Umhverfisráð

340. fundur 04. september 2020 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Til umræðu staða framkvæmda ársins 2020, undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 08:15
Umhverfisráð fagnar þeim fjölmörgu verkefnum sem ráðist hefur verið í á árinu og þakkar Steinþóri greinargóða yfirferð á stöðu þeirra verkefna sem enn eru í vinnslu.
Ráðið leggur til að þar sem hagstæð tilboð fengust í endurnýjun götulýsingar áfanga eitt verði einnig farið í endurnýjun á lýsingu skólalóðar og lóðar við Íþróttamiðstöðina.

2.Framkvæmdir 2021

Málsnúmer 202008040Vakta málsnúmer

Til umræðu fyrirhugaðar framkvæmdir árins 2021 ásamt tímaramma fjárhagsáætlunar 2021.
Steinþór vék af fundi kl. 09:00
Lagt fram til kynningar

3.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi fólkvangs í Böggvisstaðafjalli ásamt umhverfisskýrslu. Undir þessum lið kom inn á fundinn í fjarfundarbúnaði Lilja Filippusdóttir kl:09:05 og kynnti drögin.
Lilja vék af fundi kl. 09:34
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við drögin og felur sviðsstjóra að kynna þau íbúum sveitarfélagsins sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Endurskoðun aðalskipulags - skipulagslýsing 2020-2035

Málsnúmer 201911053Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 18. ágúst 2020 óskar Rúnar Guðmundsson fyrir hönd Sveitarfeálgsins Skagafjarðar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar á vinnslutillögu aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.

5.Ný upplýsingatafla fyrir Laugahlíðarveg í Svarfaðardal. 8036-01. Þátttaka sveitarfélags

Málsnúmer 202008012Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu erindi frá Vegagerðinni vegna aðkomu sveitarfélagsins að upplýsingatöflu við Laugahlíðarveg í Svarfaðardal.
Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið komi að verkefninu og felur sviðsstjóra að finna fjármagn til verkefnisins.

6.Kostnaðarframlag vegna aðalskipulags fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202007015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar kostnaðarframlag Skipulagssjóðs vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar
Lagt fram til kynningar

7.Ósk um viðræður vegna endurnýjunar á styrktarsamningi

Málsnúmer 202008041Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu endurnýjun á styrktarsamningi við Björgunarsveitina Dalvík
Undir þessum lið vék Haukur Arnar Gunnarsson formaður ráðsins af fundi vegna vanhæfis kl. 09:59
Umhverfisráð leggur til hækkun styrktarsamnings við Björgunarsveitina Dalvík til næstu þriggja ára til þess að koma til móts við breytingar á fjáröflun sveitarinnar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Tilkynning um kæru vegna breytingu á deiliskipulagi í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík

Málsnúmer 202008005Vakta málsnúmer

Haukur Arnar kom aftur inn á fundinn 10:23
Lögð fram til kynningar gögn frá úrskurðarnefnd skipulag- og byggingarmála vegna kæru á breytingu deiliskipulags Hóla- og Túnahverfis.
Lagt fram til kynningar

9.Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn

Málsnúmer 202008068Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 19. ágúst 2020 óskar Stefán Bjarmar Stefánsson eftir stöðuleyfi fyrir matarvagn á opna svæðinu milli Goðabrautar 3 og Sognstúns 4 á Dalvík.
Haukur Arnar Gunnarsson vék af fundi kl. 10:46 vegna vanhæfis
Umhverfisráð samþykkir að veita stöðuleyfi á umbeðnum stað til eins árs með fyrirvara um samþykki HNE.
Umsækjanda falið að fá samþykki næstu nágranna sem eru Goðabraut 3 og Sognstún 2 og 4.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

10.Umsókn um lóð

Málsnúmer 202008050Vakta málsnúmer

Haukur Arnar kom aftur inn á fundinn kl. 10:55
Með innsendu erindi dags. 24. ágúst 2020 óskar Birkir Magnússon eftir lóðunum nr. 9c og 9d að Hamri.
Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda umbeðnar lóðir.
Gatnagerðagjöld leggjast á lóðirnar þegar fyrir liggur hver kostnaður við þá framkvæmd er.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Umsókn um lóð 9b að Hamri

Málsnúmer 202008078Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 30. ágúst 2020 óskar Jón Albert Oliversson eftir lóðinni Hamar 9b samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda umbeðnar lóðir.
Gatnagerðagjöld leggjast á lóðina þegar fyrir liggur hver kostnaður við þá framkvæmd er.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs