Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020

Málsnúmer 201909134

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 327. fundur - 27.09.2019

Til umræðu framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020
Farið var yfir tillögur að framkvæmdum ársins 2020.

Umhverfisráð - 328. fundur - 08.10.2019

Farið var yfir tillögur að framkvæmdum ársins 2020.
Umhverfisráð samþykkir og leggur til framlagðar framkvæmda og fjárfestingatillögur sem fela meðal annars í sér aukið fjármagn til endurnýjunar og viðhalds á gangstéttum og allra leiksvæða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 332. fundur - 31.01.2020

Til umræðu framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020.
Undir þessum lið kom á fundinn Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 08:20
Deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar vék af fundi kl. 09:06
Umhverfisráð þakkar greinargóða yfirferð.

Umhverfisráð - 336. fundur - 24.04.2020

Til umræðu framkvæmdir sumarsins.
Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar vék af fundi kl. 09:42.
Umhverfisráð felur deildarstjóra eigna-og framkvæmdadeildar að útbúa forgangsröðun og kostnaðaráætlun fyrir göngustíga og gangstéttir til að leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Umhverfisráð - 337. fundur - 08.05.2020

Til umræðu framkvæmdir sumarsins.
Deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kynnir tillögu að þeim framkvæmdum sem ekki var búið að skilgreina.
Undir þessum lið kom inn á fundinn Margrét Silja, frá Vegagerðinni, kl. 09:58 vegna fyrirhugaðra gangbrauta á vegum Vegagerðarinnar við Hafnarbraut og Gunnarsbraut.
Margrét Silja vék af fundi kl. 10:13
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að senda Margréti Silju tillögur ráðsins um staðsetningar gangbrauta við Gunnarsbraut og Hafnarbraut.
Steinþór vék af fundi kl. 12:00
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða áætlun og leggur til að þau verkefni sem lögð eru til, verði framkvæmd í sumar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 944. fundur - 14.05.2020

Á 337. fundi umhverfisráðs þann 8. maí 2020 fór Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar yfir tillögur að þeim framkvæmdum sem ekki var búið að skilgreina í fjárhagsáætlun en falla undir samþykkt sveitarstjórnar frá 31.03.2020 um 12 miljónir í atvinnuskapandi verkefni og átaksverkefni. Eftirfarandi var bókað:

"Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða áætlun og leggur til að þau verkefni sem lögð eru til, verði framkvæmd í sumar."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Byggðaráð fór yfir framlagða áætlun sem fylgdi með fundarboði á minnisblaði frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.
Byggðaráð felur starfsmönnum að vinna tillögurnar áfram og miða við að þær séu meira atvinnuskapandi.

Byggðaráð - 946. fundur - 04.06.2020

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson deildarstjóri EF-deildar komu inn á fundinn kl. 09:38.

Á 944. fundi byggðaráðs þann 14. maí 2020 fól byggðaráð starfsmönnum að vinna áfram tillögur sem falla undir samþykkt sveitarstjórnar frá 31.03.2020 um 12 milljónir í atvinnuskapandi verkefni og átaksverkefni og miða við að þær séu meira atvinnuskapandi.
Lögð fram ný tillaga til umræðu, listi yfir átaksverkefni sumarsins.

Börkur og Steinþór viku af fundi kl. 10:22.
Byggðaráð vísar málinu áfram til ákvarðanatöku á næsta fundi ráðsins.

Byggðaráð - 947. fundur - 11.06.2020

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson, deildarstjóri EF deildar komu á fundinn kl. 13:55.

Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 lagði sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fram nýja tillögu til umræðu, lista yfir átaksverkefni sumarsins.

Byggðaráð vísaði málinu áfram til ákvarðanatöku á næsta fundi ráðsins.

Með fundarboði fylgdi breytt tillaga frá umhverfis- og tæknisviði að átaksverkefnum sumarsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagðan lista yfir átaksverkefni sumarsins.

Umhverfisráð - 338. fundur - 12.06.2020

Til umræðu framkvæmdar sumarsins og kynning á breytingu sem orðið hafa á framkvæmdarlista. Undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 08:16
Þar sem lægsta tilboð, kr. 41,1 milljón, í framkvæmdina göngustígur frá Olís að Árgerði var 11% yfir kostnaðaáætlun leggur umhverfisráð til að beðið verði með gangstétt frá Hafnarbraut 21 til 25 og sviðsstjóra falið að óska eftir viðauka fyrir því sem uppá vantar.
Ráðið óskar í framhaldinu eftir því að framkvæmdarlistinn verði birtur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 lagði sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fram nýja tillögu til umræðu, lista yfir átaksverkefni sumarsins.

Byggðaráð vísaði málinu áfram til ákvarðanatöku á næsta fundi ráðsins.

Með fundarboði fylgdi breytt tillaga frá umhverfis- og tæknisviði að átaksverkefnum sumarsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagðan lista yfir átaksverkefni sumarsins."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að lista yfir átaksverkefni sumarsins.

