Tekið fyrir minnisblað frá sveitarstjóra, dagsett þann 24. júlí 2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna leiðréttingar á milli deilda og lykla vegna AFE, SSNE og MN. Viðaukabeiðnin er tilkomin vegna þess að við fjárhagsáætlunargerð 2020 lá ekki fyrir endanlega hvernig gjöld vegna ofangreindra félaga myndu leggjast á sveitarfélögin þar sem sameining þeirra lá ekki fyrir fyrr en seint í nóvember. Um er að ræða tilfærslur til og frá af deildum 21800 (hækkun um kr. 3.040.050 , 13410 lækkun um kr. 3.547.500 og 05330 hækkun um kr. 30.052, mismunurinn er kr. 477.398 og lagt er til að hann fari til hækkunar á handbæru fé.