Á 348. fundi umhverfisráðs þann 21. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 20. febrúar 2020 óskar Birkir Árnason eftir aðkomu sveitarfélagsins að snjómokstri að Vallholti á Árskógsströnd. Erindinu var frestað þar sem endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs hafði ekki farið fram, en það var gert 18. desember 2020.
Umhverfisráð hafnar erindinu þar sem Vallholt er ekki lögbýli heldur íbúðarhúsalóð. Ráðið bendir umsækjanda á viðmiðunarreglur um snjómokstur þar sem þátttaka sveitarfélagins er klst. tvö gegn framvísun reiknings. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."