Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer
Tillaga að deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 3. desember 2020 með athugasemdafresti til 13. janúar 2021. Fjórar umsagnir og þrjár ábendingar/athugasemdir bárust á auglýsingartímanum:
Nafn/stofnun: Umsögn umhverfisstofnunar
Athugasemd: Votlendi,vegslóðar
Afgreiðsla: Ekki er gert ráð fyrir raski á votlendi, vegslóðar verða flokkaðir og settir inn í endurskoðað aðalskipulag.
Nafn/stofnun: Umsögn Minjastofnunar
Athugasemd: Vitnað í þjóðminjalög í stað laga um menningarminjar í greinargerð
Afgreiðsla: Lagfært.
Nafn/stofnun: Umsögn Vegagerðarinnar
Athugasemd: Tenging bílastæða við veg, aðskilnaður milli rútustæða og vegar og samráð um útfærslu stíga
Afgreiðsla: Lagfært og samráð haft um stíga.
Nafn/stofnun: Umsögn Veitu- og hafnarsviðs Dalvíkurbyggðar
Athugasemd: Bent á að núverandi veitukerfi hefur ekki burði til að þjónusta þá innviðauppbyggingu sem gert er ráð fyrir
Afgreiðsla: Þegar kemur til þeirrar uppbyggingar sem gert er ráð fyrir verður ráðist í nauðsynlegar endurbætur á lagnakerfi svæðisins.
Nafn/stofnun: Miðgarður akstursíþróttafélag
Athugasemd: Óskað er eftir að bætt verði við vélsleðaleið við suðurenda Dalvíkur að núverandi vélsleðaleið.
Afgreiðsla: Vélsleðaleið verður bætt við sunnan og vestan byggðar samkvæmt óskum Miðgarðs.
Nafn/stofnun: Jón Arnar Sverrisson
Athugasemd: Merking gönguskíðaleiða og stærð skógræktarsvæðis.
Afgreiðsla: Ekki er gert ráð fyrir að merkja gönguskíðaleiðir sérstaklega, afmörkun skógræktarsvæðis verður endurskoðuð.
Nafn/stofnun: Lilja Ólafsdóttir
Athugasemd: Breytt fyrirkomulag stíga þannig að ekki sé gert ráð fyrir samnýtingu gangandi og hestamanna og tafla 4.1 í umhverfisskýrslu greinargerðarinnar verði uppfærð og gert ráð fyrir að fram komi mat á hávaðamengun frá snjóframleiðslu.
Afgreiðsla: Þeir stígar sem gert er ráð fyrir samnýtingu gangandi og hestamanna eru nýttir þannig í dag og gert ráð fyrir því áfram. Tafla 4.1 í umhverfisskýrslu greinargerðarinnar verður uppfærð.
Nafn/stofnun: Sveinn Brynjólfsson
Athugasemd: Lega vélsleðaleiðar norðan Löngulautar, Skógrækt norðan við neðri lyftu og merking gönguskíðabrauta. (Þessi athugsemd kom eftir að fjallað hafði verið um skipulagsdrög og áður en skipulagstillagan var auglýst).
Afgreiðsla: Legu vélsleðaleiða hefur verið breytt í samræmi við óskir bréfritara, skógrækt norðan neðri lyftu er ekki lengur á skipulagsuppdrætti. Ekki er gert ráð fyrir að merkja gönguskíðaleiðir sérstaklega.