Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 30. desember 2020, þar sem fram kemur að í framhaldi af kynningarfundi sem haldinn var 22. desember sl. hafa verið unnin drög að umsögn sambandsins um tillögu að viðbótum við landsskipulagsstefnu. Drögin eru hér með send til allra sveitarfélaga með ósk um ábendingar við umsögnina. Frestur til að senda endanlega umsögn er til 8. janúar og er þess vinsamlega farið á leit að ábendingar berist undirrituðum eigi síðar en 7. janúar.
Einnig er bent á að í viðburðadagatali sambandsins er gert ráð fyrir fundum 11. janúar um brennslu úrgangs og 18. janúar um frumvarp um hálendisþjóðgarð.