Umhverfisráð

348. fundur 21. janúar 2021 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Eva Björk Guðmundsdóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Kynning á innkauparáði og hlutverk þess

Málsnúmer 202011043Vakta málsnúmer

Sviðsstjór fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn kr. 08:15 og fór yfir hlutverk innkauparáðs.

Guðrún Pálína vék af fundi kl. 08:51
Umhverfisráð þakkar fyrir fróðlega kynningu á innkauparáði.

2.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 3. desember 2020 með athugasemdafresti til 13. janúar 2021. Fjórar umsagnir og þrjár ábendingar/athugasemdir bárust á auglýsingartímanum:

Nafn/stofnun: Umsögn umhverfisstofnunar
Athugasemd: Votlendi,vegslóðar
Afgreiðsla: Ekki er gert ráð fyrir raski á votlendi, vegslóðar verða flokkaðir og settir inn í endurskoðað aðalskipulag.


Nafn/stofnun: Umsögn Minjastofnunar
Athugasemd: Vitnað í þjóðminjalög í stað laga um menningarminjar í greinargerð
Afgreiðsla: Lagfært.

Nafn/stofnun: Umsögn Vegagerðarinnar
Athugasemd: Tenging bílastæða við veg, aðskilnaður milli rútustæða og vegar og samráð um útfærslu stíga
Afgreiðsla: Lagfært og samráð haft um stíga.

Nafn/stofnun: Umsögn Veitu- og hafnarsviðs Dalvíkurbyggðar
Athugasemd: Bent á að núverandi veitukerfi hefur ekki burði til að þjónusta þá innviðauppbyggingu sem gert er ráð fyrir
Afgreiðsla: Þegar kemur til þeirrar uppbyggingar sem gert er ráð fyrir verður ráðist í nauðsynlegar endurbætur á lagnakerfi svæðisins.

Nafn/stofnun: Miðgarður akstursíþróttafélag
Athugasemd: Óskað er eftir að bætt verði við vélsleðaleið við suðurenda Dalvíkur að núverandi vélsleðaleið.
Afgreiðsla: Vélsleðaleið verður bætt við sunnan og vestan byggðar samkvæmt óskum Miðgarðs.

Nafn/stofnun: Jón Arnar Sverrisson
Athugasemd: Merking gönguskíðaleiða og stærð skógræktarsvæðis.
Afgreiðsla: Ekki er gert ráð fyrir að merkja gönguskíðaleiðir sérstaklega, afmörkun skógræktarsvæðis verður endurskoðuð.

Nafn/stofnun: Lilja Ólafsdóttir
Athugasemd: Breytt fyrirkomulag stíga þannig að ekki sé gert ráð fyrir samnýtingu gangandi og hestamanna og tafla 4.1 í umhverfisskýrslu greinargerðarinnar verði uppfærð og gert ráð fyrir að fram komi mat á hávaðamengun frá snjóframleiðslu.
Afgreiðsla: Þeir stígar sem gert er ráð fyrir samnýtingu gangandi og hestamanna eru nýttir þannig í dag og gert ráð fyrir því áfram. Tafla 4.1 í umhverfisskýrslu greinargerðarinnar verður uppfærð.

Nafn/stofnun: Sveinn Brynjólfsson
Athugasemd: Lega vélsleðaleiðar norðan Löngulautar, Skógrækt norðan við neðri lyftu og merking gönguskíðabrauta. (Þessi athugsemd kom eftir að fjallað hafði verið um skipulagsdrög og áður en skipulagstillagan var auglýst).
Afgreiðsla: Legu vélsleðaleiða hefur verið breytt í samræmi við óskir bréfritara, skógrækt norðan neðri lyftu er ekki lengur á skipulagsuppdrætti. Ekki er gert ráð fyrir að merkja gönguskíðaleiðir sérstaklega.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna með smávægilegum breytingum að teknu tilliti til athugasemda.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að senda umsagnaraðilum og þeim sem gerðu athugasemd svar með afgreiðslu nefndarinnar. Einnig er honum falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

3.Möguleiki á litlu lögbýli á spildu úr landi Ytra- Hvarfs.

Málsnúmer 202101052Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 18. nóvember 2021 óska þau Hrefna D. Gunnarsdóttir og Wesley R. Farnsworth eftir afstöðu umhverfisráðs til stofnunar lögbýlis á spildu úr landi Ytra-Hvarfs samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð leggur til að fallist verði á landskipti og afmörkun nýrrar eignar úr landi Ytra-Hvarfs með vísan í almenna heimild í aðalskipulagi um byggingu nýrra íbúðarhúsa á bújörðum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Til kynningar samþykktar framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2021
Lagt fram til kynningar.
Umhverfisráð leggur til að farið verði tímanlega í undirbúning á þessum verkefnum og að ráðið verði upplýst reglulega um framvindu mála.

5.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malatöku í landi Bakka 2020

Málsnúmer 202012101Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 17. desember 2020 óskar Þór Ingvason eftir framkvæmdarleyfi til malartöku í landi Bakka samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Undir þessum lið vék Helga Íris Ingólfsdóttir af fundi kl. 09:58
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

6.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku í landi Grundar 2020

Málsnúmer 202012100Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 10:02
Með innsendu erindi dags. 16. desember 2020 óskar Friðrik Þórarinsson eftir framkvæmdarleyfi til malartöku í landi Grundar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Ósk um aðkomu Dalvíkurbyggðar að snjómokstri að Vallholti á Árskógsströnd

Málsnúmer 202002073Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 20. febrúar 2020 óskar Birkir Árnason eftir aðkomu sveitarfélagsins að snjómokstri að Vallholti á Árskógsströnd.
Erindinu var frestað þar sem endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs hafði ekki farið fram, en það var gert 18. desember 2020.
Umhverfisráð hafnar erindinu þar sem Vallholt er ekki lögbýli heldur íbúðarhúsalóð.
Ráðið bendir umsækjanda á viðmiðunarreglur um snjómokstur þar sem þátttaka sveitarfélagins er klst. tvö gegn framvísun reiknings.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 - í Samráðsgátt.

Málsnúmer 202101038Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur þann 12. janúar 2021, þar sem vakin er athygli á að drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 hafa verið birt í Samráðsgátt.
Lagt fram til kynningar

9.Umsögn um drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu

Málsnúmer 202101002Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 30. desember 2020, þar sem fram kemur að í framhaldi af kynningarfundi sem haldinn var 22. desember sl. hafa verið unnin drög að umsögn sambandsins um tillögu að viðbótum við landsskipulagsstefnu. Drögin eru hér með send til allra sveitarfélaga með ósk um ábendingar við umsögnina. Frestur til að senda endanlega umsögn er til 8. janúar og er þess vinsamlega farið á leit að ábendingar berist undirrituðum eigi síðar en 7. janúar. Einnig er bent á að í viðburðadagatali sambandsins er gert ráð fyrir fundum 11. janúar um brennslu úrgangs og 18. janúar um frumvarp um hálendisþjóðgarð.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs