Málsnúmer 201707019Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:15.
Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn kl. 13:30 í gegnum fjarfund.
Á 956. fundi byggðaráðs þann 24. september s.l. var sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu hvað varðar áformuð kaup Dalvíkurbyggðar á jörðinni Selá sem er í eigu ríkisins. Byggðaráð óskaði eftir að málið yrði meðal annars skoðað út frá síðustu málsgreininni í svarbréfi ráðuneytisins, dagsett þann 17.09.2020, út frá hagsmunum sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri, Börkur Þór og Þorsteinn gerður grein fyrir símafundi sem þau áttu með fulltrúum ráðuneytisins þann 5. október s.l.
Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:35.