Möguleiki á litlu lögbýli á spildu úr landi Ytra- Hvarfs.

Málsnúmer 202101052

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 348. fundur - 21.01.2021

Með innsendu erindi dags. 18. nóvember 2021 óska þau Hrefna D. Gunnarsdóttir og Wesley R. Farnsworth eftir afstöðu umhverfisráðs til stofnunar lögbýlis á spildu úr landi Ytra-Hvarfs samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð leggur til að fallist verði á landskipti og afmörkun nýrrar eignar úr landi Ytra-Hvarfs með vísan í almenna heimild í aðalskipulagi um byggingu nýrra íbúðarhúsa á bújörðum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Á 348. fundi umhverfisráðs þann 21. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 18. nóvember 2021 óska þau Hrefna D. Gunnarsdóttir og Wesley R. Farnsworth eftir afstöðu umhverfisráðs til stofnunar lögbýlis á spildu úr landi Ytra-Hvarfs samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð leggur til að fallist verði á landskipti og afmörkun nýrrar eignar úr landi Ytra-Hvarfs með vísan í almenna heimild í aðalskipulagi um byggingu nýrra íbúðarhúsa á bújörðum. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Jón Ingi Sveinsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs og samþykkir landskipti og afmörkun nýrrar eignar úr landi Ytra-Hvarfs með vísan í almenna heimild í aðalskipulagi um byggingu nýrra íbúðarhúsa á bújörðum.