Umhverfisráð - 339. fundur - 03.07.2020

Farið var í vettvangsskoðun í sveitarfélaginu ásamt Steinþóri Björnssyni, deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar.
Steinþór vék af fundi kl. 10:15.
Umhverfisráð fagnar þeim fjölmörgu verkefnum sem unnið er að. Sérstaklega þeim endurbótum sem unnar hafa verið á leiksvæðum og opnum svæðum sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 951. fundur - 20.08.2020

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 18. ágúst 2020, er varðar viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna breytinga á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun sem staðfest var á fundi sveitarstjórnar 16. júní s.l. og 31. mars s.l.

Um er að ræða frestun á fjárfestingu að upphæð 27 m.kr. vegna slökkviliðsbíls en sett í eftirfarandi verkefni:
Sumarátaksstörf, verkfæri og efni.
Hjólastígur.
Sjálfboðaliðastörf, efniskostnaður.
Pallur norðan ferjubryggju
Stígur að gervigrasvelli.
Ærslabelgir á Árskógssandi og Hauganesi.
Markaðsátak vegna Covid
Lóð við Dalvíkurskóla - viðbót.

Kr. 3.760.000 eru verkefni sem flytjst af fjárfestingu og yfir á rekstur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðauka við fjárhagsáætlun 2020, nr. 25 / 2020, að upphæð 27 m.kr. og að honum sem mætt með frestun á fjárfestingu vegna slökkviliðsbíls að upphæð 27 m.kr. Um er að ræða tilfærslur á verkefnum innan deildar 32200 að upphæð kr. 23.240.000 en kr. 3.760.000 fara á rekstur; þ.e. kr. 2.725.000 á 11410-2997, kr. 535.000 á 11410-2997 og kr. 500.000 21500-4915.

Umhverfisráð - 340. fundur - 04.09.2020

Til umræðu staða framkvæmda ársins 2020, undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 08:15
Umhverfisráð fagnar þeim fjölmörgu verkefnum sem ráðist hefur verið í á árinu og þakkar Steinþóri greinargóða yfirferð á stöðu þeirra verkefna sem enn eru í vinnslu.
Ráðið leggur til að þar sem hagstæð tilboð fengust í endurnýjun götulýsingar áfanga eitt verði einnig farið í endurnýjun á lýsingu skólalóðar og lóðar við Íþróttamiðstöðina.

Byggðaráð - 973. fundur - 14.01.2021

Með innsendu erindi óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir flutningi á fjármagni milli ára samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

a) Annars vegar er um að ræða viðaukabeiðni vegna sjóvarna að upphæð kr. 1.853.000 vegna sjóvarna sem átti að framkvæma 2020, lykill 32200-11560 þannig að hann hækki úr kr. 5.565.000 í kr. 7.418.000.
b) Hins vegar er um að ræða viðaukabeiðni vegna framkvæmda á opnu svæði við Hringtún sem náðist ekki að framkvæma 2020, að upphæð kr. 2.000.000, lykill 32200-11900, þannig að sá liður hækkar úr kr. 0 upp í kr. 2.000.000.

Steinþór vék af fundi kl. 15:17.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni vegna sjóvarna að upphæð kr. 1.853.000, viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2021, á lykil 32200-11560 og leggur til að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni vegna opins svæðis við Hringtún, viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 2.000.000 á lykil 32200-11900 og leggur til við sveitarstjórn að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:

"Með innsendu erindi óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir flutningi á fjármagni milli ára samkvæmt meðfylgjandi gögnum. a) Annars vegar er um að ræða viðaukabeiðni vegna sjóvarna að upphæð kr. 1.853.000 vegna sjóvarna sem átti að framkvæma 2020, lykill 32200-11560 þannig að hann hækki úr kr. 5.565.000 í kr. 7.418.000. b) Hins vegar er um að ræða viðaukabeiðni vegna framkvæmda á opnu svæði við Hringtún sem náðist ekki að framkvæma 2020, að upphæð kr. 2.000.000, lykill 32200-11900, þannig að sá liður hækkar úr kr. 0 upp í kr. 2.000.000. Steinþór vék af fundi kl. 15:17.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni vegna sjóvarna að upphæð kr. 1.853.000, viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2021, á lykil 32200-11560 og leggur til að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni vegna opins svæðis við Hringtún, viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 2.000.000 á lykil 32200-11900 og leggur til við sveitarstjórn að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 1.853.000 á lykil 32200-11560 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 2.000.000 á lykil 32200-11900 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Umhverfisráð - 348. fundur - 21.01.2021

Til kynningar samþykktar framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2021
Lagt fram til kynningar.
Umhverfisráð leggur til að farið verði tímanlega í undirbúning á þessum verkefnum og að ráðið verði upplýst reglulega um framvindu mála.