Umhverfisráð

332. fundur 31. janúar 2020 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020.
Undir þessum lið kom á fundinn Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 08:20
Deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar vék af fundi kl. 09:06
Umhverfisráð þakkar greinargóða yfirferð.

2.Áhersluverkefni Eyþings 2020

Málsnúmer 202001004Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi dagsettur 20. desember 2019, þar sem auglýst er eftir hugmyndum að áhersluverkefnum 2020.

Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar-, menningar- og umhverfismála.
Áhersluverkefnin skulu samþykkt af stjórn Eyþings og þurfa að hljóta staðfestingu stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál.

Hægt er að skila inn hugmyndum til Eyþings til 31. janúar 2020.
Undir þessum lið kom inn á fundinn Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar kl. 09:10

Farið yfir mögulega umsókn Dalvíkurbyggðar sem gerð er í samstarfi umhverfisráðs og atvinnumála- og kynningaráðs.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúi vék af fundinum kl. 09:16
Umhverfisráð þakkar þjónustu- og upplýsingafulltrúa fyrir kynninguna.

3.Fyrirspurn vegna gróðursetningar á trjám meðfram Hauganesvegi

Málsnúmer 202001022Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 03. janúar 2020 óskar Gunnar A. Njáll Gunnarsson eftir viðbrögðum sveitarfélagsins við gróðursetningu meðfram Hauganesvegi samkvæmt meðfylgjandi tillögu.
Umhverfisráð þakkar innsent erindi.
Þar sem endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar stendur yfir telur ráðið ekki tímabært að taka afstöðu til erindisins.
Því verður svarað þegar kortlagningu skógaræktarsvæða liggur fyrir.
Fylgiskjöl:

4.Umsókn um lóð við Skógarhóla 12.

Málsnúmer 202001024Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 05. janúar 2020 sækir Ari Már Gunnarsson um lóðina við Skógarhóla 12, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.

5.Stefna Sambands ísl. sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð

Málsnúmer 202001062Vakta málsnúmer

Til kynningar stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð.

í stefnunni kemur fram að Sambandið ætlar í þjónustu sinni við sveitarfélögin að:
1. Styðja við og hvetja til aukins samstarfs um sjáfbæra þróun og loftslagsmál.
2. Veita brautargengi breytingum sem mæta áskorunum samtímans á sviði sjálfbærrar þróunar og
loftslagsmála.
3. Efla þekkingu og nýsköpun á sviði loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar með fræðslu og miðlun
upplýsinga um árangursrík verkefni og aðferðir sem gætu orðið öðrum til eftirbreytni.

Í stefnunni er tilgreind aðgerðaáætlun 2019-2022 í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.

6.Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu

Málsnúmer 202001079Vakta málsnúmer

Til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun dags. 10. janúar 2020 vegna endurvinnsluhlutfalls heimilisúrgangs 2018.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að kalla eftir nánari upplýsingum frá þjónustuaðila sveitarfélagsins.
Ráðið telur að villa sé í framlögðum gögnum frá UST.

7.Snjósöfnun kringum vegrið við Hrísatjörn

Málsnúmer 202001080Vakta málsnúmer

Til umræðu snjósöfnun við Hrísatjörn eftir að vegrið voru sett upp beggja vegna þjóðvegar.
Umhverfisráð tekur undir áhyggjur íbúa vegna snjósöfnunar við Hrísatjörn og felur sviðsstjóra að óska eftir fulltrúa Vegagerðarinnar á fund ráðsins í ferbrúar.

8.Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að áfangaskýrslu 1, lýsingu, vegna endurskoðunar aðalskipulagsins, sem unnin var af Teiknistofu arkitekta í samráði við umhverfisráð. Í lýsingunni er gerð grein fyrir viðfangsefnum endurskoðunarinnar, áherslum, helstu forsendum, tengslum við aðrar áætlanir og fyrirhuguðu skipulagsferli.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs