Umhverfisráð

338. fundur 12. júní 2020 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Lilja Bjarnadóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Friðrik Vilhelmsson.

1.Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmdar sumarsins og kynning á breytingu sem orðið hafa á framkvæmdarlista. Undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 08:16
Þar sem lægsta tilboð, kr. 41,1 milljón, í framkvæmdina göngustígur frá Olís að Árgerði var 11% yfir kostnaðaáætlun leggur umhverfisráð til að beðið verði með gangstétt frá Hafnarbraut 21 til 25 og sviðsstjóra falið að óska eftir viðauka fyrir því sem uppá vantar.
Ráðið óskar í framhaldinu eftir því að framkvæmdarlistinn verði birtur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Förgun úrgangs og malarnám í landi Hrísa

Málsnúmer 202005056Vakta málsnúmer

Til umræðu innsent erindi frá Hjörleifi Hjartarssyni vegna förgunar úrgangs og malarnáms í landi Hrísa.
Steinþór vék af fundi kl. 09:10
Umhverfisráð þakkar Hjörleifi ábendingarnar og óskar eftir að hann komi á næsta fund ráðsins.

3.Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118Vakta málsnúmer

Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar, endurskoðun.

Skipulags- og matslýsing fyrir endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar var auglýst 28. febrúar 2020. Óskað var eftir ábendingum, tillögum og sjónarmiðum um fyrirhugaða skipulagsvinnu og var frestur gefinn til 27. apríl 2020. Jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum og sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga. Vegna aðstæðna var ekki haldinn samráðsfundur eins og til stóð en þess í stað lagt fram aðgengilegt yfirlit yfir meginatriði lýsingarinnar.
Fjölmargar umsagnir og ábendingar bárust á auglýsingatímanum.
Ábendingar og athugasemdir sem bárust verða hafðar til hliðsjónar við endurskoðun aðalskipulagsins eftir því sem þær eiga við. Stefnt er að því að almennur samráðsfundur um áherslur og efnistök við endurskoðun aðalskipulagsins verði haldinn síðar á þessu ári.

4.Snjómokstur 2020

Málsnúmer 202002053Vakta málsnúmer

Svar jöfnunarsjóðs vegna óskar Dalvíkurbyggðar um aukið framlag vegna snjómoksturs.
Lagt fram til kynningar

5.Ársreikningur og skýrsla stjórnar 2019

Málsnúmer 202006045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársreikningur og skýrsla stjórnar 2019 fyrir björgunarsveitina Dalvík.
Undir þessum lið vék Haukur Gunnarsson af fundi kl.09:20

Haukur kom aftur inn á fundinn kl. 09:25
Lagt fram til kynningar.

6.Erindi fyrir hönd eigenda Skógarhóla 29 a,b,c og d.

Málsnúmer 202005108Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 15. maí 2020 óskar Anna Lísa Stefánsdóttir fyrir hönd eigenda að Skógarhólum 29 a,b,c og d eftir upplýsingum vegna göngustígs norðan og austan við raðhúsin.
Aðkoma norðan Skógahóla 29 er innan lóðarmarka umrædds húss og því ekki á ábyrgð sveitarfélagsins. Hvað varðar göngustíginn austan við húsið þá verður hann malbikaður í sumar.

7.Til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.

Málsnúmer 202005050Vakta málsnúmer

Til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.
Lagt fram til kynningar

8.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Með bréfi frá Skipulagsstofnun, sem dagsett er 28. maí 2020, kemur eftirfarandi fram:
"Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 6. júlí 2020."
Lagt fram til kynningar

9.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005152Vakta málsnúmer

Með rafrænni umsókn óskar Rúnar Búason eftir byggingarleyfi að Brekkukoti samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202006052Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 8. júní 2020 óskar Stefán Grímur Rafnsson eftir byggingarleyfi vegna breytinga á Sunnubraut 1 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Karlsrauðatorg 14

Málsnúmer 202006055Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 8. júní 2020 óskar Kristján E Hjartarsson fyrir hönd Björgvins Hjörleifssonar og Preeya Khempornyib eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Karlsrauðatorg 14 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð óskar eftir að umsækjendur leggi fram samþykki meðeigenda ásamt grenndarkynningu nærliggjandi lóða.
Eftirfarandi hús skal grenndarkynna framvæmdina.
Karlsrauðatorg 12
Karlsrauðatorg 16
Karlsrauðatorg 18
Bárugata 3
Bárugata 5
Bárugata 7
Bárugata 9
Geri aðliggjandi lóðarhafar ekki athugasemdir felur umhverfisráð sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Efsta-Kot

Málsnúmer 202006056Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 8. júní 2020 óskar Kristján E Hjartarsson fyrir hönd Láru Bettyar Harðardóttur og Skafta Brynjólfssonar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Efsta-Kot samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005024Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 06. maí 2020 sækir Efla verkfræðistofa um byggingarleyfi vegna viðbygginga við fráveitudælustöð að Sjávarbraut 4, Dalvík.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að afla frekari gagna fyrir næsta fund.

14.Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Hólshús

Málsnúmer 202006060Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 9. júní 2020 óskar Kristján E Hjartarsson fyrir hönd Sólrúnar Láru Reynisdóttur eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólshús samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki veitt umbeðið byggingarleyfi þar sem í gildandi deiliskipulagi svæðisins er hámarksstærð húsa 60 m2. Umsækjanda er bent á að breyta þurfi skilmálum deiliskipulags áður en sótt er um byggingarleyfi.

15.Fyrirspurn um lóð norðan Hauganesvegar

Málsnúmer 202005107Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 17. maí 2020 óska þau Arnar Már Snorrason og Hermína Gunnþórsdóttir eftir lóð norðan Hauganesvegar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til endurskoðunar aðalskipulags Dalvíkurbyggðar og gerðar deiliskipulags fyrir Hauganes sem er í vinnslu.

16.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005110Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 11. mars 2020 óskar Míla eftir byggingarleyfi fyrir endurnýjun á fjarskiptamastri við Hafnarbraut 26 Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eftirfarandi nágrönnum
Bjarkarbraut 15-21 og Hafnarbrautar 21 og 25.
Geri nágrannar ekki athugasemdir felur ráðið svisstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Umsókn um lóð

Málsnúmer 202005143Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 27. maí 2020 óska Gunnlaugur Svansson eftir lóðinni við Hringtún 24 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina.

Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum

18.Umsókn um lóð

Málsnúmer 202005025Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 06. maí 2020 óskar Elvar Reykjalín eftir lóðinni Hafnargata 6a á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Á 337. fundi umhverfisráðs þann 8. maí 2020 var erindinu frestað og sviðsstjóra falið að afla frekari gagna.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðna lóð og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

19.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarna í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202006061Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 8. júní 2020 óskar Pétur Ingi Sveinbjörnsson eftir framkvæmdarleyfi fyrir hönd Vegagerðarinnar vegna sjóvarna í Dalvíkurbyggð 2020
Umhverfisráð veitir umbeðið framkvæmdarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs