar um gjafir til fyrirtækja og félaga - endurskoðun

Málsnúmer 202008014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 18. ágúst 2020, ásamt leiðbeiningum um gjafir til fyrirtækja og félaga þar sem lagt er til endurskoðun á fjárhæðum.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækka viðmiðunarfjárhæðina úr kr. 5.000 í kr. 15.000.

8.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024; áhættugreining

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Á 950. fundi byggðaráðs þann 21. júlí 2020 voru samþykktar forsendur með fjárhagsáætlun 2021. Hluti af forsendum er að unnið sé að áhættugreiningu og fyrirvörum með áætlun.

Með fundarboði fylgdi vinnuskjal, fylgiskjal II, með forsendum fjárhagsáætlunar til umfjöllunar.
Byggðaráð felur framkvæmdastjórn að vinna að skjalinu og leggja fyrir byggðaráð.

9.Lántaka 2020

Málsnúmer 202007083Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs þann 21. júlí s.l. var sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýlusviðs falið að kanna með lántöku til að mæta viðauka vegna lækkunar á framlögum frá Jöfnunarsjóði.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir upplýsingum sem þær hafa aflað frá Lánasjóði sveitarfélaga um hvaða möguleikar standa Dalvíkurbyggð til boða.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að unnið sé að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020 og metin lánsþörf kæmi þá nánar fram.
Lagt fram til kynningar.

10.Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020; viðaukabeiðni

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 18. ágúst 2020, er varðar viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna breytinga á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun sem staðfest var á fundi sveitarstjórnar 16. júní s.l. og 31. mars s.l.

Um er að ræða frestun á fjárfestingu að upphæð 27 m.kr. vegna slökkviliðsbíls en sett í eftirfarandi verkefni:
Sumarátaksstörf, verkfæri og efni.
Hjólastígur.
Sjálfboðaliðastörf, efniskostnaður.
Pallur norðan ferjubryggju
Stígur að gervigrasvelli.
Ærslabelgir á Árskógssandi og Hauganesi.
Markaðsátak vegna Covid
Lóð við Dalvíkurskóla - viðbót.

Kr. 3.760.000 eru verkefni sem flytjst af fjárfestingu og yfir á rekstur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðauka við fjárhagsáætlun 2020, nr. 25 / 2020, að upphæð 27 m.kr. og að honum sem mætt með frestun á fjárfestingu vegna slökkviliðsbíls að upphæð 27 m.kr. Um er að ræða tilfærslur á verkefnum innan deildar 32200 að upphæð kr. 23.240.000 en kr. 3.760.000 fara á rekstur; þ.e. kr. 2.725.000 á 11410-2997, kr. 535.000 á 11410-2997 og kr. 500.000 21500-4915.

11.Frá sveitarstjóra; Leiðrétting á milli deilda og fjárhagslykla; viðaukabeiðni

Málsnúmer 202007065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sveitarstjóra, dagsett þann 24. júlí 2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna leiðréttingar á milli deilda og lykla vegna AFE, SSNE og MN. Viðaukabeiðnin er tilkomin vegna þess að við fjárhagsáætlunargerð 2020 lá ekki fyrir endanlega hvernig gjöld vegna ofangreindra félaga myndu leggjast á sveitarfélögin þar sem sameining þeirra lá ekki fyrir fyrr en seint í nóvember. Um er að ræða tilfærslur til og frá af deildum 21800 (hækkun um kr. 3.040.050 , 13410 lækkun um kr. 3.547.500 og 05330 hækkun um kr. 30.052, mismunurinn er kr. 477.398 og lagt er til að hann fari til hækkunar á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun 2020 þannig að liður 21800-9145 hækki um kr. 3.710.050, liður 21800-4955 lækki um kr. 670.000, liður 13410-9145 lækki um kr. 3.547.500 og liður 05330-9145 hækki um kr. 30.052. Mismunurinn fari til hækkunar á handbært fé, kr. 477.398.

12.Tilnefning í fulltrúaráð Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses

Málsnúmer 202008011Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses dagsett 11. ágúst 2020, beiðni um tilnefningu fjögurra fulltrúa frá Dalvíkurbyggð í fulltrúaráð samkvæmt samþykktum félagsins.


Tilnefndir eru:
Frá Dalvíkurbyggð;
Felix Rafn Felixson
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir
Kristinn Bogi Antonsson
Helga Íris Ingólfsdóttir

Upplýst var á fundinum að frá leigjendum eru tilnefnd;
Borghildur Freyja Rúnarsdóttir
Andri Mar Flosason


Ekki komu fram aðrar tillögur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tilnefningar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

13.Fræðsluráð - 250, frá 12.08.2020

Málsnúmer 2006001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11. liðum. Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.

14.Félagsmálaráð - 241, frá 11.08.2020

Málsnúmer 2008001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum. Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs