Tilnefning í fulltrúaráð Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses

Málsnúmer 202008011

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 951. fundur - 20.08.2020

Tekið fyrir erindi frá Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses dagsett 11. ágúst 2020, beiðni um tilnefningu fjögurra fulltrúa frá Dalvíkurbyggð í fulltrúaráð samkvæmt samþykktum félagsins.


Tilnefndir eru:
Frá Dalvíkurbyggð;
Felix Rafn Felixson
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir
Kristinn Bogi Antonsson
Helga Íris Ingólfsdóttir

Upplýst var á fundinum að frá leigjendum eru tilnefnd;
Borghildur Freyja Rúnarsdóttir
Andri Mar Flosason


Ekki komu fram aðrar tillögur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tilnefningar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 54. fundur - 21.08.2020

Með bréfi til byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 11. ágúst 2020 var óskað eftir tilnefningu frá Dalvíkurbyggð í fulltrúaráð samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að samþykktum félagsins, alls 4 fulltrúar frá sveitarfélaginu. Einnig tilnefna leigjendur eða fulltrúar þeirra tvo aðila í fulltrúaráð.

Á fundi byggðaráðs þann 20. ágúst 2020 voru eftirtaldir skipaðir í fulltrúaráðið:
Felix Rafn Felixson
Helga Íris Ingólfsdóttir
Kristinn Bogi Antonsson
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir

Frá leigjendum eða fulltrúum þeirra eru eftirtaldir skipaðir í fulltrúaráðið:
Borghildur Freyja Rúnarsdóttir
Andri Mar Flosason
Stjórn Leiguíbúðanna fagnar ofangreindri skipan í fulltrúaráð Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.

Stjórn Leiguíbúðanna samþykkir samhljóða að boða fulltrúaráðið formlega til ársfundar. Með fundarboðinu fylgi öll gögn sem taka á fyrir á ársfundinum til upplýsinga.

Byggðaráð - 957. fundur - 08.10.2020

Á 951. fundi byggðaráðs þann 20. ágúst 2020 voru tilnefndir fulltrúar frá Dalvíkurbyggð í fulltrúaráð Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.

Taka þarf ákvörðun um þóknun vegna fundasetu og hvar hún vistast hjá Dalvíkurbyggð.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að þóknun fulltrúa Dalvíkurbyggðar í fulltrúaráðinu fylgi fundaþóknun fyrir setu í ráðum og nefndum almennt fyrir Dalvíkurbyggð.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kostnaður vegna fundarsetu bókist á deild 02500; sameiginlegur kostnaður undir málaflokknum félagsþjónusta, vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.