Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku í landi Grundar 2020

Málsnúmer 202012100

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 348. fundur - 21.01.2021

Helga Íris Ingólfsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 10:02
Með innsendu erindi dags. 16. desember 2020 óskar Friðrik Þórarinsson eftir framkvæmdarleyfi til malartöku í landi Grundar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn kl. 16:53.


Á 348. fundi umhverfisráðs þann 21. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Helga Íris Ingólfsdóttir kom aftur inn á fundinn kl. 10:02 Með innsendu erindi dags. 16. desember 2020 óskar Friðrik Þórarinsson eftir framkvæmdarleyfi til malartöku í landi Grundar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og framkvæmdaleyfi til malartöku í landi Grundar.