Málsnúmer 2008006FVakta málsnúmer
Fundargerðin er í 11 liðum.
Liðir 1, 9, 10 og 11 til afgreiðslu.
Liðir 3 og 4 sér liður á dagskrá.
Aðrir liður eru lagðir fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 340
Umhverfisráð fagnar þeim fjölmörgu verkefnum sem ráðist hefur verið í á árinu og þakkar Steinþóri greinargóða yfirferð á stöðu þeirra verkefna sem enn eru í vinnslu.
Ráðið leggur til að þar sem hagstæð tilboð fengust í endurnýjun götulýsingar áfanga eitt verði einnig farið í endurnýjun á lýsingu skólalóðar og lóðar við Íþróttamiðstöðina.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn samþykk tillögu umhverfisráðs, að verði svigrúm innan fjárhagsáætlunar að loknum áfanga eitt á endurnýjun götulýsingar, verði farið í endurnýjun á lýsingu skólalóðar Dalvíkurskóla og lóðar við Íþróttamiðstöðina að því marki sem fjármagn dugar til.
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með viðauka við framkvæmdaáætlun með kostnaðarútreikningi þegar ofangreint liggur fyrir."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar.
-
Umhverfisráð - 340
Umhverfisráð samþykkir að veita stöðuleyfi á umbeðnum stað til eins árs með fyrirvara um samþykki HNE.
Umsækjanda falið að fá samþykki næstu nágranna sem eru Goðabraut 3 og Sognstún 2 og 4.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs með fyrirvara um samþykki næstu nágranna og samþykki Heilbrigðiseftirlist Norðurlands eystra.
6.10
202008050
Umsókn um lóð
Umhverfisráð - 340
Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda umbeðnar lóðir.
Gatnagerðagjöld leggjast á lóðirnar þegar fyrir liggur hver kostnaður við þá framkvæmd er.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðunum nr. 9c og 9d að Hamri.
-
Umhverfisráð - 340
Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda umbeðnar lóðir.
Gatnagerðagjöld leggjast á lóðina þegar fyrir liggur hver kostnaður við þá framkvæmd er.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóinni Hamar 9b.