Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund TEAMS Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 14:30, en þau ásamt Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur, ráðgjafa, unnu að endurskoðun Mannauðsstefnu fyrir Dalvíkurbyggð ásamt starfsmannahandbók og stjórnendahandbók. Einnig kom sérstakur rýnihópur starfsmanna að málum.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi Mannauðsstefna Dalvíkurbyggðar sem byggðaráð staðfesti á fundi sínum þann 27. ágúst s.l. ásamt handbókum og öllum fylgigögnum.
Eyrún, Gísli viku af fundi kl. 15:39.